Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 63
í MINNINGU LÁTINNA VALSMANNA
inn til þess að vera formaður nefndar sem
skyldi skipuleggja mótið frá grunni.
Árið 1969 var Sveinn kosinn fulltrúi ISI
í íþróttanefnd ríkisins og átti sæti í þeirri
nefnd til dauðadags.
Árið 1970 var Sveinn kjörinn varafor-
seti ÍSÍ og tók að sér enn aukin störf hjá
sambandinu. Árið 1973 var hann kjörinn
varaformaður Ólympíunefndar Islands.
Starf nefndarinnar var m.a. fólgið í því að
afla fjár til styrktar þeim er valdir eru til
að keppa á Ólympíuleikunum, svo og til
að kosta för íþróttamanna á leikana.
Fjórum sinnum var Sveinn valinn aðal-
fararstjóri á Ólympíuleikana.
Þegar Gísli Halldórsson lét af störfum
árið 1980 var Sveinn sjálfkjörinn forseti
sambandsins, enda hafði hann sýnt í verki
að enginn væri hæfari en hann að veita
heildarsamtökum íþróttamanna forystu.
Sveinn sat í átta ár í stjórn íþróttaráðs
Reykjavíkur, öll árin sem formaður.
Hann átti sæti í hátíðarnefnd Reykjavík-
ur er sá um hátíðarhöld vegna 1100 ára
afmælis íslandsbyggðar.
Valsmenn þakka Sveini Björnssyni
hnökralaus samskipti í gegnum tíðina og
votta eftirlifandi eiginkonu hans og börn-
um samúð sína.
(Samantekt: ÞÞ)
SVEINN BJÖRNSSON
FORSETI ÍSÍ
f. 10.10.1928
d. 16.09.1991
Sveinn Björnsson, forseti íþróttasam-
bands íslands og einn af svipmestu
íþróttaleiðtogum þjóðarinnar, er horfinn
sjónum okkar. I um fjörutíu ár hafði
Sveinn verið í fararbroddi fyrir íþrótta-
hreyfinguna í landinu.
Ungur að árum gekk hann íþróttunum
á hönd og áttu þær hug hans allan eftir
það. Hann lagði fyrst og fremst stund á
frjálsíþróttir í Knattspyrnufélagi Reykja-
víkur og náði þar frábærum árangri.
Hann var kominn í landsliðið um tvítugt.
Samhliða iðkun íþrótta tók Sveinn að
sér stjórnarstörf í frjálsíþróttadeild KR
og sat þar í stjórn um sex ára skeið.
Sveinn var vel valinn til forystu enda
ávallt reiðubúinn til hverskonar starfa,
sem þurfti að vinna íþróttunum til fram-
dráttar. í aðalstjórn KR var hann kosinn
árið 1953 og átti þar sæti um tuttugu og
fimm ára skeið — þar af sem varaformað-
ur í sextán ár.
Árið 1962 urðu nokkrar breytingar á
stjórn íþróttasambandsins. Var þá óskað
eftir því að Sveinn tæki sæti í stjórn sam-
bandsins og var hann kosinn á ársþingi.
Eftir að Sveinn tók að sér stjórnarstörf
hjá ÍSÍ hlóðust á hann margskonar við-
bótarstörf. T.d. samþykkti íþróttaþing,
árið 1966, að koma upp stóru íþróttamóti
á 10 ára fresti — fyrsta skyldi haldið 1970.
Mót þetta var nýmæli og var Sveinn feng-
Jeppi er
ekki jeppi
nema...
63