Melkorka - 01.06.1949, Síða 11
Þegjandi fjöll á allar hliðar.
eigi að grafast í jörð og ekkert drasl megi
eftir liggja í kringum sælúhúsið, en í hlað-
varpanum er heill faraldur af ryðguðu pját-
ursrusli einkurn niður við lækinn, þar sem
drykkjarvatnið er sótt. Hvílík sorg fvrir
mennsk augu að sjá vanhelgaðan svona stað,
en hve miklu verra hlýtur jrað þó ekki að
vera fyrir öræfaandana. Það er sagt, að þeir
lifi á fegurðinni.
— — — Mega þeir þá víðar gxáta en í
Hvítárnesi.-------
Uppi á Bláfelli er æfintýralega víðsýnt í
allar áttir. Tólf eða þrettán jöklar og ótelj-
andi fjöll önnur, hvert sem litið er. Það
þykir því rnjög eftirsóknarvert að komast
þangað upp, en ekki auðfengið. Þokan, sem
löngum hylur Bláfellshnjúkinn þegar ferða-
manna er von, geymir gamlar þjóðsögur og
nýjar. Bergþór sterki er þarna fjallvörður
og hann varnar mönnum uppgöngu á fjall-
ið með sama hætti og bóndanum í Hauka-
dal forðurn, en Bláfell gæti vel verið helgi-
staður dísanna í fjöllunum í kring.
Það segir frá Bergþóri risa í Þjóðsögum
Jóns Árnasonar. Hann var fjölkunnugur og
breytti visnuðum laufblöðum í skíra gull,
faldi svo hellinn sinn, og liefur engum
auðnazt að finna hann í níu aldir. Hann
ætt i samt að fara að finnast, því að nú skeð-
ur svo margt óvenjulega leiðinlegt, því
skyldi þá ekki líka einhvern tíma eitthvað
undarlega skemmtilegt geta komið fyrir. Ef
þú mundir vera svo lánsöm að finna hell-
inn, þá eru laufblöðin í stórum katli við
rúrnið og þau breytast í gull á leiðinni nið-
ur.
í Árbók Ferðafélagsins um þessar slóðir
stendur — „en nú eru tröllin dauð og gæta
ekki lengur að mannaferðum um óbyggð-
ina“.
Það má segja þetta manni í byggð, en á
hálsunum fyrir ofan Þjófadali fer hann
samt að efast.
------Við komumst upp á Bláfell í baka-
leið. Hvilftin sem við gengunr npp eftir
heitir Kórinn, en á fjallshryggnum er berg-
smíði, sem vel mætti kallast Altari, sést það
langa vegu. Langjökull er alveg á næsta
leiti við Bláfell í vestrinu, og þangað er
gott að líta. Eftir að hafa smám saman þok-
azt upp snjófannir og brattar brekkur með
einmanaleg þegjandi fjöll á allar liliðar, þá
snúunr við enn einu sinni baki við hinni
dýrðlegu tign Jarlshettanna og klifrum
ótrauð en móð og másandi síðustu skrefin.
Komin upp--------liúrra. En lrvað er þetta,
hvað heldur þú, að við liittum efst uppi á
þessum liáu, hljóðu slóðum —.
Það er að vísu engin nýlunda að sjá göm-
ul flöskubrot hjá fjallavörðum, mér liafði
bara skilizt það á samferðafólkinu, að upp
á Bláfell kærnist enginn óþveginn, en ég sé
nú, að það hefur átt við Bergþórshelli, því
að trúlega er hann vandfundinn þeim, er
nrisnotað haf'a gestrisni óbyggðarinnar með
því að brjóta hin óskráðu lög hennar um
hreinleika og fegurð.
Hér eigum við konur leik á borði, því að
allir ferðalangar Jiafa eitt sinn verið börn
og „livað ungur nemur gamall temur“. Ef
lrægt væri með einlrverjum ráðum að kenna
börnunum að virða og unna því, senr fagurt
er — þá Jrlýtur fararstjórinn okkar einhvern
tíman að geta sagt með salrni
d örœfum er allt hreint..
Kaupandinn: Ég vil gjarnan kaupa hér bók.
Bóksalinn: Á það að vera eitthvað létt?
Kaupandinn: I>að hefur ekkert að segja, ég er mcð
bílinn.
MELKORKA
9