Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 121
OVÖL
119
Tómas tortryggni
MioUael Xoschhenko
JTaNN TÓMAS GAMLI hafði
ekkert frétt af syni sínum í
Þrjú ár, þegar hann allt í einu fékk
Póstávísun upp á fimm rúblur frá
syni sínum í Moskvu.
„Sjáum til,“ hugsaði Tómas og
skoðaði ávísunina í krók og kring.
„Einhver annar sonur hefði kann-
ske pírt tveim rúblum í föður sinn
og talið það nóg. En sonur minn
sendir mér fimm rúblur. Ekki væri
nú mikið þótt ég gerði mér glaðan
dag fyrir svo sem eina eða tvær
rúblur.“
Svo fékk hann sér ærlegt gufu-
bað, fór í hreina skyrtu, stakk
flösku — hálfri af vodka — í vas-
ann og ók til pósthússins.
„Ja, hugsaðu þér bara,“ hugsaði
Tómas á leið sinni. „Fimm rúblur!
Hvílík breyting, sem orðin er á
heiminum. Enginn Zar lengur, og
moujikarnir* ) ráða öllu, segir fólk.
Sonur minn er líklega orðinn einn
af æðstu mönnum landsins og á
þvi hægt með að senda föður sín-
um fimm rúblur. En ef það skyldi
nú ekki vera satt, að moujikarnir
ráöi? Ef það væri nú allt saman
lygi? Sonur minn er kannske að-
eins veitingamaður eða eitthvað
þessháttar.“
Tómas kom nú að pósthúsinu,
*) mou.iiki = rússneskur smábóndi.
gekk inn að gjaldkeraborðinu og
lagði ávísun sína fram fyrir af-
greiðslumanninn.
„Peninga," sagði hann. „Ég er
kominn til að ,sækja peningana,
sem sonur minn sendi mér.“
Afgreiðslumaðurinn leit á mið-
ann og taldi síðan fram peningana.
„Stemmir,“ sagði Tómas. „En er
ekkert bréf frá syni mínum?“
Afgreiðslumaðurinn svaraði þessu
ekki, en sneri sér frá borðinu.
„Ekkert bréf,“ hugsaöi Tómas.
„Jæja, kannske skrifar hann
seinna. Sakar heldur ekki svo mjög
um bréfið, þegar maður hefir
alla þessa peninga.“
Hann fitlaði við seölana og skoð-
aöi þá grandgæfilega. Allt í einu
lagði hann lófann snöggt á borðiö
og kallaði:
„Heyrðu, góði. Hverskonar pen-
inga lætur þú mig hafa? Líttu á.“
„Hverskonar peninga?“ endurtók
gjaldkerinn undrandi. „Nýja pen-
inga, auðvitað."
„Nýja peninga,‘( rumdi Tómas.
„Nú, og kannske falsaða í þokka-
bót. Þú heldur kannske, ljúfur, að
þú getir snuðað mann eins og
hvern annan afglapa, þó maður sé
svolítið kenndur.“ Hann athugaði
seðlana aftur, velti þeim milli
fingranna og bar þá fyrir ljósið.