Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 41

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 41
„SET HAMINGJUNA OFAR ÖLLU“ — segir Magnús Matthíasson, besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á síðasta keppnistímabili og ein styrkasta stoð úrvalsdeildarliðs Vals. Texti: Lúðvík Örn Steinarsson Körfuknattleikur hefur átt síauknum vinsældum að fagna hér á landi. Er þar margt sem spilar inn í. Aukin aðsókn áhorfenda hlýtur m.a. að stafa af því að rétt er haldið á málum innan körfuknatt- leikshreyfingarinnar. Erlendir leikntenn setja skemmtilegan svip á deildarkeppn- irnar og íslensku leikmennirnir eru orðnir mjög frambærilegir körfuknattleiksmenn og standa t.d. mun framar á alþjóðamæl- ikvarða nú en fyrir tíu árum. Einn þeirra körfuknattleiksmanna sem stendur í framvarðarsveit íslensks körfu- knattleiks er Valsmaðurinn Magnús Matthíasson. Magnús er 24 ára gamall, borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann útskrifaðist vorið 1990 sem véla- verkfræðingur frá Rice University há- skólanum í Houston í Texas og vinnur nú hjá Sindrastáli í Reykjavík. Magnús er búinn að vera í Bandaríkjunum alls í átta ár, en áður en hann hóf skólagöngu sína í Rice University var hann í menntaskóla í Milwaukee. „Eg spilaði körfubolta bæði í menntaskólanum og háskólanum. Ég fékk skólastyrk í Rice út á körfuboltagetu mína og lék þar í eitt ár. Eftir það meidd- ist ég og á öðru ári mínu í Rice var ég á svokölluðum „Medical redshirt“ sem þýddi að ég hélt skólastyrknum þrátt fyrir meiðslin. Á þriðja ári mínu í skólanum meiddist ég síðan á ökkla og þau meiðsli voru talin það slæm að þeir töldu mig ekki geta leikið meira með körfuboltaliðinu — þrátt fyrir það fékk ég að halda skóla- styrknum." — Hvernig gekk í körfuboltanum það ár sem þú lékst með Rice? „Það gekk ágætlega. Fyrsta árs nemar leika þó yfirleitt frekar lítið með liðinu og það sama gilti um mig. Þegar ég fékk mín tækifæri fann ég mig þó ágætlega og held að mér hafi bara gengið nokkuð vel. Þarna var æft stíft, yfirleitt æfingar einu sinni á dag og það voru erfiðar æfingar.“ — Var bróðir þinn, Matthías, ekki líka úti? „Jú, það er rétt. Hann var líka í Banda- ríkjunum. Við vorum þó ekki nema eitt ár saman í menntaskóla, og lékum ekki fyrir sama körfuboltaliðið." — Var ekki gott að hafa einhvern til að halla sér að þegar illa gekk? „Jú, það var mjög gott að eiga þarna einhvern sér nákominn til að leita til þegar eitthvað bjátaði á. Eftir að leiðir okkar bræðranna skildu þarna úti, var ég einn á báti en það var samt ekkert slæmt. Ég var kominn það vel inn í þann þankagang sem ríkir í Bandaríkjunum að ég var ekki í neinum teljandi vandræðum." Körfuboltaferill Magnúsar hófst þegar hann var níu ára gamall og fór í heimsókn til frænku sinnar, búsettrar í Seattle í Bandaríkjunum. „í>á vissi ég ekki hvað snéri fram og hvað aftur í körfuboltanum. Ég var settur á körfuboltanámskeið þarna úti, þar sem mér voru kennd undir- stöðuatriðin, m.a. það að rekja má bolt- ann með annarri hendinni en ég hafði alltaf haldið að skylda væri að rekja bolt- ann með báðum höndum! Þegar ég kom heim, komst ég að því að pabbi hafði verið í körfubolta í Körfuknattleiksfélagi Reykjavíkur (KFR) - félagi sern síðar varð að körfuknattleiksdeild Vals. Um þetta leyti vorum við nýflutt í Austur- bæinn úr Árbænum og pabbi fór að fara með mig á körfuboltaæfingar hjá Val. Mætingin hjá mér var hálf skrykkjótt og ég fór ekki að æfa að neinu marki og af alvöru fyrr en ég var tólf ára gamall.“ — Varstu í einhverjum öðrurn íþrótta- greinum? „Ég var að dóla mér í handbolta og fótbolta á mfnum yngri árum. Það var þó aldrei af neinni alvöru sem ég var í fót- boltanum og eiginlega ekki í handboltan- um heldur — ég greip í hann svona við dg við. Körfuboltinn var samt alltaf númer eitt hjá mér. Ég hafði mestan áhuga á honum því að ég kynntist honum fyrst og svo var þetta íþrótt sem pabbi stundaði og bróðir minn einnig.“ — En af hverju fórstu í Val? „Þetta var mitt svæðislið og einnig hafði pabbi verið í KFR, sem síðar varð að Val eins og áður segir — þannig að annað kom ekki til greina.“ — Hlaustu góða þjálfun í yngri flokk- unum? „Guðmundur, sem þjálfaði mig fyrst, hafði mikinn áhuga á því sem hann var að gera og lagði sig allan fram. Tim Dwayer þjálfaði okkur síðan á tímabili, en hann mætti mjög illa. Þá var ekki mikið gert til að ýta undir áhuga okkar á íþróttinni. Til að mynda voru teknir af okkur æfinga- tímar í íþróttahúsinu og fleira þess háttar. Annars hef ég ekki mikið af unglinga- þjálfun frá þessum árum að segja, vegna þess að ég fór út ungur, eða fimmtán ára gamall, og hef því æft mun meira í Banda- ríkjunum.“ — Heldurðu að þjálfun ungmennanna hafi breyst mikið frá því að þú varst í yngri flokkunum? „Já, ég held að það sé engin spurning að hún hafi breyst mjög til hins betra. Til þjálfunar yngri flokkanna hafa ráðist 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.