Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 135

Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 135
DVÖL 133 Jón Helgason blaöamaður og ritstjóri hefur þýtt bókina. Fjallkonuútgáfan og Prentverk Akra- ness hafa aö sínu leyti lagt fram mynd- arlegan skerf til þess, aö allir megi út- gáfu Kósakkanna vel una. H. Sœm. Glas lœknir, eftir Hjalmar Söderberg. Bókaútgáfa Gúöjóns Ó. Guðjónssonar. Sænski rithöfundurinn Hjalmar Söder- berg hefur til þessa veriö furðu lítt kunn- ur á landi hér, þótt hann hafi getið sér mikinn orðstír í heimalandi sínu fyrir ritstörf sín. Það var því vel fariö, er helzta bók hans, Glas læknir, var valin sem útvarpssaga. Nú er hún komin út í snotri útgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar og getur hana að líta á boðstólum bók- salanna. Glas læknir er nútímasaga að ýmsu leyti, þótt hún fjalli um vandamál, sem ekki eru ný af nálinni. Hún er eins konar dagbókarþættir og gerist frá 12. júní til 7. október. Misheppnað hjónaband, ástir i meinum, vonbrigði og harmur, þetta er rammi frásagnarinnar. Höfundurinn læt- ur Glas lækni segja söguna en af sögu- persónunum gætir Gregoríushjónanna mest. Frúin ann ekki manni sínum fram- ar hugástum og leitar aðstoðar læknis- ins. Hann ákveöur að freista þess að veita henni fulltingi sitt. Brátt kemst hann að raun um, að frú Gregoríus ann öðium manni, prestsfrúin lifir í ást í meinum. Hann reynir aö fá mann henn- ar, séra Gregoríus, til þess að hætta ásta- mökum við konu sína, fyrst hennar vegna, en allt er fyrir gýg unnið, freistingarnar sigra guðsmanninn jafnan. Þá sendir Glas læknir klerkinn brott til dvalar á frægum baðstað, en strax eftir heimkomuna sæk- ir allt í sama horl' og fyrr. Loks grípur læknirinn til þess örþrifaráðs að ráða klerkinum bana á eitri. En hafi sú ráð- stöfun verið til þess gerð, að læknisfrúin fengi notið þess manns, er hún unni, fer því fjarri að þeim tilgangi sé náð, því um sama leyti og bana séra Gregoríusar ber að höndum tekur hann að' líta aðra konu hýru auga. Hafi Glas læknir alið ást í brjósti til prestSfrúarinnar fer því og fjarri að draumur hans rætist. Bókinni lýkur með harmi og lauffalli haustsins. Glas læknir er ekki skemmtileg bók, en hún er lærdómsrík og efnismikil. Hún krefst íhygli og umhugsunar. Hún hefur að geyma mörg spekiorð, þar er skiptum skoðunum teflt fram, sálarstríö háð, andstæður látnar eigast við og úrslit ráðin. Hún knýr fremur til umhugsunar en aöhláturs. En þeim, sem les hana með athygli, mun rnikið til um hana finnast. Hjalmar Söderberg hefur fyrst og fremst getið sér orðstír fyrir þróttúgan og snilli þrunginn stíl og glöggar og skarp- legar persónulýsingar. Þessa gætir einna bezt í Glas lækni allra rita hans. Við lestur bókarinnar, sér maður inn í furðu- lönd fagurs máls og listræns stíls og ör- lög persónanna, sem koma fram á svið frásagnarinnar, taka hugann fanginn. Þórarinn Guðnason læknir hefur þýtt Glas lækni og tekizt með miklum ágæt- um. Töfrar hins sérstæða stíls Söderbergs mást hvergi, og þar sem vandinn er mestur tekst Þórarni bezt. Frágangur bókarinnar frá hálfu útgefanda og prent- smiðju er til sóma. H. Sœm. Tveir menn ræddust við og var annar kennari. Ræddu þeir um kennslumál og voru ekki á einu máli um þau. Kennarinn sló botn í umræðurnar með þessum oröum: Ég er að vísu ekki maður prófhár, en ég er maður barngóður. * Mamma: Helgi minn, hversvegna er manni það fyrir beztu, að segja alltaf sannleikann? Helgi: Þá þarf maður ekki alltaf að vera að hugsa um það, sem maður hefir sagt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.