Melkorka - 01.06.1949, Qupperneq 17

Melkorka - 01.06.1949, Qupperneq 17
nokkrum orðum um hverja einstaka grein frumvarpsins, til þess að hægara sé að átta sig á hverju einstöku atriði. í 1. gr. er tekið fram að konur liafi algert pólitískt jafnrétti við karla. Mun svo vera að lögum, þótt konur neyti tæplega réttar síns þar sem skyldi né séu reiknaðar full- gildir þjóðfélagsjregnar pólitískt séð, þá er stjórnarvöld eða pólitískir flokkar skipa rnenn til ýmsra starfa í þjóðfélaginu. Nægir að benda á það, Iiversu sjaldgæft er, að konur séu kvaddar til starfa í hinar marg- víslegu opinberu nefndir, sem annað hvort eru skipaðar af ríkisstjórninni eingöngu eða tilnefndar af pólitísku flokkunum. T. d. hefur enn engin kona átt sæti í útvarpsráði, þótt rnargar íslenzkar konur hafi án efa bæði hæfileika og menntun til þess að vera þar fullkomlega lilutgengar móti þeim körl- um, er ráðið hal'a skipað. Ekki er það held- ur vafamál, að margar aðrar opinberar nelndir og ráð væru engu síðri til starfa, þótt konur ættu þar sæti með körlum. Ýms- ir munu ætla, að þessi litla lagagrein í frumvarpi Hannibals, hefði litlu breytt í þessu efni. Má vera, að svo sé. En svo stutt og laggott ákvæði gæti þó orðið til áminn- ingar bæði körlum og konum og gæti því gott leitt af. Önnur grein frumvarpsins fjallar um frjálst stöðuval konunnar og Iiina sjálf- sögðu skyldu þjóðfélagsins til þess að gera móðurinni, sem slíkri, einnig kleift að taka þátt í atvinnulífi þjóðarinnar, ef hún æskir þess eða þarf. Eru ákvæði þessarar greinar svo sjálfsögð hjá þjóð, sem staðfest hefur mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna, svo sem íslendingar hafa þegar gert, að full- komlega tímabært hefði verið, að slíkt yrði nú þegar lögfest hér á landi. í þriðju grein er vikið inn á vettvang heimilisins, inn fyrir hin helgu vé fjöl- skyldulífsins. Vera má, að ýmsir líti svo á, að hér séu tekin upp ákvæði, sem þegar hafi gilt árum saman. Skal því nánar að því vik- ið. Venjulega munu karl og kona, er stofna til hjúskapar með sér, leggja saman eignir sínar og nota Jrær svo sameiginlega í þarfir búsins. í lögunr frá 12. jan. árið 1900 er beinlínis tekið fram, að þau hafi með sér félagsbú og hafi bóndinn einn umráð yfir búinu þannig, að hann jrurfi ekki sam- þykki konu sinnar til ýmsra ráðstafana varð- andi fjármuni búsins. Þó er þessu við bætt: „Hann má þó eigi nenra með samþykki konu sinnar afhenda, veðsetja né leigja með óvenjulegum kjörum eða um óvenjulega langan tíma fasteignir þær er eignarskjölin bera með sér að kona lagði til í félagsbúið." í þessunt lagaákvæðum er ekki jafnrétti karls og konu fyrir að fara. En árið 1923 í júnímánuði voru staðfest ný lög unt skyldur og réttindi lijóna. Sú löggjöf er hvergi nærri eins skýr og glögg eins og lögin um fjármái hjóna frá árinu 1900 og, að því er virðist, nema þau hvergi úr gildi hin eldri lög. Þó telja lögfræðingar, að samkvæmt lögunum frá 1923 hafi eiginkonan í raun réttri fjár- ráð sem bóndi hennar. Hins vegar er það augljóst mál, að í framkvæmd er meira farið eftir hinum eldri lögum (frá 1900), því langoftast hefur bóndinn fjárráðin, enda er bæði í skattalöggjöf og try.ggingalögum gert ráð fyrir að konan sé á framfæri mannsins, þar sem henni er hvorki áætlaður sérstakur skattur né sériðgjald til trygginganna, auk þess sem henni kemur ekki meira við fram- talið til skatts fyrir félagsbúið en það, að hennar undirskriftar er ekki krafizt. Auk þess má á það benda, að réttur giftrar konu til bóta úr tryggingarsjóði er mjög takmark- aður, svo að nærri stappar að álykta beri, að hún sé naumast einn af þegnum þjóðfélags- ins eftir að hún hefur gengið í hjónabandið. Að minnsta kosti eru störf hennar á heimil- inu enn að engu metin peningalega, ef lnin er gil't, þótt hver stúlkan sem vinnur í þágu annarra að sömu störfum eigi að sjálfsögðu kröfu til launa fyrir vinnu sína. Fjórða grein frumvarpsins fjallar um rétt kvenna til náms og menntunar. Er það mála MELICORKA 15

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.