Melkorka - 01.06.1949, Side 29
Þá yrkir Björg um brimið í Fjörðum:
Orgar brim í björgum,
bresta ölduhestar,
stapar standa tæpir,
steinar margir kveina.
Þoka úr j^essu rýkur,
Jrjóð ei spáir góðu.
Halda sumir liöldar
hríð á eftir ríði.
Og enn yrkir Björg um Firði:
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gerið veðrið blítt,
heyið grænt í görðum,
grös og heilagfiski nýtt.
En þá veturinn að þeim tekst
að sveigja,
stað ég engan verri veit
Fyrirtæki eitt lét prenta eftiifarandi heilræði á kaup-
kvittanir veikafólksins: „Kaupið er þitt einkamál, og
aðrir eiga ekki að vita neitt um það.“ Nýliðinn bætti
við, um leið og liann kvittaði fyrir kaupinu sínu: „Ég
skal ekki segja neinum frá því, ég skammast mín alveg
jafn mikið fyrir það og þið.“
Brezkur herforingi sem bjó í Afríku var frægur fyrir
hvað gott kaffi var f veizlum hans. Eitt sinn var það
séistaklega ljúffengt og gestirnir vildu fá að vita hjá
hinum dökka þjóni hvernig hann færi að búa til svo
gott kaffi.
Jú, ég tek mikið af sjóðandi vatni og mjólk og hræri
saman við kaffið.
En hvernig ferðu að „trekkja" það svona vel? spurðu
gestirnir.
Ég tek silkisokka húsbóndans ...
Hvað, hrópaði gestgjafinn öskuvondur, tekurðu silki-
sokkana mína til að hella í kaffi?
Nei, nei, herra, æpti negrinn óttasleginn, ég tek
aldrei þá hreinu.
Þér þykir ekkert vænt um mig, sagði Dóra við
mömmu sína sem hafði verið að ávíta hana.
Jú víst þykir mér vænt um þig, sagði mamma hennar.
Jæja, þú talar ekki þannig.
Hveririg viltu að ég tali við þig?
Ég vil að þú talir við mig eins og þú gerir þegar
gestir eru.
um veraldarreit,
menn og dýr þá deyja.
Björg gáði eitt sinn til veðurs og var
spurð um, hvernig lrenni litist veðrið. Hún
svaraði:
Hillir valla Hrútkoll,
hangir sá drangi við tanga,
gustar vestan grimmt frost,
goluna þolir sá bolur;
aftur steypist um skip
ísinn í flísum, því lýsi eg.
Fellur illa faldþöll
flóann að róa, því sóast
burðirnir brúðar
bera jrær prúðar
limina lúða
á ljóninu súða
oe, öldunois gaddfrosinn allan
o o o
sinn skrúða.
Ég elska svissnesku Alpana, þeir hafa veitt mér unaðs-
legustu stundir lífs míns.
Nú hvernig stendur á því, þú hefur aldrei komið til
Sviss.
Nei ekki ég, en konan mín.
1 leikfangabúð
Lítill strákur hafði klifrað upp á tréhest og neitaði að
fara niður aftur. Móðir hans þrábað hann; búðarfólkið
bauð honum alls konar fríðindi, en allt kom fyrir ekki.
Þá bar þar að frægan sálfræðing. Hann hvíslaði ein-
hverju í eyra stráksa, sem flýtti sér af baki og fór heim
með móður sinni.
„Hvað söguð þér?“ spurði búðarfólkið. „Ég sagði rétt
si svona: Hypjaðu þig af hestinum, strákskratti, eða ég
hýði þig,“ sagð'i sálfræðingurinn.
Þrjár dúfur ætluðu að fá sér kaffi. Þegar þær voru
að fara inn í kaffistofuna fór að rigna, svo að stærsta
dúfan sagði við þá minnstu: „Farðu heim og náðu í
regnhlífina." Og litla dúfan svaraði: „Ég skal gera það,
en þið megið ekki diekka kaffið mitt á meðan." „Það
gerum við ekki,“ lofuðu hinar tvær. Tveim tímum
síðar sagði stóra dúfan við miðdúfuna: „Hún ætlar
ekki að koma aftur, svo að það er bezt fyrir okkur að
drekka kaffið hennar." Um leið og hún sagði þetta
kallaði lítil rödd rétt utan við dyinar: „Ef þið gerið
það, þá fer ég ekki.“
MELKORKA
27