Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 45
SKÝRSLA VALSKVENNA 1991
Ungir Valsmenn og Valskonur í góðum félagsskap.
BLÓMLEGT STARF FRAMUNDAN
Af okkur Valskonum er allt gott að
frétta og er mjög blómlegt starf framund-
an — á seinni hluta ársins og byrjun þess
næsta. Hjá okkur Valskonum ein-
kenndist fyrri hlut ársins 1991 af köku-
bakstri frekar en fundarsetu.
Að venju var jólaball haldið fyrir börn-
in í gamla félagsheimilinu, 5. janúar 1991.
Það var mjög vel sótt og skemmtu tilvon-
andi Valsmenn og konur sér hið besta
þegar jólasveinarnir sungu og gengu í
kringum jólatréð með börnunum.
Á 80 ára afmælisdegi Vals mætti stjórn
Valskvenna á hátíðarfund um morguninn
ásamt öllum stjórnum félagsins. Var sú
stund reglulega hátíðleg — sérstaklega
þegar fánar voru dregnir að húni.
Eins og venjulega, þegar Valur á af-
mæli, leitaði aðalstjórn Vals til Vals-
kvenna til að sjá um kaffi og kökur á
afmælisdaginn. Við vorum mættar upp úr
hádegi á afmælisdaginn til að raða borð-
um og taka til svo gestirnir hefðu það sem
best þegar þeir mættu á svæðið.
Svo vel vildi til að 11. maí var á laugar-
degi og var því mjög gestkvæmt á þessum
80. afmælisdegi félagsins. Vonum við
Valskonur að sem flestir hafi fengið eitt-
hvað að smakka af því sem var á boðstól-
um.
Þann 25. maí leitað stjórn Vals aftur til
Valskvenna um að fá kaffi og kökur og í
þetta sinn var tilefnið það að kapellan var
fokheld. Gestum var boðið að skoða kap-
elluna og var hátíðardagskrá í kirkjunni
en eftir það var gestum boðið í sætabraut
og kaffi.
Framundan er blómlegt starf hjá okk-
ur. 19. nóvember verður fundur þar sem
Þórhallur Guðmundsson, hinn vinsæli
miðill, mun heimsækja okkur. í desem-
ber verður jólaglögg þar sem engin Val-
skona mun láta sig vanta. I janúar mun
Heiðar Jónsson snyrtir, koma til okkar og
kenna okkur Valskonum allt um leyndar-
dóma lífsins. En eins og allir vita eru
leyndardómarnir ansi margir.
Með kveðju Valskvenna.
Ingibjörg Kristjánsdóttir
45