Dvöl - 01.01.1943, Page 104

Dvöl - 01.01.1943, Page 104
102 DVOL í byrjun marzmánaðar vorum við sendir þangað. Við vorum fluttir í gripavögnum. Átta hestar eða fjörutíu menn í hverjum. Það hlýnaði í veðri, er við komum inn í Þýzkaland, og sólin kom fram úr skýjum. Við fundum, að vorið var í nánd. Ég var settur í opinn vöruvagn til þess að gæta suðutækja okkar. Þetta var starf, sem mér féll vel í geð. Ég sveipaði að mér þykkri gæruskinnsúlpu og ríkti einn í vagni mínum. Ég sat á ofni og dinglaði fótunum. Það var ólíkt skemmtilegra heldur en þrúgast og stirðna í argasta ólofti meðal fjörutíu manna í lokuðum vagni. Ég virti fyrir mér landið, sem við ókum um, þorpin, akrana og snjó- inn, sem var að hlána. Enginn lið- þjálfi var til þess aö hafa gætur á mér — ég þurfti engar áhyggjur aö hafa út af hegðun minni. Ég var átján ára gamall og andvaralaus og söng allt hvað af tók: Es soll der Fruhling mir kúnden, Wo werde ich sie finden, Wann neigt sich die Eine Die Feine mir zu .... Svo var gæzlustarfið tekið af mér, og ég var lokaöur inni í vagnklefa með þrjátíu og níu drengjum öðrum. Við komum í útjaðar Berlínar- borgar eftir fjögurra daga ferða- lag. Okkur hafði verið sagt, að önnur leið yrði farin. En allt í einu sáum við, að við vorum komnir til Berlín — og við vorum allir úr Berlín. Við fórum hægt í gegnum borgina. Annað veifið nam lestin staðar. Við tróðumst að opnum dyrunum. Heillaðir störðum við á húsin, húsin, þar sem heimili okk- ar voru. Við fórum framhjá heim- ilum foreldra okkar á leið til vest- urvigstöðvanna. Jafnvel ærsla- fengnustu ólátaseggirnir stein- þögðu. Allt í einu rann það upp fyrir okkur, hvað vesturvígstöðv- arnar voru. Við vöknuðum af hin- um væra svefni. Þetta var för til heljar. Það var raunveruleikinn. Enginn okkar vissi, hvort við mundum sjá foreldra okkar né heimkynni okkar framar. Eftir nær klukkustundar ferö um borgina og margar stuttar viö- dvalir, nam lestin staðar á járn- brautarbrúnni við Eberstrasse, einmitt þar sem sést eftir Inn- bruckerstrasse og á Bayrischer Platz. Þar bjuggu foreldrar mínir. Ég stóð viö vagndyrnar og starði dáleiddur upp og niður Inns- bruckerstrasse. Senn var ár liðið síðan ég fór að heiman. Við vorum að fara til vesturvígstöðvanna — og fimm mínútna gangur heim. Að fimm mínútum liðnum yrði ég kominn til mömmu, kominn inn í herbergi mitt, kominn heim, ef ég stykki nú út. Ef til vill átti ég aldrei að sjá hana framar. Tutt- ugu mínútur var allt, sem ég girntist — aðeins tuttugu mínút- ur. Hversu lengi átti lestin að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.