Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 25
HJORDIS SÍMONAR- DÓTTIR Leikmaður 2. flokks í fótbolta Hjördís er 15 ára og er búin að vera í þrjú ár í Val. Hún byrjaði ferilinn 10 ára hjá Fylki en þegar kvennafótboltinn var lagður niður hjá Fylki fór hún til Vals og sér ekki eftir því. Hún stundar nám í Foldaskóla í vetur en segist ekki ákveðin í hvaða framhaldskóla hún ætli en senni- lega verður Fjölbrautaskólinn í Breið- holti fyrir valinu. Pað minnisstæðasta frá síðasta sumri var þegar hún var valin í landslið Islands 16 ára og yngri. „ Við fórum til Finnlands og tókum þátt í Norðurlandamótinu og það var alveg meiriháttar gaman. Þetta var mjög erfitt, tvær æfingar á dag og einn leikur. Við unnum Svía og Finna en lentum í 5. sæti þegar upp var staðið. í þessu liði voru þrjár stelpur frá Val. Ég spila alltaf á hægri kanti. Okkur gekk ágætlega í ís- landsmótinu, lentum í 3. sæti í okkar riðli á eftir Tý og Breiðabliki. Ég missti því miður af leikjum við bæði þessi lið vegna þess að ég fór í frí til Spánar. Ingvar Guð- mundsson var þjálfarinn okkar í sumar og stóð sig mjög vel. Við æfðum þrisvar í viku í sumar sem er of lítið, mér finnst lágmark að æfa fjórum sinnum. Núna er- um við að byrja að æfa inni, undir stjórn Einars Páls Tómassonar, tvisvar í viku í litla salnum en það væri gaman að fá stundum að æfa í stóra salnum. Við erum um 20 stelpur sem æfum og er það mjög samrýmdur hópur sem gaman er að vera í 44 Hjördís stundaði frjálsar íþróttir þegar hún var yngri en núna er það fótboltinn og skíðin sem hún hefur mestan áhuga á. Uppáhaldsleikmaðurinn hennar á íslandi er Sævar Jónsson og erlendis eru það Ruud Gullit og Roberto Baggio sem hún heldur mest upp á. BERGUR EMILSSON Leikmaður 10. flokks í körfubolta Bergur er 15 ára og byrjaði að æfa körfubolta fyrir 6 árum. Hann fór í Val af því að vinur hans æfði þar og líkar honum mjög vel hjá félaginu. Hann stundar nám í Laugalækjarskóla en er ekki viss um framhaldið en eins og flesta unga körfu- boltamenn dreymir hann um að komast til Bandaríkjanna á skólastyrk og spila körfubolta. „Mér líst mjög vel á liðið okkar og þjálfarann, Tómas Holton. Við töpuðum að vísu fyrir KR á Reykjavíkurmótinu og unnum 1R en við getum gert mikið betur en við sýndum þar. íslandsmótið byrjar svo 16. nóvember og erum við ákveðnir í að standa okkur þar. Ég hef leikið allar stöður en núna leik ég mest sem miðherji. Við æfum fjórum sinnum í viku og oftast bara klukkutíma í senn, sem er allt of lítið. Við erum að vonast eftir fleiri tím- um.“ — Æfirðu einhverjar aðrar íþróttir? „Já ég æfði fótbolta með Víkingi í sum- ar en ég er ekki viss um að halda því áfram því að nú verður maður að fara að velja á milli og eins og er hef ég meiri áhuga á körfuboltanum.“ — Fylgistu með NBA boltanum í sjón- varpinu? „Já mér finnst mjög gaman að horfa á leikina, það besta er hvað margir eru farnir að hafa áhuga á körfubolta eftir að hafa horft á NBA í sjónvarpinu.“ — Hvernig líst þér á meistaraflokkslið- ið í vetur? „Þeir eru með mjög gott lið þó að byrj- unin hafi ekki verið góð en þeir eru með nógu gott lið til þess að komast í úrslita- keppnina." HRUND EINARSDÓTT- IR Leikmaður 4. flokks í handbolta Hrund er 14 ára og stundar nám í Aust- urbæjarskólanum. Hún byrjaði 12 ára að æfa handbolta og hefur alltaf verið með Val. Hún æfir bæði með 4. og 3. flokki og er þar af leiðandi á æfingum alla daga og stundum tvisvar á dag. „Það er stundum erfitt af því að það er mikill munur á flokkunum en mér finnst ég hafa mjög gott af því að æfa með 3. flokki. Ég hef spilað í báðum hornunum og stundum fyrir utan líka. Þjálfararnir í 4. flokki heita Kristín og Berglind en í 3. flokki þjálfar Mikael okkur og líkar mér mjög vel við þau öll.“ Hrund segist hafa áhuga á mörgum íþróttum, t.d. æfir hún sund tvisvar í viku og henni finnst rnjög gaman að fara á skíði og að renna sér á skautum. — Hvernig hefur gengið nú í byrjun tímabilsins í handboltanum? „Ekkert voðalega vel. Við töpuðum öllum leikjum okkar í fyrstu umferðinni á Islandsmótinu en í seinni umferð Reykja- víkurmótsins unnum við tvo leiki og spil- uðum við miklu betur þar. Við erurn bún- ar að læra heilmikið á þessum stutta tíma og erum orðnar mun betri en þegar við byrjuðum." — Áttu þér einhverja uppáhaldsleik- menn í handboltanum, karla og kvenna? „Ég held mest upp á Valdimar og Finn hjá körlunum en ég fylgist ekki svo mikið með konunum að ég geti nefnt einhverja þar.“ Hrund segir það líklegt að hún fari í MR af því að hún býr mjög nálægt skólan- um en hún er ekkert farin að hugsa um hvað hana langartil að læra íframtíðinni. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.