Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 16
góðar hendur. Að kvöldi dags geta for-
elflrar síðan sótt börnin sem eru reynsl-
unni ríkari eftir skemmtileg leikja- og
íþróttanámskeið. Valur var frumkvöðull
hvað þetta varðar á höfuðborgarsvæðinu
en önnur félag hafa síðan fylgt í kjölfarið.
Haustið 1990 lék Valur fyrsta Evrópu-
leik sinn að Hlíðarenda. Það var meist-
araflokkur karla í handbolta sem mætti
Kyndli frá Færeyjum í nýja íþróttahúsinu
og öllum að óvörum hafði Kyndill sigur í
leiknum. Valur vann þó seinni leikinn,
sem fór einnig fram að Hlíðarenda, og
komst áfram í keppninni.
25. maí 1990 var fyrsta skóflustungan
tekin að kapellu séra Friðriks en 25. maí
er einmitt afmælisdagur séra Friðriks.
Byggingarframkvæmdir miða vel og er
stutt í að lokið verði við gerð kapellunnar.
Framkvæmdum var haldið áfram við
vallarhúsið á árunum 1988-’90 og var bað
og búningsaðstaða tilbúin í kjallara húss-
ins árið 1989. Undir lok ársins 1989 var
verið að ljúka við eldhús og félagsaðstöðu
á annarri hæð en frágangur á félagsheim-
ilinu í tengibyggingunni er ennþá til um-
ræðu í stjórninni.
Á árinu 1991 var lokið við frágang á
útisvæði, svo sem gangstéttalagningu,
torflagningu og gerð girðinga auk þess
sem myndarlegum trjám hefur verið
Sigri í Mjólkurbikarkeppni KSÍ1991 fagnað eftir 1:0 sigur á FH. Ágúst Gylfason skoraði
sigurmark Vals.
plantað víða að Hlíðarenda. Er nú svo
komið að fullyrða má að Valur getur stát-
að af einu af allra fegurstu félagssvæðum
á Islandi og éiga Valsmenn að vera stoltir
af því.
Heildarskipulag Hlíðarenda liggur nú
fyrir en það var samþykkt á hátíðarstjórn-
arfundi' félagsins 11. maí 1991. Svæðið af-
markast af nýrri Hringbraut, Bústaðar-
vegi, Hlíðarfæti og Flugvallarvegi og má
með sanni segja að Valur eigi bjarta fram-
tíð.
Þú færð
kraftúr
Kókómjólk!
Gunnar Már Másson og Ágúst Gylfason baða sig í sigur-
gleði á táknrænan hátt og hampa Mjólkurbikarnum góða
annað árið í röð.
16