Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 38

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 38
menn Bandaríkjanna. Samt sem áður hlaut Atlanzhafssáttmálinn samþykkt með atkvæð- um 37 þingmanna, án nokkurs fyrirvara af hendi þingsins, án þess að nokkurt orð fylgdi samþykktinni, til þess að tryggja sér- stöðu íslands. í því efni lét meirihluti Al- þingis sér nægja greinargerð um einkasam- töl, sem aldrei verða álitin bindandi, og sleppti alveg bókstaf sáttmálans sjálfs. Það skal ekki dregið í efa, að á meðaxr má liafa gagn af landinu til styrjaldarreksturs, fáum við ekki frið hér fyrir ásælni stríðs- óðra stórvelda. Það skal einnig viðurkennt, að ekki eingöngu Bandaríkin, lieldur og flestar aðrar þjóðir, mundu hafa allt okkar ráð í hendi sér, ef þau kærðu sig um og sið- ferði þeirra leyfði. Við það getum við aldrei ráðið. En það er sitthvað að semja af sér rétt- inn og verða að þola að réttur sé brotiirn á manni. Hin langvinna sjálfstæðisbarátta ís- lendinga fyrr á tímum vannst að lokum vegna þess, að þeir höfðu aldrei samið af sér réttinn. íslenzkir valdsmenn nútímans hirða ekki um slíkt. Vegna þeinar ólgu, sem bandalagsmálið vakti, yoru uppi háværar kröfur um þjóðar. atkvæðagreiðslu um það. Tvær mótbárur komu fram gegn því að spyrja um vilja þjóðarinnar. Að í fyrsta lagi, væri ekki tími tif þess fyrir 4. apríl (þann dag var sáttmál- inn undirritaður í Washington), og í öðru lagi, skapaði það rangt fordæmi. Auðvitað gátum við oiðið aðiljar að bandalaginu, þó að við yrðum ekki einn af stofnendum þess. Það var einmitt nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að hugsa málið. Og ómögu- legt er að álykta, að forráðamenn okkar hafi verið að svala hégómagirni sinni með því að vilja endilega, að ísland yi'ði stofnaðili. Ef þeir áttu vísan meirihluta þjóðarinnar í þessu máli (og það hafa þeir endurtekið sí og æ), var sjálfsagt að leita þjóðaratkvæðis, því að þá var allri ábyrgð af þeim velt um aldur og ævi. Maður kemst því ekki hjá því að álykta, að formælendur samningsins hafi einmitt verið lu'æddir við að spyrja þjóðina, af ótta við úrslitiir, og því ekki liætt á að leggja málið undir úrskurð liennar. Hin mótbáian, að það skapaði rangt fordæmi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, er álíka haldgóð. Með þátttöku íslands í stríðs- bandalagi er alveg snúið baki við grundvall- axatriði í afstöðunni til annaxra þjóða, þ. e. a. s. því, að ísland sé hlutlaust í hernaðar- átökum. Hlutleysisstefna er enginn hégómi, sízt í dag. Hvorki Svíþjóð né Sviss telja sig geta vikið frá þeirri stefnu. Virðist þó land- fræðileg lega Sviss ekki hafa getað staðið þar í vegi frekar en t. d. Ítalíu og Frakklands. En Sviss virðist ekki telja sig liafa ráð á að blanda sér í togstreitu stórveldamra og þá væntanlega vegna þess, hve afdrifaríkt það gæti orðið. Hlutleysi er ekkert töfraorð, sem útilokar afla hættu frá dyrum okkar. En bandalag um hervarnir gerir það ekki held- ur, það sýna dæmiir úr síðustu styrjöld. Með inngöngu í bairdalag, heriraðarlegs eðlis, er það aðalatriðið, að við höfum engan her eða vopn sjálf; við verðum að biðja aðrar þjóðir að sjá okkur fyrir hvorttveggju. Það þýðir, að við verðum að afhenda lairdið, að svo og svo miklu leyti, til amrarra þjóða og vegna þekkingarleysis okkar um hve rtiikil þörf er, verðum við að selja öðrunr þjóðum sjálf- dæmi um það. Þá missum við raunverulega yfirráðin yfir landi okkar. Hér er því á ferð- inni afdrifaríkasta málið, sem okkur hefur að höndum borið: Afsal landsréttinda til a. m. k. 20 ára. Er þeim mönnum ekki alls varnað, sem telja það skapa rangt fordæmi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu unr það, eins og það væri hégómanrál? Þjóðin átti að segja til um það sjálf, hvort hún vildi segja skilið við hlutleysi sitt í hernaðarátökum og hefja samvinnu við aðr- ar þjóðir um varnir landsins — með þeim takmarkaða íhlutunarrétti, sem smæð lrenn- ar og féleysi setti henni — eða lrvort hún vildi það ekki. Það getur þýtt líf hennar eða dauða hvor leiðin er valin og nær engri átt, að fáir einstaklingar fjalli um það upp á sitt eindæmi. 36 MELICORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.