Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 19

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 19
— M hefur unnið mikið starf í félag- inu fyrst í körfuknattleiksdeildinni og síð- ar sem aðalstjórnarmaður og varafor- maður Vals. Hvað finnst þér um þróun- ina í félaginu undanfarin ár? Finnst þér ungt fólk í félaginu fá næga fræðslu um starfið í heild? „Ég get ómögulega dæmt um hvort ég hafi unnið mikið starf í félaginu. Pað verða aðrir að gera. Pað er ljóst að íþróttafélögin eiga í kreppu nú á tímum og deildaskipting þeirra hefur sundrandi áhrif. Á árunum 1984 til 1986 var, af hálfu þáverandi aðalstjórnar, lögð mikil vinna í að afla þeirri skoðun fylgis að leggja deildirnar í Val niður, í þeirri mynd sem þær eru, og reyna þannig að ná félaginu beggja hliða á málinu. Eftir á að hyggja held ég að sá bræðingur hafi verið slæm- ur. Ég lærði þarna enn frekar að ef menn líta ekki á Val sem heild heldur einbeita orku sinni í einstakar deildir mun fara fyrir félaginu eins og öðrum félögum sem svona eru byggð upp — það mun heyra sögunni til.“ Lárus segir að í kjölfar um- ræðnanna um breytingartillögurnar hafi augu manna innan félagsins opnast fyrir nauðsyn endurskoðunar af þessu tagi og að hann hafi orðið var nýs hugsunarhátt- ar í félaginu. „Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær „strúktúrbreyting" verður gerð á félaginu varðandi daglegan rekstur, s.s. á fjármálahlið og íþróttahlið. Valur er að mínu mati að glata miklum Lárus Hólm og Sverrir Traustason, yflrmaður Hlíðarendasvæðisins, ræða málin. betur saman í eina heild. Pessi vinna leiddi til þess að ég kynntist öllum deild- um félagsins vel og Vali sem heild. Þarna skynjaði ég að við erum ekki bara í körfu- knattleiksdeildinni, handknattleikds- deildinni o.s.f. heldur í gamla Knatt- spyrnufélaginu Val.“ Lárus er hugsandi á svip um stund en heldur síðan áfram. „Að mínu mati er félagið allt of deildaskipt meðal Valsmanna og ég var gott dæmi um það í fyrri hálfleik mínum í Val þegar ég sá og þekkti aðeins körfuna en ekkert annað.“ — Hver voru viðbrögð manna við þessum skoðunum? „Á þessum árum var starfandi nefnd, sem skipuð var af aðalstjórn, til að end- urskoða lög félagsins," segir Lárus. „í þessari nefnd voru fyrrverandi formaður félagsins, Bergur Guðnason, Bjarni Bjarnason, sem var varaformaður Vals þá, Pétur Sveinbjarnarson þáverandi for- maður og ég. Við sömdum tillögur að nýjum lögum sem miðuðu að því að leggja niður deildaskiptinguna. Þessar til- lögur fóru aldrei fyrir aðalfund því Ijóst var að töluverð andstaða var við hug- myndirnar, einkum í knattspyrnudeild- inni. Eftir miklar umræður fram og aftur var samþykktur ákveðinn bræðingur möguleikum varðandi nýtingu á Hlíðar- endasvæðinu til tekjuöflunar, vegna ósamstöðu á milli deilda." Lárus vísar oft til fortíðar Vals og hve nauðsynlegt það sé að fræða félagsmenn um hana til þess að þeir geri sér fljótt grein fyrir því hve víðtækt hlutverk fé- lagsins er. FRÁBÆR AÐSTAÐA AÐ HLÍÐARENDA Mikið verk hefur verið unnið í áranna rás við uppbyggingu aðstöðunnar að Hlíðarenda. „Hugsaðu þér,“ segir Lárus, „hversu mikið starf þeir menn hafa lagt af hendi sem reistu gamla íþróttahúsið að Hlíðarenda í sjálfboðavinnu. Fyrir tveim- ur árum, þegar ég var í forsvari fyrir hús- nefnd félagsins, var skipt um gólf í gamla húsinu. Þegar verið var að rífa upp gólfið kom vel í ljós umhyggja þeirra manna sem byggðu húsið fyrir Val. Þetta gamla gólf, undirstöður þess og allt er því teng- ist, var fyrsta flokks." Við höldum áfram tali um Hlíðarenda og þegar Lárus er spurður um framtíðar- sýn sína varðandi þessa aðstöðu geislar andlitið af áhuga. „Aðstaða okkar þarna er eins og best verður á kosin. Við erum vel staðsett í miðju borgarinnar í beinni línu við Fossvogsdalinn og upp í Elliðaár- dal. Mín sýn varðandi aðstöðuna hér er að gamla félagsheimilið, svæðið við það og kapellan, sem reist hefur verið í minn- ingu séra Friðriks, myndi vissa heild, eins konar torg þar sem menn geta drukkið í sig sögu Vals. Þegar ég byrjaði að æfa með Val var æfingaaðstaða hinna ýmsu greina á vegum félagsins út um allan bæ en núna æfa menn á einurn og sama staðnum og bara það þjappar mönnum saman.“ — Hvernig lýst þér á framtíð félags- ins? „Mér líst mjög vel á hana. Hugsjónir séra Friðriks um íþróttauppeldi æskunn- ar eru í fullu gildi og eiga sannarlega er- indi til ungs fólks nú á tímum. Það er svo mikil samkeppni í nútíma þjóðfélagi um athygli barna og unglinga að félag, sem á sér sögu og grundvöll eins og Valur, hefur miklu hlutverki að gegna. Ég hef lært mikið í Val, bæði í fyrri og seinni hálfleik, og hef eignast marga af mínum bestu vin- um þar. Þegar maður lítur um farinn veg þá sér maður ýmislegt sem betur hefði mátt fara en einnig margt sem gleður. Með mikilli vinnu með góðum mönnum og skilningi góðrar fjölskyldu hefur margt áunnist en margt er enn ógert. Starf í félagi eins og Knattspyrnufélaginu Val er óþrjótandi en alltaf gefandi.“ ÚR VALSBLAÐINU 1984 Endurreisn félagsheimilis Nú þegar þessar línur birtast á prenti er á lokastigi mikið endurreisn- arstarf við félagsheimili okkar Vals- manna. Húsið hélt hvorki vatni né vindi, og var kornin leiðinda rakalykt inn í það. Ákveðið var af aðalstjórn að korna húsinu í almennilegt stand svo hægt væri að halda þar fundi og sinna fé- lagsstörfum. Nú síðla sumars var þak hússins endurbyggt frá grunni og sett- ir nýjir gluggar í „stóra salinn“, glæsi- legir „franskir", og gerðu þetta hinir færustu smiðir aðkeyptir. Síðan tóku við sjálfboðaliðar úr röðurn Vals- manna, undir röggsamri stjórn Hrólfs Jónssonar, Elíasar Hergeirssonar, og Bjarna Bjarnasonar. Þetta vaska lið skóf að innan allt húsið og málaði í hólf og gólf. Næsta verkefni er að setja dúk á gólfin, gardínur fyrir alla glugga, nýja eldhúsinnréttingu á að setja í eldhús- ið, og síðast en ekki síst á að kaupa ný húsgögn í húsið. Flott skal það vera. Valskonur ætla að sjá um allar gardín- ur og uppsetningu þeirra. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.