Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 65
Formenn Vals 1911-1956. Aftari röð frá vinstri: Pétur Kristinsson, Jón Eiríksson, Þorkell
Ingvarsson, Sveinn Zoéga, Axel Gunnarsson, Jón Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Frí-
mann Helgason. Fremri röð frá vinstri: Guðbjörn Guðmundsson, Arni B. Björnsson,
Loftur Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Guðmundur K. Guðjónsson, Magnús
Guðbrandsson.
1. flokkur Vals 1945. Efri röð frá vinstri: Lúðvík Jónsson, Guðmundur Ingimundarson,
Vaiur Benediktsson, Guðbrandur Jakobsson, Erlendur Sigurðsson og Finnbogi Guð-
mundsson. Fremri röð frá vinstri: Halldór Helgason, Jón Þráinsson, Valdimar Hergeirs-
son, Þórður Þorkelsson og ónafngreindur.
VALSMAÐUR ÁRSINS
Úlfar Másson, formaður meistara-
flokksráðs í knattspyrnu, var kjörinn
VALSMAÐUR ÁRSINS 1991. Hlaut
hann þar með Youra-bikarinn til varð-
veislu í eitt ár. „Sá leikmaður, forystu-
maður, þjálfari eða annar sem hefur verið
framúrskarandi í leik eða starfi og stuðlað
að jákvæðri framþróun innan Vals til
lengri eða skemmri tíma, í anda dr. Youri
Ilitchev, hlýtur bikarinn“, segir í reglu-
gerð um útnefninguna.
Úlfar er fyrrum leikmaður meistara-
flokks en eftir að hann lagði „alvöru'*
skóna á hilluna hefur hann unnið ötullega
fyrir Val á mörgum sviðum. Magni
Blöndal Pétursson, var sá fyrsti sem hlaut
Youra-bikarinn, en það var árið 1988.
Ragnheiður Víkingsdóttir, fékk hann ár-
ið 1989 og Þorgrímur Þráinsson árið 1990.
VALSMENN BESTIR í ÖLLUM
GREINUNUM
Alltaf getum við Valsmenn státað af
einhverju. Eftir síðustu keppnistímabil í
handbolta, fótbolta og körfubolta kom í
ljós að Valsmenn voru útnefndir bestu
leikmenn greinanna að mati andstæðinga
þeirra. Sævar Jónsson, var kjörinn leik-
maður ársins eftir keppnistímabilið 1990.
Magnús Matthíasson, var kjörinn besti
leikmaður úrvalsdeildarinnar 1990-1991
og Valdimar Grímsson, bestur í 1. deild í
handbolta eftir keppnistímabilið 1990-
1991. Við getum verið stolt yfir þessum
árangri.
MAGNI í FRÍI FRÁ VAL
Magni Blöndal Pétursson, einn farsæl-
asti knattspyrnumaður Vals frá upphafi,
hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun.
Magni hefur leikið með meistaraflokki
síðan 1976 og á því 16 ár að baki með Val.
Hann hefur unnið til allra titla með Val
sem hugsast getur — á yfir 300 leiki að
baki og hefur verið sannur Valsmaður
alla tíð. Hann mun þjálfa lið Ægis frá
Þorlákshöfn í 3. deild næsta sumar og
munu Valsmenn sakna hans sárlega sem
leikmanns og félaga. Hann hefur stutt
dyggilega við bakið á yngri flokkunum og
látið sér fátt óviðkomandi í félaginu.
ALLRA
•fia1
ftP
^^UöMaöpas
UMBOOS- CWnRWI'INGARADll I
Karl K. Karlsson og Co
Skiil.itnni 4 ■ 105 Reykj.tviK • Sími
65