Dvöl - 01.01.1943, Page 115
dvöl
113
hennar er, meiri en áð'ur heíir
þekkzt þar. „En er voraði, var þar
búskortr ok skorti bæði mjöl ok
skreið.“
Hjónunum verður sundurorða.
Hún mælir að vísu í geðofsa, en
fer þó vitandi vits ómjúkum hönd-
um um kaun hans, nýr honum
sannleikanum hispurslaust um
nasir.
„Þá reiddist Þorvaldr ok laust
hana í andlitit svá at blæddi.“
Þjóstólfur hefnir að áeggjan
hennar. Vegna afbrýðisemi og rétt-
látrar reiði, vinnur hann nú fyrsta
víg sitt. Konunni, sem hann ann
hugástum, hefir verið rnisþyrmt!
Þegar Hallgerður kveður heima-
menn sína, gefur hún „þeim nakkv-
ara gjöf öllum.“
„Enn þeir hörmuðu hana allir.“
Konuna, er húsbóndinn hafði
veitt áverka, harma allir! Þorvald-
úr Ósvífursson hefir goldið lífið í
viðskiptum við Hallgerði Höskulds-
dóttur, en þrátt fyrir það, á hún
ennþá samhug allra húskarla sinna
°g griðkvenna. Beztu meðmælin,
sem hin unga húsmóðir gat unnið
sér, voru einmitt þau, að hverfa
af Meöalfellsströndinni með árn-
aðaróskir hjúanna heim á æsku-
heimilið sitt.
Pyrsta þættinum í harmsögu
hennar er lokið. Hún kemur út úr
gjörningahríð örlaganna sterk og
sigrándi — en kalin á hjarta.
I annað sinn er Hallgerður gefin
— hún festir sig sjálf: Glúmi
Óleifssyni, er „var mikill maðr
vexti ok sterkr ok fríðr sýnum,“
mikill virðingamaður, bróðir lög-
sögumannsins.
Hallgerður er orðin fullþroska
kona, sköruleg og ákveðin, gerir
miklar kröfur til lífsins, en jafn-
framt til sjálfrar sín.
Þjóstólfur veit það, að hún hef-
ir snúið við blaði. Hann hefir beð-
ið ósigur. Þess vegna gengur hann
„með reidda öxi ok lét hit dólg-
legasta" í brúðkaupsveizlunni. —
Hann er líklegur til illra áhrifa
og er því ekki látinn fylgja Hall-
gerði að Varmalæk.
Árin líða. —
„Þau sömdust vel við, Glúmr og
Hallgerðr.“
En á Höskuldsstöðum í Laxár-
dal gerast straumhvörf: Þjóstólf-
ur, sem fyrr hafði fóstrað heima-
sætuna, er rekinn þaðan. Fagna
því allir. Hann leitar þá á náðir
Hallgerðar. Hann þráir hana, eng-
inn annar hefir kynnzt funa fyrstu
ástar hennar, í þeim eldi þjáist
hann nætur og daga — fordæmd
sál á glóðum minninganna!
Nú er Hallgerður orðin ham-
ingjusöm móðir. Æskuástin er í
huga hennar hugljúfur barna-
skapur, en þó óviturleg, ógnandi
eins og martröð í svefni. Hún veit
um þau brunasár, sem kossar henn-
ar og faömlög hafa skilið eftir í
sál Þjóstólfs. Sagan hans er flétt-
uð inn í hennar eigin sögu; hún