Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 63

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 63
í MINNINGU LÁTINNA VALSMANNA inn til þess að vera formaður nefndar sem skyldi skipuleggja mótið frá grunni. Árið 1969 var Sveinn kosinn fulltrúi ISI í íþróttanefnd ríkisins og átti sæti í þeirri nefnd til dauðadags. Árið 1970 var Sveinn kjörinn varafor- seti ÍSÍ og tók að sér enn aukin störf hjá sambandinu. Árið 1973 var hann kjörinn varaformaður Ólympíunefndar Islands. Starf nefndarinnar var m.a. fólgið í því að afla fjár til styrktar þeim er valdir eru til að keppa á Ólympíuleikunum, svo og til að kosta för íþróttamanna á leikana. Fjórum sinnum var Sveinn valinn aðal- fararstjóri á Ólympíuleikana. Þegar Gísli Halldórsson lét af störfum árið 1980 var Sveinn sjálfkjörinn forseti sambandsins, enda hafði hann sýnt í verki að enginn væri hæfari en hann að veita heildarsamtökum íþróttamanna forystu. Sveinn sat í átta ár í stjórn íþróttaráðs Reykjavíkur, öll árin sem formaður. Hann átti sæti í hátíðarnefnd Reykjavík- ur er sá um hátíðarhöld vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Valsmenn þakka Sveini Björnssyni hnökralaus samskipti í gegnum tíðina og votta eftirlifandi eiginkonu hans og börn- um samúð sína. (Samantekt: ÞÞ) SVEINN BJÖRNSSON FORSETI ÍSÍ f. 10.10.1928 d. 16.09.1991 Sveinn Björnsson, forseti íþróttasam- bands íslands og einn af svipmestu íþróttaleiðtogum þjóðarinnar, er horfinn sjónum okkar. I um fjörutíu ár hafði Sveinn verið í fararbroddi fyrir íþrótta- hreyfinguna í landinu. Ungur að árum gekk hann íþróttunum á hönd og áttu þær hug hans allan eftir það. Hann lagði fyrst og fremst stund á frjálsíþróttir í Knattspyrnufélagi Reykja- víkur og náði þar frábærum árangri. Hann var kominn í landsliðið um tvítugt. Samhliða iðkun íþrótta tók Sveinn að sér stjórnarstörf í frjálsíþróttadeild KR og sat þar í stjórn um sex ára skeið. Sveinn var vel valinn til forystu enda ávallt reiðubúinn til hverskonar starfa, sem þurfti að vinna íþróttunum til fram- dráttar. í aðalstjórn KR var hann kosinn árið 1953 og átti þar sæti um tuttugu og fimm ára skeið — þar af sem varaformað- ur í sextán ár. Árið 1962 urðu nokkrar breytingar á stjórn íþróttasambandsins. Var þá óskað eftir því að Sveinn tæki sæti í stjórn sam- bandsins og var hann kosinn á ársþingi. Eftir að Sveinn tók að sér stjórnarstörf hjá ÍSÍ hlóðust á hann margskonar við- bótarstörf. T.d. samþykkti íþróttaþing, árið 1966, að koma upp stóru íþróttamóti á 10 ára fresti — fyrsta skyldi haldið 1970. Mót þetta var nýmæli og var Sveinn feng- Jeppi er ekki jeppi nema... 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.