Dvöl - 01.01.1943, Side 131
ovöi
Í29
ttækui*
Kári Tryggvasori: Fuglinn
fljúgandi. Útg.: H.f. Leiftur í
Reykjavík 1943.
Bók þessi hefir inni að halda 37 kvæði
við hæfi barna og unglinga og annarra
íuglavina, — svo sem tekið er fram á
titilblaði hennar. Kvæðin eru öll um ís-
lenzka fugla, og er það vel valið og eink-
ar hugljúft efni í íslenzka barnabók, enda
hefir eigi áður verið kostur á samstæðu
ljóðasafni við barnahæfi um íslenzka
fugla, og fyllir bókin skarö aö þessu
leyti. Þá eykur það og mjög gildi bókarr
innar, að frú Barbara W. Árnason, sem
löngu er landskunn fyrir teikningar sín-
ar, hefir gert 40 myndir um efni kvæð-
anna, og fylgja þær — ein eða fleiri —
hverju kvæði. Eru myndirnar mjög vel
gerðar og laðandi og gefa kvæðunum líf
og fyllingu.
Kvæðin eru flest lipur og létt og hag-
lega gerð, og lýsa næmum skilningi og
ástúð á fuglunum. Mörg kvæðanna eru
beinar lýsingar á fuglunum, lifi þeirra og
lífsháttum, sums staðar í sögubúningi vel
föllnum til barnagamans. Má af því tagi
nefna þessi kvæði: Spóinn, Kisa á stein-
klöppuveiðum, Þjófalómurinn, Lalli og
Palli, o. fl. Eru kvæði þessi haglega rím-
aðar barnasögur. En þarna eru líka kvæði,
sem eru meira en haglegt barnarím.
Svona er kvæðið um kríuna:
Sjáðu. nú er krían komin.
Hvaö er hún að fást við lækinn?
Sífellt hefir hún sama kækinn.
Silungsveiði stundar hún,
— lítil, snotur, björt á brún.
Ótal rykki á sig setur,
upp í loftið slðan flýgur,
síðan eins og ör hún srnýgur
undir vatnsins tæra borð.
Sjá, nú gleypir hún sílissporð.
Þetta er hennar létti ieikúr.
Lífi sínu þó hún bjargar,
þegar irún litlum lontum fargáf.
Lífsins gangur svona er.
Hverjum ber að bjarga seri
Höfundur þessarar bókar, Kári Tryggvá-
son, er bóndi og kennari og á heima innst
í lengsta dal á Noiöurlandi — Víðikeri
í Bárðardal. Þaðan er tíðast lagt af stað
úr byggð, er ferðamenn halda í Öskju, og
hefir Kári margar ferðirnar farið inn í
ríki Ódáðahrauns og Dyngjufjalla og á
afréttinn fram með Skjálfandafljóti, en
þar eiga heiðagæsirnar ríki mikið.
Og Kári hefir oft komizt í náin kynni
vlð gæsirnar, því að hann og bræður
hans hafa lengi merkt fugla fyrir Nátt-
úrugripasafnið, og þykir mikils vert að
merkja sem flestar gæsir, til þess að geta
kynnzt sem nánast ferðum þessara stóru
og merkilegu fugla.
Sá, sem oft hefir farið urn öræfi ís-
lands, kemst heldur ekki hjá að veita því
athygli, að fuglarnir eru þau æðri dýr-
in, sem lengst seilast til bústaða inn í
öræfalöndin. Fjallafarinn hlýtur því að
fá sértakan hlýhug til fuglanna.
Kári hefir því haft góð tækifæri til bess
að kynnast lífi fuglanna, og sú nána
kynning, og hlýhugurinn. sem'frá henni
stafar, mun vera rót kvæðanna.
Ég held, að þessi bók verði mörgu barni
kærkomin og kvæðln tungutöm, og að
fullorðnir muni líka seilast til hennar og
finna stundargleði við myndir hennar og
kvæði. A. K.
Brunabótafélag íslands
25 ára.
í tilefni aldarfjórðungs starfa hefir
Brunabótafélag íslands sent frá sér
myndarlegt minningarrit, 200 bls. í all-