Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 59

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 59
3. flokkur Vals 1925. Standandi fra vinstri: Axel Mogensen, Jón G. S. Jónsson, Hólmgeir Jónsson, Jón Eiríksson, Björn Sigurðsson, Jóhannes Bergsteinsson, ?, Þórarinn Andrés- son og Agnar Breiðfjörð. Sitjandi frá vinstri: Erlendur ?, Leifur H. Bjarnason og Ólafur?. 2. flokkur Vals 1928. Standandi frá vinstri: Andrésson, Jóhannes Bergsteinsson, Axel björnsson og Skúli Jóhannsson. Sitjandi frá son og Sveinn Zoéga. Jón Eiríksson, Björn Sigurðsson, Þórarinn Jónsson, Kristján Isaksson, Bjarni Guð- vinstri: Erlendur Jónsson, Jón Kristbjörns- vorum samheldinn hópur og þarna átti ég marga góða félaga og kynni við þá hafa gefið mér mikið. Ég minnist þó alltaf hins sorglega at- burðarþegar Jón Kristbjörnsson, sem var markvörður okkar, framúrskarandi fé- lagi og góður Ieikmaður, fórst í slysi í íþróttakappleik.'1 MENN HÖFÐU FATASKIPTI í GRYFJUM — Hvernig voru aðstæður til knatt- spyrnuiðkunar á þessum tíma? „Þær voru nú ekki upp á marga fiska, samanborið við það sem gerist í dag. Val- ur var þó það heppinn að eignast sinn eigin knattspyrnuvöll úti á Melum. Þar voru melarnir ruddir og komið upp hinu þokkalegasta svæði. Sá völlur var þar sem gamli Melavöllurinn var síðar. A þessum Valsvelli var þó ekki burðug aðstaða og til dæmis var engin búningsaðstaða þar. Menn fóru því í nálægar gryfjur og höfðu þar fataskipti og fóru í íþróttagallana. Melavöllurinn varð síðan að miðstöð allra meiriháttar íþróttamóta og knatt- spyrnuleikja í borginni, en hvað Val varð- ar var það náttúrlega gríðarlega stórt skref sem stigið var þegar Hlíðarendi var keyptur. Þar átti sér stað mikil uppbygg- ing og svæðið er enn í uppbyggingu og þar nú ein glæsilegasta íþróttaaðstaða á land- inu.“ Aðspurður segir Jón að áhorfenda- sókn hefði verið upp og ofan á þeim tíma sem hann var í knattspyrnunni. „Þegar mikið var í húfi var samt oft talsverður fjöldi á leikjum. Einnig hélst áhorfenda- sókn í hendur við bætta aðstöðu fyrir áhorfendur og þeim fjölgaði í samræmi við hana.“ — Er mikill munur á knattspyrnunni núna og þeirri sem leikin var þegar þú lékst knattspyrnu? „Já, blessaður vertu. Leikmennirnir núna eru orðnir miklu leiknari heldur en þá var og eins hefur leikskipulagið breyst mjög mikið. Þegar ég var að spila var leikskipulagði mjög fastskorðað. Þá var skipulagið þannig að það var markvörð- ur, tveir bakverðir, þrír miðverðir og fimm framherjar. Bakverðirnir máttu helst ekki fara fram fyrir miðjuna — menn sem eru farnir að gera mörk nú til dags. Miðverðirnir voru eiginlega mest hreyfanlegir og máttu fara um allan völl, eins og þeir vildu. Kantmennirnir áttu að fara frá miðju og upp að endamörkum og gefa knöttinn fyrir. Þetta var því allt fremur fastmótað.“ — Var mikið um pústra manna í mill- um á þessum tíma? Var þetta kannski meiri karlmennskuíþrótt þá en nú? „Það kom fyrir að mönnum lenti sam- an og þeir stjökuðu hver við öðrum. Ég held að knattspyrnan hafi þó verið prúð- mannlegri á þessum tíma en nú er og ekki eins mikið um fautabrögð þá og nú. Það var samt alltaf einn og einn sem var harð- ur í horn að taka, en ekki svo að sök kæmi.“ HVERJUM MANNI HOLLT AÐ STUNDA ÍÞRÓTTIR — Hvererfyrstaminningþínum Val? „Ég man ekki eftir neinum ákveðnum hlut, sem ég get bent á, í því sambandi. Ég minnist þess þó að félagsskapurinn og félagsandinn var alltaf í hávegum hafður hjá Val og það hafði ákaflega mikið að segja fyrir mann þegar maður fór að tak- ast á við lífið. Ég held að það sé mikils virði fyrir hvern sem stundar íþróttir að einhverju leyti, þó það séu ekki keppnis- íþróttir. Félagsskapurinn og hin líka- ntlega hreyfing er hverjum manni svo mikilvæg og ætti enginn að láta það fram- hjá sér fara.“ — Hvernig finnst þér þróunin hafa verið hjá félaginu, frá því að þú lékst með liðinu? 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.