Melkorka - 01.06.1949, Side 26

Melkorka - 01.06.1949, Side 26
og um morguninn. Tært vatn liríslast um grænar mosabreiður, rauðan leir og dökkar klappir, sem gljá í kvöldsólargeislunum. ,,Á morgun,“ segi ég, „held ég áfram austur ströndina og fer yfir Höfðann." Marga hef ég spurt um Höfðann. Sumir segja, að skriðurnar séu svo brattar, og gat- an svo tæp, að varasamt sé að fara þetta með hjól í eftirdragi. „Mér er sagt, að ég komizt ekki með hjólið yfir Höfðann," bæti ég við. Bílstjórinn herðir á jeppanum. „Það er meira bölvað þvaðrið, sem gengur um Höfð- ann. Ég hef átt heima við Höfðann í tólf ár. Þér er óhætt að fara.“ Og ég fór. Morguninn eftir kvaddi ég það afbragðs- fólk, sem ég dvaldi hjá báðar næturnar. Leið mín liggur framhjá vegamannatjöld- unum. Verkstjórinn verður fyrst á vegi mín- um. Hann er bjartsýnn, segir að búið sé að flytja hrútinn langt upp á lieiði, hjólið muni duga mér fyrst um sinn og ég geti óhrædd farið Höfðann. „Ég lét sjálfur ryðja götuna í vor. Og svo ertu vön brattanum að vestan.“ Nokkru austar iiitti ég aðra vegamenn og loks þann, sem gaf mér bandið til að vefja „dekkið“. Hann gefur mér nú það, sem eft- ir er af bandinu. Það er vafið upp á pappa- hring. Bílstjórar nota víst þessi límbönd til að einangra með rafmagnsþræði — að ég held. Þá var það Höfðinn: Ég dreg lijólið upp þýfða brekku og legg af stað út fyrir Höfð- ann. Mjó er gatan, og hátt þykir mér að horfa niður. En klaufalegt væri að drepa sig þarna í alauðri jörð. Ég dó ekki af að horfa niður skriðurnar og þegar ekkert óttalegt var að sjá framar, hvíldi ég mig í litlum hvammi við foss aust- an í Höfðanum. Léreftsbandið, sem þéttvafið var um skemmdina á ,,dekkinu“, er farið að trosna, svo að ég vef því, sem eftir er á hringnum, utan um það líka. Þetta er happahringur, enda er hann ekki úr gulli, og ég sting hon- um í pokann minn. Áfram held ég austur strondina og þræði djúpar fjárgötur. Ég get ekkert hjólað. Ég fer framhjá tveimur eyðibæjum og nálgast bæ, þar sem rýkur. En nú liggur gatan beint út í sjóinn! Ég góni undrandi út á fjörðinn. Ég brýzt með hjólið yfir móana heim að bænum. Það er byrjað að rífa þennan bæ. Húsfreyja segir mér, að eins og ég sjái, sé komið flóð, og ég verði að ganga inn fyrir alla vaðla. „Hér er allt að fara í eyði.“ Ég labba inn fyrir vaðlana. Mér liggur ekkert á, og ég vel mér gististað, þar sem fallegast er heim að líta. Daginn eftir fer ég enn framhjá nokkrum eyðibýlum, og víða er langt milli bæja. Satt að segja vorkenni ég mörgum meira en fólkinu í dreifbýlinu. Ekki sé ég neinn sælusvip á Reykvíkingum, þegar þeir standa í biðröð við búðardyr eða í troðfullum strætisvagni. Þeir virðast ekki vera að hugsa um, hvað fjölmennið sé ánægjulegt. — Það er með herkjubrögðum, að ég næ háttum þetta kvöld á gistihúsi rétt við flæð- armálið í vingjarnlegum smábæ. Daginn eftir hitti ég lagtækan rnann, sem bókstaflega galdrar nýtt ,,dekk“ á hjólið, því að allir sögðu, að þau væru ekki til á land- inu. Nú hef ég gengið svo mikið, að ég vil sleppa við vegleysurnar inn með firðinum og fer með bát yfir fjörðinn. Það er komið kvöld, þegar ég stíg á land. Mig hefur oft langað til að vera á ferð að næturlagi. Nú get ég látið það eftir mér. Ég er kunnug þarna innfrá og þori vel að vekja þar upp, þegar líður að morgni. Enn á ég eftir að fara um tvær ókunnar sveitir. Við eyðibæ liggja kýr. Nokkru seinna mæti ég manni. Ég segi honurn, að ég hafi fundið kýrnar. Hann segir, að konan sín vaki eftir kúnum, ég skuli fara heim. Þar sat ég og drakk kaffi um lágnættið. Morgunsólin vakti söngfuglana, og utan úr eyjum og skerjum heyrðist margraddaður kliður. „Margur skiptir skapi og trú“ með 24 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.