Melkorka - 01.06.1949, Síða 32

Melkorka - 01.06.1949, Síða 32
HNAPPARNIR Eftir Moa Marlinson Hér verður ekki fjallað um þá linappa, sem tæknin hefur gefið okkur til þess að þrýsta á og gera tilveruna þægilegri. Hér er um fullkomlega venjulega linappa að ræða. Hnappurinn var merkileg uppfinn- ing á sinni tíð. Sá, sem fann upp lmapp og hnappagat, var hreint ekki svo grænn. Þrátt fyrir rennilása er sú uppfinning ennþá jafn nauðsynleg. Þegar stríð eða vígbúnaður or- saka skort á málmum, svo að við fáunr ekki rennilása og krókapör, þá verðum við að taka upp aftur hina f’ornu norrænu tré-, bein- og hornhnappa. Það þurftum við að gera í síðasta stríði. Það er svo stutt síðan stríðinu lauk, að við höfum ekki getað gleymt því. Til eru uppfinningar, sem eiga sér eilíft líf. Hnappurinn er slík uppfinn- ing. En það var nú ekki Jrað, sem hér átti að tala um. Það var dag nokkurn í desember- mánuði fyrir 25 árum. Það átti að vera lokaskemmtun í skólanum í Djursnes, Os- mosókn, Södertörn. Barnastúka Reglunnar 30 sá um skemmtiatriðin. Leikrit skyldi sýnt og gengið kringum jólatréð, það mundi verða mjög gaman. Sjálf hafði ég skrifað smáleikrit, sem átti að sýna. Fyrsta tilraun mín sem leikritahöfundur. Það hafði að vísu verið nokkur yfirlega og fyrirhöfn að skrifa leikritið, þó að það væri stutt, en samt var það barnaleikur hjá hinu, að út- vega einar drengjabuxur, sem okkur vant- aði. Fimm drengir Jrurftu að komast á skemmtunina, en aðeins fernar nothæfar buxur til á heimilinu. Þetta stafaðí af kreppu, atvinnuleysi og allskyns erfiðleik. um. Nú orðið man ég lítið um það, hvernig við fórum að draga fram lífið dag frá degi. En þessum degi man ég eltir. Einn drengj- anna eða ég sjálf varð að sitja heima. Tveir drengjanna léku í leikritinu, svo að þeir urðu að komast þangað. — Ég átti kjól. Einn einasta kjól, sem ég gat sýnt mig í meðal fólks, og þann eina, sem hægt var að sauma buxur úr. Ef ég kæmist ekki með til MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.