Dvöl - 01.01.1943, Side 130
128
D VÖL
T aöurt kvæði
Frá einum kaupanda sínum
hefir Dvöl borizt eftirfarandi bréf:
í síðasta hefti DVALAR er slæm
villa, sem ástæða er til að leið-
rétta rækilega. Þetta er á bls. 239
undir yfirskriftinni: Fögur vísa.
Er þar tilfærð hin alkunna visa
„Græddu sár, er svíða og blæða“,
o. s. frv. En heldur skýtur skökku
við um höfundinn, eftir því, sem
þarna stendur. Þessi vísa er ein
af þremur, sem Páll Jónsson Ár-
dal orti til ungrar stúlku og eru
prentaðar í fyrstu útgáfu ljóða
hans (frá 1905) undir fyrirsögn-
inni LEIKTU KÁT. Er kvæðið
í heild vel þess maklegt að endur-
prentast. Vil ég nú mælast til, að
DVÖL birti kvæðið allt í næsta
hefti.
Kvæðið er svohljóðandi:
LEIKTU KÁT.
(Til fröken E. M.).
Leiktu kát meö léttu geði
lífsins bjarta sjónarspil,
vektu hlátur, gaman, gleöi,
glœddu hjartans bezta yl.
Grœddu sár, er svíöa og blœöa,
sjáöu ráö pví illa viö,
þerröu tár, er prautir mœða,
pjáöum, smáöum veittu liö.
Vertu Ijós á vegum pinna,
vafin hrósi, mœrin svinn,
indœl rós, sem allir hlynna
aö, og kjósa í garöinn sinn.