Melkorka - 01.06.1949, Side 34
En — þarfir líkamans knýja fastar á en hin
andlegu verðmætin.
,,Ætlarðu ekki að Ijúka við buxurnar?"
spurði áköf barnsrödd.
„Já, og kjólinn þinn . . .? Bráðum koma
þeir með linappana." Þrjár mannverur
liorfa skærum, alvarlegum barnsaugum
hvetjandi á mig. Eftir tvo .tíma heyrast glað-
ar raddir; rennandi blautir koma dreng-
irnir þjótandi inn í eldhúsið, þar sem lit-
aður baðmullarkjóll hangir til þerris yfir
eldavélinni, og á borðinu er vatnsgrautur
og mjólk, kartöflur og síld. Við munum að
minnsta kosti hátta södd. Á morgun höfum
við einhver ráð.
„Hér er bréf og böggull til þín frá út-
landinu, þú hefðir átt að sjá hvernig þau
göptu þarna hjá kaupmanninum, en þau
fengu ekki að sjá neitt, því að frúin vafði
það hvorttveggja inn í pappír og sagði, að
við yrðum að gæta þess vel.“
Ég settist við vélina, orðlaus, yfirkomin.
Bréf erlendis frá. Böggull. Hver í ósköpun.
um?
Bréfið var frá Suður-Þýzkalandi. í böggl-
inum voru tvær bækur, Ditta mannsbarn.
Bréfið var frá Martin Andersen-Nexö. Fyrir
nokkrum árum hafði ég lesið bók eftir
hann, Pelle, sigurvegarann, og hafði sent
bréf eitthvað út í heiminn. Núna, tveim ár-
um síðar, kom svarið. Mikill rithöfundur,
sem skrifaði svona stórkostlegar bækur.
I-Iann sendi bréf og bækur hingað, til
þessa hrörlega fátæklingaheimilis.
Já, hann gat ekki vitað hvernig hér var
umhorfs, guði sé lof! Ég drúpti höfði og
grét, ekki af gleði, ekki af sorg. Ég veit ekki
enn þann dag í dag hvers vegna ég grét.
„Lestu bréfið," hvíslaði elzti drengurinn.
Ég las það og skýrði dönsku orðin eins
vel og ég gat fyrir börnunum, sem lilustuðu
á með fjálgleik. Það er eitt bezta bréfið, sem
ég hef fengið um ævina, en þau munu vera
á milli 2 og 3 þúsund.
„Nú verðið þið að fá eitthvað ofan í ykk-
ur og þurr föt,“ sagði ég.
Fjör færðist í okkur. Við ætluðum á
skemmtun; hvað voru fataræflar, skuldir og
lélegur matur, þegar maður fékk bréf frá
heimsfrægum rithöfundi.
Við borðuðum og lásum bréfið aftur, og
drengjunum fannst að danska væri mál, sem
hægt væri að lesa. Var útlenzka ekki erfiðari
en svo, hún var þá ekki meira en þetta.
„Nú ætla ég að festa hnappana, komið
þið með þá.“
Þeir höfðu gleymt hnöppunum og síld-
unum. Bréf og böggull til mömmu frá út.
landinu var ævintýri, og því gleymdust
hnappar, síld og buxur saumaðar upp úr
bezta kjólnum hennar mömmu.
Hálfrar mílu veg höfðu þeir þrammað í
regni og myrkri og komu heim hnappalaus-
ir. Þeir höfðu gleymt eigin skemmtun vegna
þeirrar gleði, sem þeir héldu að ég mundi
hafa af bréfinu. Einhver annar hefði ef til
vill orðið reiður og komið með áminningar,
en ég gat það ekki. Ég hughreysti þá og sagð-
ist mundu ráða fram úr þessu, og svo kveikti
ég á ljóskerinu og klifraði upp á geymslu-
loft og tók hnappana af beztu fötunum hans
mágs míns; hann geymdi þau þarna uppi
til þess að leiðast ekki í freistni og veðsetja
þau, þegar sá gállinn var á honum.
Ég saumaði hnappana í buxurnar án þess
að hafa nokkur orð um það. Drengirnir
sögðu ekkert lieldur. Þeir vissu jafnvel og
ég, livað til var í húsinu.
Við klæddum okkur fyrir hátíðina, frum-
raun tveggja drengja, átta og tíu ára, á leik-
sviðinu og fyrstu sýningu á leikriti eftir mig.
Ég vissi að á mörgum heimilum í sókn-
inni sátu mæður yfir buxum og kjólum og
saumuðu og hugsuðu um hversu lífið var
erfitt, þegar þurfti að afla sér ofurlítils há-
tíðahalds, hlýju og andlegra verðmæta. Börn
frá fátækustu heimilunum áttu að leika í
leikriti, áttu að vera eitthvað, áttu að lesa
kvæði fyrir. áheyrendahópi, áttu að taka
þátt í félagslífi.
í húminu næsta dag gengum við, ég og
börnin mín, á barnaskemmtun í Reglunni,
32
MELKORKA