Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 12
Hannyrðir í nútímaskilningi Eftir Auði Sveinsdóttur Útsaumur hefur tekið á sig nýtt form á síðari árum. Frá því að vera dyggilega unn- ar stælingar á gömlum leneyskunr, lrönsk. um og annarra landa munstrum í sængur- fatnaði, skrauthandklæðum og ljósadúkum er hann nú í hávegum hafður sem skapandi listgrein. Áður tóku hannyrðakonur upp gömul munstur með silfurskeið, kalkipappír og fleiri tilfæringum, en megináherzlan lögð á að sauraa sem steypt væri. Náðu margar geysilegri leikni á því sviði en nrunsturgerð var fyrir utan þeirra verkahring. Nú er aft- ur á móti sízt minni áherzla lögð á að skapa múnstur en sjálfan útsauminn og æskilegast þykir að uppdrátturinn og hannyrðin sjálf séu unnin af sömu listakonu. Gefst þá hann- yrðakonunni kostur á að sýna livað í lienni býr. Til eru þær konur íslenzkar sem lágmenn- ingaröld útsaumsins hafði aldrei nein áhrif á og héldu sér við iðju formæðra sinna, að sauma í dúk hugsanir sínar og óskir án tillits til blúndubuxnasaumsins allt í kringum þær. Við sem nú erum að læra útsaum og reyna að fylgjast með tímanum í þeirri grein lítum í lotningu til þessara sjálfstæðu kvenna sem fyrir fjörutíu til fimmtíu árum fundu á sér hvað korna skykli og geta í dag á níræðisaldri staðið með yngstu kynslóð- inni án þess að milli megi sjá hvor yngri sé. Ein þessara listakvenna er frú Theodóra Thoroddsen. Handbragð hennar þekkist hvar sem það sést, hvort það er prjónatrefill, jrerlusaumuð leðursessa eða tuskuábreiða. Taki hún sér fyrirmynd að útsaumi er hún áður en varir farin að breyta litunum, þá munstrinu, og loks verður fyrirmyndin ekki til annars en að hleypa hugmyndafluginu á stað og hverfur fyrir hugsmíð Theodóru sjálfrar. Mér kemur í hug tuskuábreiða sem hún 10 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.