Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 43
— Fylgist þú með öðrum íþróttagrein-
um?
„Já, já. Ég fylgist bæði með gengi Vals-
manna í fótboltanum og handboltanum.
Annars er ég enn að setja mig almenni-
lega inn í íslenskt þjóðlíf og tíðarandann
hérna. Eins og þú heyrir kannski er það
ekki þrautalaust fyrir mig að segja allt
sem mér í brjósti býr — ég hef að vissu
leyti misst „touch“ fyrir íslenskunni. Það
sama má segja um íþróttirnar. Knatt-
spyrnan er t.d. ekki hátt skrifuð í Banda-
ríkjunum og eftir að hafa eytt síðastliðn-
um átta árum þar, þá fann maður sér
nýjar íþróttagreinar til að fylgjast með,
svo sem hornaboltann og ameríska fót-
boltann.“
— Líður þér betur í Bandaríkjunum
heldur en hér á landi?
„Nei, ég myndi ekki segja það. Það er
þó staðreynd málsins að ég hef verið
drjúgan hluta af ævinni í Bandaríkjunum
og síðastliðin átta ár hafa verið mjög mót-
andi í mínu lífi, eins og árin í kringum
tvítugsaldurinn eru í lífi hvers manns. Ég
var kominn vel inn í þann þankagang sem
ríkir í Bandaríkjunum og leið vel. Það var
náttúrlega gott að komast heim og Island
er alltaf mitt land en það er farið að kitla
mig svolítið til að komast til Bandaríkj-
anna aftur og mig langar til þess að klára
mastersnám þar.“
— Er annað Valsstórveldi í körfu-
bolta, sambærilegt lærisveinum Tim
Dwayer, í uppsiglingu?
„Við erum með marga mjög góða leik-
menn, sem ættu að geta myndað stór-
veldi, en ég get ekki sagt að svo stöddu
hvort svo verður. Tíminn mun leiða það í
ljós.“
— Hver eru markmið þín í körfubolt-
anum?
„Eftir að hafa átt við þrálát meiðsli að
stríða, þegar ég var við nám í Banda-
ríkjunum, bjóst ég satt best að segja ekki
við miklu af mér á síðastliðnum vetri og
ég fann mig miklu betur en ég hafði þorað
að vona. Mig þyrsti í að spila körfubolta
og hafði mjög gaman af þessu á síðasta
vetri. Markmið mitt, eftir að hafa átt það
markmið eitt í fyrra að spila, er að vinna
til einhverra titla. Mín persónulegu
markmið eru ekki að sanna mig eftir vet-
urinn í fyrra. Þeir sem hafa séð mig leika
vita hvað ég get og það er langt í frá að
mitt mottó sé að sanna getu mína fyrir
einhverjum körlum úti í bæ.“
— En takmark þitt í lífinu?
„Ég set hamingjuna ofar öllu. Hvernig
maður nálgast hamingjuna er síðan þraut
sem maður glímir við á hverjum degi. Ég
vil læra sem mest í lífinu, ekki þá einvörð-
ungu á skólabekkjum, heldur einnig í
skóla lífsins. Mig myndi langa til þess að
eignast sem flesta vini á lífsleiðinni, því
að ég tel að það sé eitt af því sem gerir
mann hamingjusaman. Ég tel mig vera
frekar létta manneskju, sem auðvelt er að
umgangast, ég á marga vini og mér líður
vel og get varla sagt annað en að ég sé
hamingjusamur í dag — sáttur við lífið og
tilveruna."
enda. Valsmenn eru kröfuharðir og sætta
sig ekki við neitt nema toppsæti — og ætli
við verðum ekki að setjast í það?!“
Aðspurður sagði Magnús landsliðs-
málin á réttri leið. Hann sagði að Torfi
Magnússon, núverandi landsliðsþjálfari,
væri að gera góða hluti. „Ég held að
vandamál landsliðsins sé að menn hafa
varla tíma til þess að vera með í því svo að
vel sé. Flestir leikmenn úrvalsdeildarinn-
ar eru á vinnumarkaðinum, æfa síðan stíft
með félagsliðum sínum og eitthvað gæti
látið undan þegar landsliðsæfingarnar
bætast ofan á þetta. Ég held að það þyrfti
að gefa landsliðinu meiri tíma, þ.e.a.s. að
menn séu ekki á mörgum vígstöðvum í
einu heldur geti einbeitt sér að landslið-
inu þegar þeir eru valdir í það.“
— Var niðurstaða forkeppni Evrópu-
keppni landsliða, síðastliðið vor, þér
mikil vonbrigði?
„Já, vissulega var niðurstaðan ekki
eins og maður hefði kosið. Liðið var ekki
í toppformi, að mínu mati, þegar út í
slaginn kom. Ég held að vissa samæfingu
hafi vantað og það hafi leitt til þess sem
síðar varð.
Síðan spilaðist þetta mót náttúrlega
ótrúlega. Við hefðum getað unnið þrjá
leiki af fjórum, en samt orðið að sitja eftir
með sárt ennið. Ég held að við höfum
staðið okkur alveg sæmilega, en mótið
spilaðist einfaldlega ekki okkur í hag og
þar við sat.“
— En hvernig slappar Magnús Matt-
híasson best af?
„Ætli ég slappi ekki best af í heitri
sturtu. Ef ég þarf að vera út af fyrir mig og
það er eitthvað sem hvílir á mér, þannig
að ég þarf að ná mér niður, finnst mér
óttalega gott að fara í heita sturtu, þó svo
að ég slappi svo sem ágætlega af við lestur
góðrar bókar eða þegar ég er að hlusta á
tónlist.“
43