Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 124
122
D VÖL
Kvonbæmr Jónasar inajórN
Fiftír W. T. Thompson
Jónaí Kristjánsson þýddi
Pineville, 27. des. 1842.
Til herra Thompsons.
Kæri Thompson. Jólin eru nú lið-
in, og nú er ég búinn að því. Þú
manst ég sagði þér í síðasta bréf-
inu, að ég ætlaði að biðja fröken
Maríu á jólunum. Og ég gerði það,
alveg eins og að drekka, þó það
munaði reyndar mjóu að það yrði
alvarlegt fyrirtæki. En nú skal ég
segja þér það allt saman.
Frómt frá sagt hefi ég ákveðið
það meir en tuttugu sinnum að
labba mig nú bara og buna þessu
úr mér. En alltaf þegar ég kom til
hennar og þegar hún horfði á mig
með töfrandi augunum og eins og
roðnaði um leið, þá varð ég svona
skelkaður og ragur, og allt sem ég
var búinn aö taka saman í hug-.
anum og ætlaði að segja við hana
var gleymt með sama, svo ekki gat
það bjargað mér. Þú ert nú giftur
maður, Thompson, svo ég þarf ekk-
ert að segja þér um hvernig farið
er í bónorðsför. En það er ógurlega
erfitt fyrir menn, sem ekki eru
vanir því, skal ég segja þér. Aftur
er mér sagt, að ekkjumönnum
finnist það eins og enginn hlutur.
Jæja, á jólakvöldið fór ég í nýju
fötin mín' og rakaöi mig svo það
glansaði á mig eins og fægðan
málm, og eftir kaffið fór ég yfir
um til fröken Stallins. Þegar ég
kom inn í dagstofuna, þar sem þær
sátu allar saman kringum ofninn,
skellihlógu þær báöar fröken
Karólína og fröken Kesía.
Ha, ha, ha, segja þær. Þetta sagði
ég ykkur. Ég vissi alltaf að það
mundi verða Jónas.
Hvað hefi ég nú gert af mér,
fröken Karólína? segi ég.
#
Þú gekkst undir kjúklingabeiniö
hennar Systu, og ég veit hún hefir
séð, að þú varst að koma, þegar
hún setti þaö yfir dyrnar.
Nei, ég sá — ég sá hann ekkert,
segir fröken María og eldroðnar í
framan.
O, það þýðir ekkert fyrir þig að
þræta. Nú tilheyrir þú Jónasi, svo
framarlega sem þaö er nokkur
kraftur í kjúklingabeinunum.
Ég vissi að þetta var fyrsta flokks
tækifæri til að segja eitthvað, en
blessuð litla dúfan var eitthvaö
svo aum á svipinn og hélt svoleiðis
áfram aö roðna, að ég gat bara
ekki látiö mér detta neitt passandi
í hug. Svo ég tók bara stól og teygöi
mig upp og tók niöur beinið og
stakk því í vasa minn.
Hvað ætlaröu að gera með þetta