Dvöl - 01.01.1943, Page 101
DVÖL
99
I
O s k a I a 11 <1
Eftir Pál I»orsteiiiss«n, alþingisiiiann
KÁLD eru höfundar allrar
rýnni,“i sagði elzti málfræð-
ingur íslendinga. Það má til sanns
vegar færa á ýmsan hátt. Stór-
brotinn skáldskapur er sérstæð
tjáning staðreynda, ný túlkun
fyrirbæra, nýsköpun í einni eða
annarri mynd.
Meiriháttar skáld eru að jafnaði
gædd gleggri skynjan og meiri
íhygli en alþýðan. Þau sjá iðulega
lengra fram i tímann en flestir
aðrir. Skýringar skáldanna og mat
á málefnum byggist að jafnaði á
skörpum skilningi á því, hvað mest
áhrif hefir á lífsviðhorf manna og
athafnir og mótar þar með all-
verulega beinlínis og óbeinlínis
þróun lífsins.
Mörg hinna íslenzku góðskálda
hafa bent okkur á það, skýrt og
skorinort, hve mikið okkur ber
að meta landið sjálft og hve rótar-
slitinn sá íslendingur verður, sem
Það „The Icelandic Canadian“, og
er aðalritstjóri þess hin kunna ís-
lenzka skáldkona, Laura Goodman
Salverson.
Rit þetta á að koma út fjórum
sinnum á ári hverju, og eru fyrstu
hefti þegar komin út. Árgangurinn
kostar einn Kanadadal.
man eigi landiö eða metur að
verðleikum.
Fáir hafa þó kveðið skýrara eða
sterkara að orði um þetta efni
heldur en Stephan G. Stephansson
m. a. í kvæðinu „Þótt þú langför-
ull legðir“. í því kvæði skýrir
skáldið og skerpir fyrir sjónum
okkar þrjár mikilsverðar stað-
reyndir. Fyrsta staðreyndin, sem
skáldið skýrir frá, er þetta:
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
Hver sá, sem fæddur er íslend-
ingur, verður að vera það, hvort
sem hann vill eða ekki. Hann er
borinn til þess og verður að mæta
erfiðleikum lífsins, eins og þeir
birtast á þessum stað. Hann getur
ekki flúið frá erfiðleikunum, sem
landið skapar, heldur verður að
sigrast á þeim, svo framarlega sem
hann ætlar að verða aö manni, en
fær jafnframt að njóta þeirra
gæða, sem landið veitir.
Til að skýra þessi tengsl sem
bezt hlekkjar skáldið saman þetta
tvennt: landið og þjóðina. Það
dregur upp skarpa en hrikalega
mynd af landinu annars vegar,
þar sem aðaldrættirnir eru eld-
fjall, íshaf, árfoss, hver, langholt,