Dvöl - 01.01.1943, Page 114
112
DVÖIj
ir draumanna ná fyllingu í hverri
nýrri veig.
Þjóstólfur verður elskhugi henn-
ar. Hún gefur sig á vald hins reynda
manns. Þau hugsa ekki um hyl-
dýpið, sem stéttaskipting þjóðfé-
lagsins myndar á milli þeirra —
hann, suðureyskur alþýðumaður,
hún glæsilegur afsprengur frægra
og voldugra ættliða. Hin líðandi
stund er þeim allt. Kenndirnar
ráða, lífsins er notið — í leynum.
Þarna gerist saga, sem hefst á
keimlíkum þætti og okkar stærsti
ástarharmleikur: saga Ragnheiðar
og Daða.
Höskuldur sér að í óvænt efni er
að sækja. Metnaði hans er mis-
boðið. Þess vegna er honum „hugr
á at gifta“ Hallgerði — fastna hana
Þorvaldi Ósvífurssyni, án þess að
spyrja hana „eftir“. „Þorvaldr var
vel styrkr maðr. ok kurteiss, nakk-
vat bráðr í skaplyndi.“ En Hall-
gerður „þóttist vargefin.“
Höskuldur mælti: „Ekki legg ek
svá mikit við ofmetnað þinn, at
hann standi fyrir kaupum mínum:
ok skal ek ráða, enn eigi þú, ef
okkr skilr á.“
„Mikill er metnaðr yðvarr
frænda,“ segir hún, „ok er þat eigi
undarlegt, at ek hafi nakkvarn."
Hallgerður, eftirlætisbarn föður
síns, hefir notið frjálsræðis og aga-
i ■'
leysis í ríkara mæli en hollt var.
En nú allt í einu er vilji hennar
að engu virtur 1 máli, sem fremur
öllum öðrum er mál hjartans.
Henni er „skapþungt." Vorhim-
inninn hefir sortnað: Konan er
markaðsvara á hjúskapartorginu!
í ömurleik þeirrar uppgötvunar
leitar Hallgerður á fund Þjóstólfs,
elskhuga síns.
Hann skilur tilfinningar hennar,
notar sér andúð hennar á Þorvaldi
Ósvífurssyni, lofar að vernda þetta
óreynda, stóra barn. Honum gremst
að fá ekki að njóta hennar. Ástríðu-
ofsi ástarinnar tekur skynsemina
undirtökum. Hann vinnur eiða. Ó-
hamingjan er rist með óafmáan-
legum rúnum á framtíð þeirra.
Við Hallgerði blasir alvara lífs-
ins, þar verður háð miskunnarlaus
barátta gegn hefðbundnum hjú-
skaparsiðvenjum feðranna. Þeirri
orrahríð lauk mörgum öldum síðar,
■ er jafnrétti kvenna var viðurkennt.
Enginn sigur í mannkynssögunni
hefir verið unnin án fórna.
Á Höskuldsstöðum í Laxárdal
breytist rökkurbjarmi hnígandi
dags í nótt, Hallgerður, heimasæt-
an fagra og örgeðja, kreppir hnef-
ana og skorar sín eigin örlög á
hólm.
Hallgerður „hlær við“ £>orvaldi
bónda sínum. Hann ætlar það góðs
vita. Hann er heillaöur af hinni
yndislegu konu, ástfangnir menn
eru blindir; blekkja sjálfa sig.
Hún verður þegar „fengsöm ok
stórlynd" húsmóðir. Hún flytur ný
trúarbrögð inn á heimili manna,
sem höfðu svelt sig „til fjár.“ Rausn