Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 11
ingu, þannig að nokkur tími mun líða þar
til þær koma í meistaraflokk. Einstaka
spila einn og einn leik en þær eru það
ungar að það er ábyrgðarhluti að leggja of
mikla byrði á herðar þeirra og getur brot-
ið þær niður.“
BATNANDI
KVENNABOLTI
Hanna Katrín leggur áherslu á að útlit-
ið nú sé bjartara en undanfarin ár og segir
að sjálf sé hún bjartsýn. Ráðnir hafa verið
góðir þjálfarar í kvennaboltanum. „Um
leið og það fréttist að farið er að gera
eitthvað fyrir Valsstelpurnar streyma
stelpur úr öðrum félögum til okkar.
Streymið hefur semsagt snúist við og við
„VERÐUM I
TOPPBAR-
ÁTTUNNP‘
Hanna Katrín Friðriksen
landsliðskona í handknattleik
í spjalli við Valsblaðið
horfum nú ekki lengur á bak spilurum í
þeim mæli sem við gerðum fyrir nokkrum
árum.“
— Fóru leikmenn í einhverjum mæli
frá ykkur?
„Víst gerðu þær það vegna þess að
stelpurnar mættu á æfingar og sáu að lítið
sem ekkert var gert fyrir þær þar. Ég tel
að þetta sé svartur blettur á eins stór-
kostlegu félagi og Valur er. Sem betur fer
hefur þetta breyst og málum verið kú-
vent.“ Það kemur fram í máli Hönnu Kat-
rínar að liðið í dag sé nokkuð gott og að
liðið geti náð á toppinn á ný. „Já,“ segir
hún hugsandi á svip, „ég er viss um að við
verðum í toppbaráttunni næst.“
Við ræðum um stund um kvennabolt-
ann almennt á íslandi og Hanna Katrín
segist þess fullviss að lægðin, sem kom í
kvennahandboltann hjá Val fyrir nokkr-
um árum, eigi sennilega gamalkunnar
skýringar. „Svona lægð hefði ábyggilega,
reyndar örugglega, ekki komið í karla-
boltanum," segir hún. „Ég veit að oft er
vísað til áherslumismununar stjórnenda í
kvenna- og karlaíþróttum en ég get ein-
faldlega ekki fundið aðra skýringu en þá
að á vissum tíma hafi áhugi stjórnar-
manna á kvennaboltanum hjá okkur í Val
ekki verið ýkja mikill. “ Þegar við spyrjum
Hönnu Katrínu hverjum sé um að kenna
segir hún það vera að hluta konunum
sjálfum að kenna. Þær hafi ekki verið
nógu harðar að koma málum sínum á
framfæri, hvort heldur varðandi fjármál
eða æfingatíma. „Hvernig sem á því
stendur þá er það einu sinni svo að stelp-
„Við verðum að hætta að vorkenna okkur
og fara að vinna að eigin málum.“
ur, sem hafa jafnvel leikið vel og lengi,
hætta alveg. Þær hætta ekki einungis að
spila heldur hverfa úr félagsstarfinu. Við
uppgötvuðum þetta einn daginn og það
kom okkur á óvart hve fáar taka þátt í
starfinu. Auðvitað er þetta okkur sjálfum
að kenna og mín framtíðarsýn er sú að
hressar og dugandi stelpur starfi á félags-
grundvellinum í Val þegar þær kjósa að
hætta að æfa sjálfar.“
11