Dvöl - 01.01.1943, Page 106
104
böggli: Sunnudagskökunum. Við
dyrnar mætti hún kunningja. Tár
komu fram í augun á mér, mest
vegna áreynslunnar, og ég sá allt
í móðu. Ég þurrkaði tárin burtu,
og þá þekkti ég manninn líka. Það
var Ernest Bayer, skólabróðir
minn og vinur. Hann var heilsu-
laus, og þess vegna tóku þeir hann
ekki. Hann talaði við móður mína.
Ég var þess fullviss, að þau töluðu
um mig. Þau gátu ekki haft ann-
að til þess að tala saman um.
Foreldrar mínir höfðu ekki fengið
bréf frá mér í langan tíma. Engar
póstsendingar höfðu verið leyfðar
vegna herflutninganna, sem á
döfinni voru. Þau voru áreiðan-
lega að tala um það, hvar ég mundi
niður kominn á þessu augnabliki.
Að viku liðinni yrði ég ef til vill
dauður, rifinn sundur í tætlur á
vesturvígstöðvunum. Aldrei myndu
þau vita, að ég sá þau aftur.
Bróðir minn skauzt yfir að
brautarsporinu. Hann hafði komið
auga á hermennina í lestinni, og
sú sjón dró að sér athygli hans:
Ég hrópaði: „Walter, Walter,“
æpti ég. Hann heyrði ekki til mín.
Móðir mín kallaði á hann. Hún
kvaddi Ernest Bayer með handa-
bandi og sneri við niöur Innsbruck-
erstrasse að Stadtpark. Augu mín
fylltust tárum, svo að ég missti
sjónar á henni. Ég þurrkaði tárin
burt og strauk augun. Ernest Bay-
er kom út úr brauðbúðinni í því
vetfangi, er ég leit upp aftur. Hann
gekk hratt niður Wexstrasse —
D VÖL
hann átti þar heima. En móðir
mín var horfin í mannþröngina á
götunni, þegar ég fór að svipast
um eftir þeim mæðginum. Þó sá
ég bróðir minn í svip; hann hljóp
aftur upp á sporið við brúarsporð-
inn. Ég hypjaði mig inn í dimm-
asta skotið í vagninum. Enginn
ónáðaði mig þar, og ég hefði eng-
an viljað tala við. Ég gat ekki
hugsað. Ég grét ekki heldur. Það
seig á mig eins konar mók. Kvöl-
in átti sér takmörk; allt varð
myrkri hulið.
Ferðalagið tafðist enn um
stund. Ég man ekki hve lengi var
dokað við. Ég færði mig að dyr-
unum aftur, þegar loks var haldið
af stað. Aftur sá ég Innsbrucker-
strasse niður að Bayrischer Platz,
sá heim til mín. En lestin flutti
okkur áleiðis — til vesturvígstöðV'
anna.
Einn mesti afreksmaður og
heilladrýgsti vísindamaður síðustu
áratuga var Grænlendingurinn
Knud Rasmussen. Hann reisti
Týlistöðina við Noröstjörnuflóa
á Norðvestur-Grænlandi, eins og
sagt er frá í köflum þeim úr bók
Peters Freuchen, félaga hans,
„Min grönlandske Ungdom“, sem
birtast í þessu hefti Dvalar. — Frá
Týlistöðinni fór Knud Rasmus-
sen hina frægu rannsóknarleið-
angra sína, er urðu undirstaða
nýrrar, stórfenglegrar vitneskju