Dvöl - 01.01.1943, Page 117
115
D VÖI
helga stað hefir teningum oft ver-
ið kastað. Þaðan hefir oft verið
hafin leit að hamingjunni inn í
lönd framtíðarinnar.
Og sumar vonir rætast — aðrar
reynast eintómar blekkingar.
Það er kvöld í júní. Friður og
fegurð náttúrunnar er eins og ó-
ort sönglag í sál listamannsins.
Það er örlagastund.
Þau tvö, konan og karlmaður-
inn, glæsilegust allra á þinginu,
mætast.
Hallgerður og Gunnar!
„Hon var svá búin, at hon var
í rauðum kyrtli — ok var á búningr
mikill. Hon hafði yfir sér skarlatz-
skikkju — ok var búin hlöðum í
skaut niðr. Hárit tók ofan á bringu
henni ok var bæöi mikit ok fagrt.
Gunnar var í tignarklæðum þeim,
er Haraldr konungr Gormsson gaf
honum. Hann hafði ok hringinn
á hendi, Hákonarnaut."
Þau tala lengi saman, nærgöng-
ulum spurningum er teflt fram,
Og er þau skildu talið, þá gengur
Gunnar „þegar til búðar Dala-
manna.“ Hann hafði áður fyrr átt
í deilum við þá bræður, Höskuld
og Hrút, leikið þá grátt í fjár-
heimtumáli. En þeir taka honum
eins og aldrei hafi„nökkurr mis-
þykkja í meðal verit.“
Gunnar hefur bónorð til Hall-
gerðar, sækir það svo fast, að Hrút-
ur segir:
„ -r- :— ek sé, at þú mátt nú ekki
við gera.“
Gunnar hefir fundið konuna,
sem hjarta hans hefir beðið eftir.
Lífið er að rétta* honum barma-
fullan bikar. Og óskir hins frækna
manns eru fólgnar í því að bera
bikarinn að vörum og teyga.
Kaupmálinn fellur saman.
Hallgerður festir sig sjálf —
Gunnari Hámundarsyni, er var
„manna kurteisastur, ráðhollr' ok
góðgjarn, mildr ok stiltr vel, vin-
fastr ok vinavandr.“
Hallgerður flytur frá Lauganesi
austur að Hlíðarenda. Þar í hinu
nýja umhverfi mætir henni þegar
rógur og andúð. Jafnvel beztu vin-
ir mannsins hennar sýna henni
tortryggni, velja henni hraklegar
spár. Hún er dæmd. Og í augum
ákærendanna á hún engar máls-
bætur.
Hún gengur undir eldvígsluna,
mætir öfund og níði með skap-
hörku konunnar, er aldrei lætur
hlut sinn. Á Bergþórshvoli býst
hún til varnar gegn blindbyl
hleypidómanna. Orð og viðmót
Bergþóru afhjúpa þegar ímugust
á konunni, sem látið hafði vega
Þorvald búanda sinn. Þó að hann
hefði með líkamlegu ofbeldi sví-
virt tilfinningar Hallgerðar, var
'Bergþóra þó samt ákveðinn mál-
svari hans.
En ef hin þróttmikla Bergþóra
hefði sjálf staöið í þeim sporum
Hallgerðar, mundi hún hafa „geis-
at mjök“ og verið líkleg til þess að