Valsblaðið - 01.05.1991, Side 33
Avarpsorð
Séra Friðriks Friðrikssonar
á 45 ára afmæli Vals:
Ávarp til Knattspyrnufélagsins Vals
„Kæri Valur!
Mig langar til að senda þér nokkur
ávarpsorð eftir okkar 45 ára samferð. Frá
þér eru sprottnar margar af mínum ágætu
endurminningum frá liðnum árum. Ég
man svo vel og get aldrei gleymt því,
hvernig okkar samleið byrjaði. Áhuga-
samir og ötulir piltar í Unglingadeildinni í
K.F.U.M. komu til mín vorið 1911 og
spurðu mig, hvort þeir mættu stofna á
grundvelli K.F.U.M. „fótboltafélag“, og
gaf ég samþykki mitt til þess, með því að
ég þóttist sjá, að þeir hefðu gott af slíkri
hreyfingu í frísku vorloftinu eftir inniveru
allan daginn. Það eina, sem ég þekkti til
knattspyrnuhreyfingarinnar var það, að
þeir væru alltaf á hreyfingu, meðan á leik
stæði. En ég setti upp við þá, að þeir í leik
sínum yrðu að koma sómasamlega fram
og ekki kasta neinum skugga á málefni
vort í K.F.U.M. Og samþykki þeirra var
mér nægilegt, því allt voru þetta prýðis-
piltar. Eg ætlaði mér hvergi að koma þar
nærri.
Nokkrum dögum seinna mæltust þeir
til, að ég kæmi út á Melana og sæi leik
þeirra. Þegar ég kom þangað, leizt mér
ekki á leikvöllinn. Var þar alls staðar að
sjá smágrýti og sums staðar jafnvel stór-
grýti, það var mishæðótt, og engin tak-
mörk sýnileg. Þeir voru byrjaðir á leik
st'num í stórri þyrpingu, og sá ég þar mikil
þot og hlaup fram og aftur, en botnaði
ekki í neinu. Mér datt í hug, að þetta væri
líkt valnum, nafna þeirra, sem í kvæði
Jónasar „hnitar hringa marga.“ Svo fór
ég að hugsa um, hvar rjúpan væri, og
þóttist sjá, að það væri knötturinn og hálf
kenndi í brjósti um hann og verða fyrir
eltingum þessara 22ja pilta. Svo gekk ég
nokkuð þar suður eftir, og sá ég einn
dreng standa þar einmana, og voru tvær
steinhrúgur sitt á hvora hlið hans. Ég
hafði lagt ríkt á við þá að sýna félagslyndi
og vera góðir hvorir við aðra. Gekk ég því
til hans og spurði í meðaumkunarróm:
„Hafa þeir verið vondir við þig og rekið
þig úr leiknum?" Hann leit forviða á mig
ogsagði: „Nei!“ „Af hverju ertu þá ekki í
leiknum?“ sagði ég. Hann svaraði: „Ég er
í leiknum, ég er markmaður og stend hér í
gulli.“ Ég sá, að ég skildi ekki, sagði samt
ekki meira, en sá ekkert gull.
Skömmu síðar sá ég, að hópurinn færð-
' ist þangað sem hann stóð, og þá varð
hann allur á iði. Svo gekk ég um kring,
þangað til leik var lokið. Þeir báðu mig að
enda með ritningarorði og bæn, og gjörði
ég það fúslega. Síðan sagði ég: „Viljið þér
lofa mér að sjá, hvernig þér raðið upp til
leiksins?"
Þeir gerðu svo á flötinni þar sem við
stóðum og allt í einu var sem eldingu lysti
niður, rétt fyrir framan mig. Ég sá fyrir
mér rómverskar fylkingar raðaðar upp til
bardaga. Ég sá eins og taflborð fyrir
framan mig og leikmennina á sínum reit-
um, og það var eins og ég á augabragði
sæi þýðingu leiksins sem hið besta sjálfs-
uppeldismeðal.
Ég gekk hljóður heim og náði mér dag-
inn eftir í enska bók og aðra danska um
knattspyrnuíþróttina. Þetta varð eitt af
hinum stóru augnablikum í lífi mínu. Ég
kom svo til þeirra á hverju kvöldi, og með
samþykki þeirra fór ég til borgarstjórans,
míns mikilsvirta vinar, Páls Einarssonar,
og fékk hjá bæjarstjórninni leyfi til að
ryðja völl á melunum, nægilega stóran,
og máttum við hafa hann sem vora eign,
þangað til bærinn þyrfti á svæðinu að
halda. Síðan tókum við til verka og rudd-
um láréttan og rennisléttan völl eftir al-
þjóðamáli. Var gengið að þessari vinnu á
hverju leikkvöldi í 11/2 tíma og á laugar-
dagskvöldum oft fram til kl. 2 á nóttunni
af svo miklu kappi og atorku, að það
jafnvel vakti athygli.
Eitt kvöld kom Hjalti Sigurðsson fram
hjá og horfði á starfið og kom svo í vinnu
næstu kvöld á eftir. Sama er að segja um
Guðmund Bjarnason, klæðskera. Urðu
þeir oss að miklu liði. Þetta er eitthvert
ánægjulegasta vor, sem ég hef lifað.
3. ágúst þá um sumarið vígðum vér
þennan völl vorn, sem þá var með mark-
stengum, netum og öllu sem til heyrði.
Og nú hófust æfingar fyrir alvöru.
Fyrir áeggjan mína höfðu verið stofnuð
2 önnur félög innan K.F.U.M., Hvatur
og Haukur. Var það ætlun vor að þessi 3
félög skyldu keppa saman, og fyrst 1918
koma fram sem sameiginlegt kapplið á
allsherjar knattspyrnumóti, en fyrr ekki.
En meðan ég var í Ameríku árin 1913-16,
breyttist þetta. Félögin urðu eitt félag, og
þá hófst þátttaka í kappleikjum út á við.
Var ég við heimkomu mína dálítið leiður
yfir þessu. Það urðu vonbrigði. Var ég
lengi fyrst glaður, þegar Valur tapaði, en
vináttan hélzt.
Ég man ávallt eftir kvöldinu 15. ágúst
1917, er ég hafði í boði mínu alla meðlimi
Vals og hafði þar að auki boðið öllum
þeim knattspyrnumönnum, sem í
K.F.U.M. voru, en voru meðlimir í öðr-
um félögum. Það kvöld las ég upp fyrsta
Séra Friðrik Friðriksson.
kapítulann í sögunni „Keppinautar“: 1931
fengu Valsmenn handrit sögunnar og
gáfu hana út sér til farareyris til Dan-
merkur. Ég fylgdist með þeim í þeirri ferð
og var mjög glaður yfir því, að þeir höfðu
orðið sér og landi sínu til sóma.
Enda þótt ég hafi oft sagt frá þessari
fyrstu viðkynningu okkar Vals, þá get ég
aldrei gengið framhjá henni, er ég minn-
ist á samskipti okkar, því að hún hafði svo
mikil og víðtæk áhrif á viðhorf mitt til
íþróttarinnar. Það varð mér sorg, þegar
vér urðum að ganga frá okkar ágæta leik-
velli, er tekinn var undir íþróttasvæði
bæjarins. En nú gleðst ég yfir því gengi,
sem Valur hefur haft bæði í íþróttinni og
með sína ágætu velli og húsakost. Ég er
bæði hróðugur og glaður yfir þeim þætti,
sem mér auðnaðist að fá í sögu Vals. Og
nú þegar ævi mín nálgast leikslokin, þá vil
ég æskja þess, að samúð mætti ávallt ríkja
milli Vals og K.F.U.M. Að lokum óska
ég afmælisbarninu allra heilla og að Valur
megi ávallt bera hreinan og fágaðan
skjöld og verða frægastur fyrir það, að
vera ávallt trúr þeim hugsjónum, sem
blöstu við oss við vígslu vallarins 3. ágúst
1911. Guð blessi Val og framtíð hans.
Fr. Friðriksson.“
33