Dvöl - 01.01.1943, Side 111
D VÖL
109
dúkur með gylltri áletrun, sem
Truns hafði málað: „Guð gefi, að
þú eigir eftir að lifa mörg ár með-
al barna þinna og barnabarna."
Stóllinn, sem amma hafði setið
mest á, A'ar vafinn pappírsrósum.
Til þess að gamli maðurinn
skyldi ekki fá neinn grun um,
hvað væri að gerast, gengu þau
um á sokkaleistunum og festu
skrautið með títuprjónum, en ekki
nöglum. Jet og María urðu að
ganga með slegið hárið, því allir
títuprjónarnir þeirra fóru í skreyt-
inguna.
Þenna hátíðlega afmælisdags-
morgun skein sólin í heiði og bar
svo . yndislega birtu á blómin í
gluggunum og silkigluggatjöldin,
að allir hlutu að komast í hátíða-
skap. Á þessum fagra morgni var
stofan, skreytt fallegum tjöldum
og grænum greinum, vissulega
mjög viðkunnanleg. Um níuleytið
var afa fært te í rúmið, ásamt
tveim sneiðum af smurðu brauði.
Þau vildu ekki, að hann kæmi
niður fyrr en klukkan tíu, að
myndin væri komin. Myndasmið-
urinn hafði lofað að senda Dirk
hana fyrir þann tíma, og auðvit-
að mundi hann efna orð sín.
Þau voru öll í sínum beztu föt-
um. Jan var að rifja upp fyrir sér
Kvæóið, sem hann ætlaði að flytja,
þegar gamii maðurinn kæmi nið-
ur. Nú heyröist hann ganga fram
og aftur uppi a loftinu. Hann var
tvisvar búinn að kalla til að spyrja
þve lengi hann þyrfti að bíða.
Á slaginu klukkan 10 kom Dirk
hlaupandi. En hann var tómhent-
ur og ekkert hýr í bragði.
„Hvar er myndin?“ stundi Jet,
og röddin skalf ofurlítið. „Sendi
hann þér ekki myndina?“
„Því komstu ekki með hana?“
spurði María. „1 guðs bænum,
segðu eitthvað! Því stendurðu
þarna eins og pvara?“
„Gamla svínið!“ urraði Dirk og
neri saman höndunum. „Hann
sendi myndina, en sendisveinninn
neitaði að afhenda hana, nema
gegn staðgreiðslu."
„Gegn staðgreiðslu?“
„Já, og hann hafði lofað--------
Ég gæti brotið í honum hvert
bein! Eins og ég mundi ekki borga
þetta seinna!“
„En því borgaðirðu honum ekki?“
skaut nú Truns inn í, þótt hún
hefði fyrir sitt leyti ákveðið að
borga ekki myndina fyrr en seinna.
„Við hefðum öll borgað þér okkar
hluta.“
„Er það nú!“ þaut í Dirk.
„Hleypur þú um með aðra eins
fjárfúlgu í vasanum? Ætlaðist þú
kannske til, að ég færi að borga
þetta úr kassa lyfjabúðarinnar?“
„Hættið þið nú,“ sagði Frans og
reyndi að stilla til friðar. „Eng-
inn ætlaðist til þess af þér. Sagði
ekki myndasmiðurinn, að við
þyrftum ekki að borga myndina,
ef hún væri ekki góð? Ekki höfum
við séð hana! Borga fyrirfram, en
sú vitleysa! Hver getur vænzt þess,