Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 23
FLOKI GUÐMUNDS- SON Leikmaður með 10. flokki í körfubolta Flóki er 15 ára og er í Hlíðaskóla. Hann byrjaði að æfa körfubolta 11 ára gamall og þurftu vinir hans að draga hann með sér á fyrstu æfinguna. Hann valdi Val af því að liðið var í hverfinu þegar að hann bjó í Hlíðunum. Síðustu 3 árin hefur hann búið í Mosfellsbæ en æfir áfram af fullum krafti með Val. Hann leikur sem skot- bakvörður og líst bara vel á veturinn framundan. „Við erum með betra lið en í fyrra og mjög góðan þjálfara, Tómas Holton, þannig að við ættum að geta náð langt. Helstu andstæðingar okkar í A-riðli verða örugglega Grindvíkingar og Njarð- víkingar en við ætlum að komast í toppb- aráttuna. I A-riðlinum eru 5 lið og fellur eitt þeirra og eitt lið kemur upp úr B- riðlinum. í okkar flokki eru um 15 strákar sem æfa reglulega. Við höfum ekki fengið nógu marga æfingatíma að mínu mati en það stendur til bóta.“ Flóki hefur aldrei æft aðrar íþróttir og segist vera rnjög sátt- ur við körfuboltann. — Fylgistu með NBA boltanum? „Já, af miklum áhuga. Ég læt taka alla leikina upp fyrir mig af því að við eigum ekki afruglara. Utah Jazz er uppáhalds- liðið mitt og John Stockton minn uppá- haldsleikmaður.“ — Hvað með framtíðaráformin? „Ég er nú ekki búinn að ákveða neitt en eins og staðan er í dag hef ég áhuga á að læra sjúkraþjálfun og jafnvel að verða þjálfari. Auðvitað væri gaman að komast til Bandaríkjanna í skóla og spila körfu, en það er bara draumur ennþá,“ sagði Flóki. KJARTAN HJÁLMARS- SON Leikmaður 2. flokks í fótbolta Kjartan er 16 ára og lék með 3. flokki Vals í sumar en er nú genginn upp í 2. flokk. Hann byrjaði 9 ára að æfa fótbolta og þá með Leikni. Hann lék einnig um tíma með Fram en 13 ára byrjaði hann að æfa með Val og hefur verið þar síðan. Hann er nemandi í Verslunarskólanum og er stefnan sett á stúdentspróf en fram- haldið er óráðið. „Okkur gekk ágætlega í sumar, við lentum í öðru sæti á íslands- mótinu en eitthvað neðar á Reykjavíkur- og Haustmótinu. Við æfðum þrisvar til fjórum sinnum í viku í sumar og nú erum við tvisvar í viku innanhúss. Pjálfarinn okkar í sumar var Magnús Þorvaldsson og nú tekur Kristinn Björnsson við í 2. flokki, báðir ágætismenn. Ég leik alltaf sem miðvörður og líkar það mjög vel. Næsta sumar verðum við flestir á yngsta ári í 2. flokki þannig að það gæti orðið erfitt sumar, en við erum bjartsýnir.“ Kjartan æfir handbolta með Leikni á veturna. „Þegar kemur að því að gera upp á milli vel ég örugglega fótboltann.“ — Áttu þér einhverja fyrirmynd í fót- boltanum? „Það er þá helst Jón bróðir minn sem spilar með Leikni.“ — Haldið þið eitthvað hópinn félag- arnir í Val? „Já við förum stundum saman í bíó eftir æfingar en annars hittumst við nú ekki mikið fyrir utan æfingarnar," sagði Kjartan að lokum. BJARNI GRÍMSSON Leikmaður með 3. flokki í handbolta Bjarni er 15 ára og er á fyrra ári í 3. flokki. Hann stundar nám í Æfingadeild- inni og segir það líklegt að hann eigi eftir að fara í MH en hvað hann langar til þess að læra eftir það er óráðið. Bjarni leikur í vinstra horninu og hefur verið f Val frá því í 5. flokki. „Mér líst mjög vel á tímabilið sem er nú nýbyrjað. Liðið okkar er mjög gott og ættum við að geta hirt alla titlana. Byrj- unin lofar góðu, við höfum enn ekki tap- að leik, hvorki í Reykjavíkur- eða Is- landsmóti, þannig að það er bara að halda áfram á sömu braut. Helstu and- stæðingar okkar í vetur verða sennilega Vestmannaeyingar og Framarar. Við er- um með mjög góða þjálfara, þá Mikael og Egil Sigurðsson og æfum þrisvar til fjór- um sinnum í viku.“ Bjarni stundar ekki aðrar íþróttir en handbolta núorðið en stundaði fótbolta og borðtennis þegar hann var yngri. En Bjarni á sér annað áhugamáþ, hann spilar í hljómsveit, á trommur. „Ég hef mjög gaman af að spila með hljómsveitinni sem enn hefur ekki hlotið nafn. Við æfum yfirleitt tvisvar í viku og spilum auk þess á böllurn. Þetta fer ágætlega með handbolt- anum en það er ekki tími fyrir mikið ann- að.“ — Áttu þér einhverja uppáhaldsleik- menn í handboltanum? „Já, Geir Sveins, Jakob, Valdimar og Finn, auðvitað allir Valsmenn, sem ég held að eigi eftir að gera góða hluti á íslandsmótinu í vetur,“ sagði Bjarni að lokum. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.