Melkorka - 01.06.1949, Page 6
---------------------------------------N
PÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR:
Strengleikar
Á hörpustieng eg leik mitt IjóÖ
um Ijúfa mánanótt,
og mœli i hljóði ástaróð
um unaðssemda gnótt.
Ó lið ei, nótt, svo langt of ótt,
min Ijúfa, kyrra mánanótt.
Eg unni þér, eg ann, eg ann,
svo ekkert getur jafnast við,
af heitum muna hjartað brann
og brennur svo það fœr ei frið.
Um ungan svein, mitt scelumið,
eg syng við þýðan strengjaklið.
Það dagar senn, ó draumanótt,
sem dvin, en störfin kalla mig
og þungra kvaða þrautagnótt
á þyrnigöngu um dimman stig.
Samt mun eg œtið elska þig,
min ást, mín sorg mun aldrei fela sig.
V __________________________________'
ríki um sig stórlega minnka og líkurn-
ar fyrir því, að hægt væri að standa gegn
árás vaxa, þar sem m. a. væri hægt að hafa
samráð og samvinnu fyrirfram* um varnir
landanna, ef til kæmi“. Þetta er meinlaust
atriði fyrir hinar. þátttökuþjóðirnar, sem
sjálfar hafa á hendi varnir sínar, en það
sama verður ekki sagt um ísland. Allt hjalið
um „engan her og herstöðvar á friðartím.
um“ er að sniðganga veruleikann; það er
ekki mögulegt að vera stríðsaðili upp á það
að vera eingöngu skrautfjöður í hatti sam-
herjanna. Að dómi formanns Sjálfstæðis-
flokksins um áramótin var þátttaka íslands
svo mikilvæg, að á því valt, hvort bandalag-
ið kæmi að nokkru gagni eða ekki. Er lík-
* Leturbreyting mín. N. Ó.
legt, að íslandi sé þá ætlað að standa hjá
sem óvirkur aðili?
4. grein sáttmálans hljóðar svo:
„Aðilar sáttmálans munu taka upp samn-
inga hvenær sem einhver þeirra telur að
landsréttindi, stjórnarfarslegt sjálfstæði eða
öryggi einhvers þátttökuríkisins sé í hættu.“
Samkvæmt þessari grein getur hvert ann-
að þátttökuríkjanna haft dómsvald um það,
hvenær öryggi íslands er hætt. Segjum t. d.,
að Bandaríkin væru á þessari skoðun. Það
eru ekki mikil líkindi til, að önnur þátt-
tökuríki yrðu á öðru máli, allra sízt ísland.
Slík skoðun væri rneir en nóg tilefni, til að
koma hér upp her og herstöðvum.
Gerum okkur svo í hugarlund, að sömu
menn og nú eru, væru hér við stjórn. Á
þeirra máli heita allir andstæðingar banda-
lagsþátttöku kommúnistar. Ennfremur tala
þeir nú tíðar en nokkru sinni áður um bar.
áttuna gegn kommúnismanum, eins og
reyndar er höfuðslagorð Bandaríkjamanna
um þessar mundir. Segjum svo, að andstæð-
ingum bandalagsþátttöku yxi svo fiskur um
hrygg, að líklegt mætti telja, að þeir hlytu
meirihluta aðstöðu á þingi. Mundi „stjórn.
arfarslegt sjálfstæði“ landsins þá í hættu, að
dómi Portúgal eða að dómi Bandaríkjanna,
svo að nefnt sé dæmi?
Til þess að framkvæma sáttmálann, er
sett á stofn ráð, sem hver aðili á fulltrúa í.
„Ráðið skal setja á stofn þær undirnefndir,
sem þörf kann að verða fyrir; sérstaklega
skal það tafarlaust setja á stofn landvarna-
nefnd, sem skal gefa ráðleggingar um ráð-
stafanir til að framkvæma 3. og 5. grein.“
Varla er framkvæmdaráðið formsatriðið
eitt saman og tæplega mun þetta eina at-
kvæði íslands í ráðinu fá sett skilyrði urn
það, livað ísland lætur af mörkum eða hve-
nær, eins og formælendur samningsins vilja
vera láta. Hitt mun sennilegra, að þetta ráð
verði valdameira og athafnasamara en önn-
ur sams konar, sem áður eru þekkt.
Umrædd landvarnanefnd hefur þegar tek-
ið til starfa. Ráðleggingar hennar varðandi
4
MELKORKA