Melkorka - 01.06.1949, Page 37

Melkorka - 01.06.1949, Page 37
að hljóta samþykki Alþingis, eins og það er nú skipað. Það verður ekki skilizt svo við sáttmálann og greinargerð ráðheri'anna, að ekki sé minnzt á annan samning, Keflavíkursamn- inginn, sem hlaut mjög líka meðferð af hendi þings og stjórnar eins og hin nýja samningsgerð, og veitti erlendu ríki óhæfi- leg ítök hér. Það er rétt að rifja upp hvernig framkvæmd þess samnings hefur farið úr hendi, ef það mætti gefa nokkra hugmynd um trúnað þingmanna við þjóðina og liags- muni hennar. Verða tilfærð hér ummæli Hermanns Jónassonar og Páls Zophonías- sonar um framkvæmd Keflavíkursamnings- ins í séráliti þeirra í utanríkismálanefnd um þátttöku í Atlanzshafsbandalaginu. Þeir segja svo: „Um samninginn um flugvöllinn við Keflavík þarf ekki að fjölyrða. Það er nú á vitund þjóðarinnar, að skýringarnar, sem gefnar voru á ákvæðum lians hér á Alþingi, hafa fáar eða engar staðizt, loforðin, sem hér voru gefin um framkvæmd ltans, hafa ekki verið haldin. Þessi samningur er illa þokkaður, okkur íslendingum til tjóns og ama, og vináttu milli íslands og Bandaríkj- anna stendur af honunr meiri hætta en nokkru öðru. Bandaríkjamenn voru hér rnjög vinsælir, er stríðinu lauk. Ekkert hef- ur reynt meira á þá vináttu og spillt henni en þessi samningur.“ Og ennfr. segja þeir H. J. og P. Z.: „Keflavíkursamningurinn — hvernig hann var skýrður og hvernig hann hefur reynzt, — ætti að vera okkur næg að- vörun um það að gæta okkar við næstu samningsgerð." Keflavíkursamningurinn var ekki sjálfur látinn tryggja okkur réttinn, heldur samþykkti Alþingi hann upp á skýr- ingar formælenda hans einar saman. Þá fer flokksaginn að vera nokkuð mikill, þegar þingflokkurinn fæst til að samþykkja samn. ing á grundvelli skýringa, sem aðeins eru blekkingar, til þess að fá hann samþykktan, eða í bezta falli frómar óskir um, að þannig verði hann í framkvæmd; en þó tekur út yfir, þegar sönru mennirnir samþykkja tvo sanrninga á þann hátt. Það er óþarfi að telja það allt upp, sem orðið hefur okkur til tjóns og ama í sam- bandi við framkvæmd Keflavíkursamnings- ins. Dagblöðin hafa skrifað unr ólöglega gjaldeyrissölu, stórfelldan innflutning alls konar vara, sem fer langt fram úr því, senr þessir 600 erlendu menn á vellinum þurfa til eigin nota og þeir því selja Islendingunr við margföldu verði. Þessi innflutningur fer eðlilega fram undir eftirliti yfirstjórnar Bandaríkjamanna á vellinum og þeir virðast ekki telja það ómaksins vert að sporna við lronunr. Síðast en ekki sízt hefur blöðunum orðið tíðrætt um hinn ósæmilega kunnings- skap útlendinga á vellinum og íslenzkra kvenna og karla. Öll gagnrýni á framkvæmd Keflavíkursamningsins, utan þings senr inn- an, ber þó engan árangur. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á Alþingi sjá ekkert athugavert við nrálið. Þegar Bandaríkja- nrenn eiga í hlut, virðast þeir alveg blindir á sónra síns lands. Það skal þó játað, að þeir eiga ekki hægt um vik, því að fyrst og frenrst er Keflavíkursamningurinn nriðaður við hag Bandaríkjamanna, en samt er talið að lialda hefði nrátt betur á málum en gert hef- ur verið. Það kann að vera, að sumir þing; mannanna, senr léðu Keflavíkursamningn- um sanrþykki sitt á sínum tínra, liafi gert það í trausti þess, að Bandaríkjanrenn nrundu sýna drengskap við framkvæmd lrans. Það hefur gersamlega brugðizt. Þá skyldi nraður halda, að þessir sönru þing- menn, ef einhverjir hafa verið, myndu vara sig í næsta skipti. En það var nú öðru nær. 32 þingmenn sanrþykktu Keflavíkursanrn- inginn, 37 samþykktu Atlanzhafssáttmál- ann. Slíkunr samningsgerðum hafði sem sé aukizt fylgi í þinginu á þessu 21/£ ári, senr Keflavíkursamningurinn hafði verið í gildi. Nú, eins og þá, eiga skýringarnar og yfirlýs- ingarnar enga stoð í samningnum sjálfum. Ráðherrarnir þrír lröfðu engar skriflegar staðfestingar á samtölunr sínum við forráða- MELKORKA 35

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.