Valsblaðið - 01.05.1991, Side 18
þess að þá um haustið fór ég í framhalds-
nám til Danmerkur og var þar í tvö ár.“
Þegar við spyrjum hvort hann hafi ekki
spilað eitthvað í Danmörku segir hann
svo ekki vera vegna þess að hann hafi í
raun verið búinn að fá nóg af körfunni á
þeim tíma og að mörgu leyti verið hvíld-
inni feginn. „Ég var mjög upptekinn af
náminu en líka því að ég hafði kynnst
konunni minni þegar hér er komið sögu
en við hófum búskap í Danmörku."
— Varstu byrjaður að starfa að stjórn-
unarstörfum í Val þegar þú hættir að
spila.
„Hreint ekki,“ svarar hann. „Þessi ár,
þ.e. frá 1971 til 1979, fóru í nám, æfingar
og keppni. Ég sá Val í gegnum striga-
skóna á þeim árum. Fyrir mér var Valur
fyrst og fremst körfuboltinn og sjónar-
sviðið var einskorðað við það. Maður
skynjaði ekki á þeim tíma hve mikil vídd
og dýpt er í félaginu, sem á rætur sínar að
rekja til sögu Knattspyrnufélagsins Vals.
Sem ungur maður á kafi í keppni, fullur
keppnishörku, sá ég bara mína eigin deild
og fannst einhvern veginn eins og annað í
félaginu kæmi mér ekki beint við.“ Lárus
rifjar upp hve ung körfuknattleiksdeildin
hafi verið í Val um þetta leyti en segir
síðan að með vaxandi þroska og auknum
skilningi hafi augu hans opnast fyrir hin-
um margþættu hliðum íþróttafélagsins að
Hlíðarenda.
„Sú staðreynd að ég hafði nokkuð
einhliða sýn á Val þegar ég fór út til náms
sagði mér að ég hefði hætt æfingum og
keppni á réttum tíma. Ég var orðinn
þreyttur og tilbúinn að hvíla mig.“ Lárus
er alvarlegur í bragði þegar hann segir að
eftir að hann kom heim frá námi, árið
1981, og hóf stjórnunarstörf hjá félaginu
hafi sjóndeildarhringur hans innan fé-
lagsins víkkað mikið. „Ég gerði mér grein
fyrir því að það sem Valur kenndi mér í
fyrri hálfleik. þ.e. á keppnistíma mínum í
körfunni, var aðeins lítið brot af því sem
félagið og störfin þar síðar gerðu."
Þegar við rifjum upp aðdragandann að
stjórnunarstörfum Éárusar í Val segir
hann þau ekki hafa komið sjálfkrafa held-
ur liafi það einhvern veginn gerst að hann
var skyndilega kominn í stjórn körfu-
knattleiksdeildarinnar. Hann glottir
þegar hann segir frá því að þegar hann
sneri aftur til íslands, árið 1981, hafi hann
auðvitað sótt kappleiki í körfunni, ekki
síst þá sem Valur spilaði. „Við sátum
þarna margir félagar úr Val kátir og
hressir en skyndilega var ég orðinn einn
eftir vegna þess að hinir þurftu að sinna
ýmsum störfum fyrir deildina. Þetta var
skrítin tilfinning. Auðvitað fylgdist ég
alltaf með félaginu mínu á Danmerkurár-
unum og gladdist þegar sigur vannst en
það raskaði hins vegar ekki ró minni ntik-
ið þegar félagið tapaði. Við hjónin eign-
uðumst fyrri son okkar í Danmörku og ég
var búinn að ákveða að íþróttakaflanum í
lífi mínu væri lokið, vegna þess að brauð-
stritið var hafið fyrir alvöru. Það þurfti að
koma upp þaki yfir höfuðið og síðast en
ekki síst þá þurfti ég að koma mér fyrir á
vinnumarkaðinum þannig að það var á
tæru að íþróttirnar voru ekki inni í dæm-
inu.“
— Hve langt náði svo þessi ákvörðun?
Lárus segir að hann hafi verið mjög
harður á þessari ákvörðun fyrstu vikurn-
ar og mánuðina eftir að heint frá Dan-
mörku var komið. „Þetta er allt svolítið
skrítið. Vorið 1981 varð Valur íslands-
ineistari í körfu í annað sinn og mikið um
að vera í körfunni í félaginu það haust. Ég
stóðst liins vegar allar freistingar urn að
korna til starfa en svo var það einn dag að
ég var rétt skriðinn inn úr dyrunum í vinn-
unni þegar síminn hringdi. Þetta var einn
vina minna úr Val, Guðntundur Hall-
grímsson, sem hafði engar vöflur á heldur
sagði: „Heyrðu Lárus, það er fundur kl.
en í körfunni og þessi seinni hálfleikur,
stjórnunartímabilið, var mér mjög lær-
dómsríkur og gefandi. Nokkrir af mínum
bestu félögum úr körfunni voru enn að
spila þegar ég gerðist formaður deildar-
innar, 1982. Deildin átti þá frábært lið
sem var mjög samheldið og þar sem ég
hafði úrvals meðstjórnendur voru fyrstu
skrefin í félagsstörfunum léttari en ella.
Reyndar var ég svo lánsamur öll mín for-
mannsár að hafa einstaklega góða með-
stjórnendur. Ég vil helst ekki nefna einn
öðrum fremur en tel að á engan sé hallað
þó minnst sé að Auðun Ágústsson. Hann
er vafalítið sá maður í körfuknattleik-
sdeildinni í Val sem mest hefur gefið sinni
deild af starfskröftum sínum vegna þess
Lárus Hólm ásamt Jóhönnu Bárðardóttur, eiginkonu sinni, og sonum þeirra.
sex í kvöld og þú kemur!“ Þetta var fund-
ur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar.“
Lárus skellir uppúr og segir að hann hljóti
að hafa verið svefnlítill og þreyttur vegna
þess að hann brást vel við og mætti á
fundinn. „Þetta var um áramótin 1981 og
1982 og ég kom ekki heim aftur fyrr en í
april 1991!" Lárus leggur áherslu á að
þátttaka lians í félagsstörfunum hefði
aldrei gengið upp nema vegna mikils
stuðnings og hvatningar heima fyrir og af
hendi samstarfsfélaga á vinnustað,
Snorra Páls Kjaran, sem reyndar er einn
af fyrstu gulldrengjum Vals í knatt-
spyrnu.
NÍU LÆRDÓMSRÍK
ÁR
Að sögn Lárusar opnuðust honum
skyndilega nýjar víddir varðandi starf-
serni Knattspyrnufélagsins Vals. Hann
vísar á ný til þess hvernig hann sá Val sem
eina deild, körfuknattleiksdeildina, „í
gegnum strigaskóna" á keppnisárunum.
„Ég hef eflaust verið eins og margir ungir
drengir í því að ég sóttist ekkert eftir að
kynnast Valsstarfinu á öðrum grundvelli
að hann hefur starfað þar að meira e.ða
minna leyti frá upphafi.“ Lárus tekur sér
örstutt hlé og segir síðan að þegar hann
hætti í stjórn deildarinnar árið 1988
„...fannst mér ég vera búinn að reyna
allt, sem ég kunni, til að koma meistara-
flokksliði deildarinnar aftur á toppinn en
án árangurs. Þess vegna fannst mér vera
kominn tími til að skipta sjálfum mér út-
af“.
„Eg kynntist ntörgum mönnum innan
félagsins sem voru hafsjór fróðleiks um
starf og sögu þess í heild. Þetta eru menn
sem þekkja hina merkilegu sögu Vals frá
a til ö og maður gat gleymt sér heilu
kvöldin við að hlusta á þá rifja upp ein-
stök atriði sögunnar. Einn þessara manna
var Pétur Sveinbjarnarson, fyrrverandi
formaður félagsins. Betri kennara í fé-
lagsstörfum er ekki hægt að fá og besta
kennslan var þegar hann rétti mér alla
árganga Valsblaðsins og sagði mér að
fara heim og lesa. Ég las þá oft og það
mættu fleiri gera.“ Lárus nefnir einnig
grundvöllinn, sem Valur byggir á: hug-
sjónir séra Friðriks Friðrikssonar og segir
að þótt áttatíu ár séu liðin frá stofnun
félagsins séu þær hugsjónir enn í fullu
gildi og það sé hverjum unglingi hollt að
kynnast þeim.
18