Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 25

Valsblaðið - 01.05.1991, Síða 25
HJORDIS SÍMONAR- DÓTTIR Leikmaður 2. flokks í fótbolta Hjördís er 15 ára og er búin að vera í þrjú ár í Val. Hún byrjaði ferilinn 10 ára hjá Fylki en þegar kvennafótboltinn var lagður niður hjá Fylki fór hún til Vals og sér ekki eftir því. Hún stundar nám í Foldaskóla í vetur en segist ekki ákveðin í hvaða framhaldskóla hún ætli en senni- lega verður Fjölbrautaskólinn í Breið- holti fyrir valinu. Pað minnisstæðasta frá síðasta sumri var þegar hún var valin í landslið Islands 16 ára og yngri. „ Við fórum til Finnlands og tókum þátt í Norðurlandamótinu og það var alveg meiriháttar gaman. Þetta var mjög erfitt, tvær æfingar á dag og einn leikur. Við unnum Svía og Finna en lentum í 5. sæti þegar upp var staðið. í þessu liði voru þrjár stelpur frá Val. Ég spila alltaf á hægri kanti. Okkur gekk ágætlega í ís- landsmótinu, lentum í 3. sæti í okkar riðli á eftir Tý og Breiðabliki. Ég missti því miður af leikjum við bæði þessi lið vegna þess að ég fór í frí til Spánar. Ingvar Guð- mundsson var þjálfarinn okkar í sumar og stóð sig mjög vel. Við æfðum þrisvar í viku í sumar sem er of lítið, mér finnst lágmark að æfa fjórum sinnum. Núna er- um við að byrja að æfa inni, undir stjórn Einars Páls Tómassonar, tvisvar í viku í litla salnum en það væri gaman að fá stundum að æfa í stóra salnum. Við erum um 20 stelpur sem æfum og er það mjög samrýmdur hópur sem gaman er að vera í 44 Hjördís stundaði frjálsar íþróttir þegar hún var yngri en núna er það fótboltinn og skíðin sem hún hefur mestan áhuga á. Uppáhaldsleikmaðurinn hennar á íslandi er Sævar Jónsson og erlendis eru það Ruud Gullit og Roberto Baggio sem hún heldur mest upp á. BERGUR EMILSSON Leikmaður 10. flokks í körfubolta Bergur er 15 ára og byrjaði að æfa körfubolta fyrir 6 árum. Hann fór í Val af því að vinur hans æfði þar og líkar honum mjög vel hjá félaginu. Hann stundar nám í Laugalækjarskóla en er ekki viss um framhaldið en eins og flesta unga körfu- boltamenn dreymir hann um að komast til Bandaríkjanna á skólastyrk og spila körfubolta. „Mér líst mjög vel á liðið okkar og þjálfarann, Tómas Holton. Við töpuðum að vísu fyrir KR á Reykjavíkurmótinu og unnum 1R en við getum gert mikið betur en við sýndum þar. íslandsmótið byrjar svo 16. nóvember og erum við ákveðnir í að standa okkur þar. Ég hef leikið allar stöður en núna leik ég mest sem miðherji. Við æfum fjórum sinnum í viku og oftast bara klukkutíma í senn, sem er allt of lítið. Við erum að vonast eftir fleiri tím- um.“ — Æfirðu einhverjar aðrar íþróttir? „Já ég æfði fótbolta með Víkingi í sum- ar en ég er ekki viss um að halda því áfram því að nú verður maður að fara að velja á milli og eins og er hef ég meiri áhuga á körfuboltanum.“ — Fylgistu með NBA boltanum í sjón- varpinu? „Já mér finnst mjög gaman að horfa á leikina, það besta er hvað margir eru farnir að hafa áhuga á körfubolta eftir að hafa horft á NBA í sjónvarpinu.“ — Hvernig líst þér á meistaraflokkslið- ið í vetur? „Þeir eru með mjög gott lið þó að byrj- unin hafi ekki verið góð en þeir eru með nógu gott lið til þess að komast í úrslita- keppnina." HRUND EINARSDÓTT- IR Leikmaður 4. flokks í handbolta Hrund er 14 ára og stundar nám í Aust- urbæjarskólanum. Hún byrjaði 12 ára að æfa handbolta og hefur alltaf verið með Val. Hún æfir bæði með 4. og 3. flokki og er þar af leiðandi á æfingum alla daga og stundum tvisvar á dag. „Það er stundum erfitt af því að það er mikill munur á flokkunum en mér finnst ég hafa mjög gott af því að æfa með 3. flokki. Ég hef spilað í báðum hornunum og stundum fyrir utan líka. Þjálfararnir í 4. flokki heita Kristín og Berglind en í 3. flokki þjálfar Mikael okkur og líkar mér mjög vel við þau öll.“ Hrund segist hafa áhuga á mörgum íþróttum, t.d. æfir hún sund tvisvar í viku og henni finnst rnjög gaman að fara á skíði og að renna sér á skautum. — Hvernig hefur gengið nú í byrjun tímabilsins í handboltanum? „Ekkert voðalega vel. Við töpuðum öllum leikjum okkar í fyrstu umferðinni á Islandsmótinu en í seinni umferð Reykja- víkurmótsins unnum við tvo leiki og spil- uðum við miklu betur þar. Við erurn bún- ar að læra heilmikið á þessum stutta tíma og erum orðnar mun betri en þegar við byrjuðum." — Áttu þér einhverja uppáhaldsleik- menn í handboltanum, karla og kvenna? „Ég held mest upp á Valdimar og Finn hjá körlunum en ég fylgist ekki svo mikið með konunum að ég geti nefnt einhverja þar.“ Hrund segir það líklegt að hún fari í MR af því að hún býr mjög nálægt skólan- um en hún er ekkert farin að hugsa um hvað hana langartil að læra íframtíðinni. 25

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.