Dvöl - 01.01.1943, Side 129

Dvöl - 01.01.1943, Side 129
DVÖt Í27 Nú er komin út bók um Horn- strandir og Hornstrendinga. Henn- ar var mikil þörf og mun hún vel Þegin. Hún er eftir Þorleif Bjarna- son, kennara á ísafirði, sem er sjálfur Hornstrendingur aö ætt og uppeldi. Bókin er stór — röskar þrjú hundruð blaðsíður í allstóru broti, prýdd allmörgum myndum, sem þó hefðu mátt vera fleiri og betri. Einkum virðist þar of fátt naynda af fólkinu fyrr og síöar og hinum sérkennilegustu störfum þess. Öílun slíkra mynda mun þó vafalaust vera torveld, og er þá ekki um þetta að sakast. Bókin skiptist í þrjá meginkafla: Land og líf, Baráttan við björgin og Dimma og dulmögn. Fyrsti kaflinn fjallar um landslag og sveita- og jarðaskipan, svo og fólkið, menningu þess og almenna lífshætti. í næsta kafla er lýst hinum sérkennilegasta atvinnu- vegi Hornstrendinga, bjargsigun- um, og greint frá mörgum við- burðum úr sögu þeirra. Síðasti kaflinn er safn þjóðsagna af Hornströndum, og er það allfjöl- skrúðugt, svo sem vænta mátti úr þeirri átt. Ekki þarf lengi að lesa í þess- ari bók til þess að komast að raun um, að hún inniheldur meira en greinagóðan og girnilegan fróðleik. Þar er líka um að ræða fágæta meðferð máls og efnis. Bókin býr yfir stíltöfrum, og frá- sögnin er yljuð ásthlýrri samúö og skilningi höfundarins á því, sem hann er að lýsa. Og lesand- inn verður gripinn sömu kenndum og verður Hornstrendingur af lífi og sál, meðan lesturinii varif. Hann fer upp á bjarg með fólkinu á vorin, situr í bátnum, sem berst við brim og boða, — og hlustar í rökkrinu á sögurnar hans afa. Lesandinn sér, heyrir og finnur til. Það er engu líkara en höfund- urinn sé ófreskur og færist yfir tíma og rúm á vettvang frásagn- anna, sjái þar sýnir af lífi fólks- ins og liðnum atburðum og láti lesandann síðan horfa undir hönd sér, svo að hann geti séð það sama, eins og greint er frá í þjóðsögum. Svo ófreskir eru ekki aðrir en hinir snjöllustu rithöfundar. Bók þessi er í alla staði hið ágætasta verk og fyllir stórt skarð í ritaðar þjóðlífslýsingar íslend- inga. Ég held, að hún sé einstæð að frásagnarhætti meðal skyldra rita. Ef til vill er hún lík hvítum erni að fágætleik sínum. Þessi bók mun áreiðanlega svala að nokkru forvitni þjöðar- innar um Hornstrandir — en auka hana þó um leið. Sérstaklega má búast við, að hún verði kenn- urum kærkomin og gefi þeim tíð- um efni í heillandi þjóðlífslýsing- ar. Pappír, prentun og annan frá- gang bókarinnar má telja með á- gætum. Þó er þar eitt að: Próf- arkalestur mætti vera betri, og finnast í bókinni fáránlegar smá- villur og óþarfar. A. K.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.