Dvöl - 01.01.1943, Page 139
DVÖI,
137
var berklaveik og tónlistin var eftir
Sjópeing. Skiljið þér þetta? Þarf
ég að segja meira? Er þetta ekki
nóg?
Hann sagði:
— Sjópeing var meö vangaskegg
eins og ég. Síðustu árin, sem hann
lifði, var hann svo horaður, að
hann varð að láta sér vaxa skegg
á þeim vanganum, sem vissi að
áheyrendum þegar hann hélt
hljómleika, annars hefði fólkið
flúið salinn.
Hann hvíslaði:
— Ég er líka berklaveikur. Von-
andi eruð þér ekki hræddur við
fólk, sem er með berkla?
Ég sagði:
— Nei, nei. Alls ekki. Ég hefi
kynnst fjölda fólks, sem var með
berkla og það var yfirleitt bezta
fólk, bezta fólk.
Hann sagði:
— Já, það göfgar sálina. Það
kveikir í brjósti manns undarlegan
söng, sem er í ætt við hið full-
komna, meistarapísuna. Þannig
samdi Sjópeing hin dásamlegu
snilldarverk sín af því hann var
berklaveikur. Af því hann skildi
hinn sanna hljóm mannssálarinn-
ar í gegnum veikindi sín. Það er
harmurinn. Hlustið þér á nokkur
lög eftir Sjópeing og þér skiljið
harminn, og þér takið hann langt
fram yfir gleðina upp frá því!
Harmurinn fyllir brjóst yðar titr-
andi áfengu myrkri og undarleg-
um söng. Það er söngurinn um
dauðann.
Hann sagði:
— Á ég að lofa yður að heyra
dálítið af heimspeki. Hún er eftir
sjálfan mig og stendur í þessari
skrifbók:
„Hinn eini mælikvarði sem hægt
er að leggja til grundvallar mann-
legum þroska, er hæfni einstakl-
ingsins til að höndla lífsnautnina,
lífsfyllinguna. Kjarna hennar hefi
ég fundið. Barnið er óhæfast til aö
skynja þennan kjarna, en eftir því
sem það eldist mun það nálgast
hann. Dauðinn ber hann í lófa sér.
En hver maður, sem lifir á þess
kost að ræna honum þaðan stund
og stund og eftir því ber honum að
keppa. Að því miðast líf hvers ein-
asta manns, án hans er ekkert, líf
heldur kaldur óhugnanlegur dauði.
Það er leyfilegt að beita öllum
brögðum til að nálgast hann, í því
sambandi er hvorki til gott né illt.
Og sá maður, sem nær honum ekki
með öðru móti en því, að græta
konuna sína og horfa á hana gráta,
hann hefir ekkert ódæði framið ut-
an það að krefjast réttar síns til
lífsins.“
Og hver er svo þessi kjarni?
Það er harmurinn, maður minn.
Hann sagöi:
— Menn eins og við, ,sem höfum
uppgötvað nýjan sannleika og er-
um þarafleiðandi í andstöðu við
fólkið, við meirihlutann, við meg-
um ekki láta okkur fallast hendur.
Menn eins og við eiga að stofna
með sér félagsskap og skrifa bækur
og, heyja stríð við meirihlutann.