Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 5
ÁRSSKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR VALS 1991 IMORG HORN AÐ LITA A AFMÆLISARI Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals 1991-1992 ásamt formönnum deilda. Aftari röð frá vinstri: Guðbjörg B. Petersen, Dýri Guðmundsson, gjaldkeri, Ragnar Ragnarsson,- ritari, Lárus Ögmundsson, Sigríður Yngvadóttir, framkvæmdastjóri Vals. Fremri röð frá vinstri: Lárus Blöndal, formaður körfuknattleiksdeildar, Guðmundur Kjartansson, formaður knattspyrnudeildar, Jón G. Zoéga, formaður Vals, Halldór Einarsson, vara- formaður, Bjarni Akason, formaður handknattleiksdeildar. Aðalfundur Vals var haldinn 21. mars 1991. A honum voru eftirtaldir kjörnir til stjórnarsetu fyrir stjórnarárið 1991-1992: Jón Gunnar Zoega, formaður, Halldór Einarsson, Ragnar Ragnarsson, Guð- björg B. Petersen, Lárus Ögmundsson og Dýri Guðmundsson. Þeir sem gengu úr stjórn voru Sigurður Lárus Hólm, Þor- steinn Haraldsson og Friðjón Friðjóns- son. Bókaðir fundir fráfarandi aðalstjórnar voru 34. Á fyrrgreindum fundi voru for- menn íþróttadeilda einnig kjörnir. Þeir eru Guðmundur Kjartansson fyrir knatt- spyrnuna, Bjarni Ákason fyrir handbolt- ann og Lárus Blöndal fyrir körfuboltann. Á fyrsta fundi nýkjörinnar aðalstjórnar var eftirfarandi verkaskipting ákveðin: Halldór Einarsson var kjörinn varafor- maður, Ragnar Ragnarsson, ritari og Dýri Guðmundsson, gjaldkeri. Á vegum stjórnarinnar starfa fjórar nefndir. Þær eru: VERKFRÆÐI- NEFND, sem hefur með fagmál á nýbyggingasviðinu að gera. Hana skipa: Guðmundur Þorbjörnsson, formaður, Kristján Ásgeirsson, Oddur Hjaltason og Nikulás Úlfar Másson. VALLARNEFND, sem hefur umsjón með viðhaldi vallarsvæða. í henni eiga sæti Sigtryggur Jónsson, formaður, Harry Sampsted. Gunnar Svavarsson og Sverrir Traustason. MINJANEFND, en á hennar borði er umsjón með munum og minjum félags- ins. Hana skipa Jafet S. Ólafsson, for- maður, Gísli Þ. Sigurðsson, Guðmundur Ingimundarson og Þórður Þorkelsson. AFMÆLISNEFND, sem skal hafa yfirumsjón með þeim uppákomum sem til er stofnað vegna 80 ára afmælis félags- ins á þessu ári. Afmælisnefndina skipa: Guðbjörg B. Petersen, formaður, Hákon B. Sigurjónsson, Lárus Valberg, Svan- björn Thoroddsen, Björn Zoega og Örn Ingólfsson. Félagið hefur nokkra starfsmenn á sín- um snærum. Fyrstan skal nefna fram- kvæmdastjóra félagsins, Sigríði Yngva- dóttur, en hún sér um daglegan rekstur og skrifstofuhald aðalstjórnar. Húsvörð- ur félagsins er Sverrir Traustason og bað- og klefaverðir eru Baldur Þ. Bjarnason, Elín Elísabet Baldursdóttir og Ása Karls- dóttir. AFMÆLISÁR Starf félagsins á þessu ári hefur að miklu leyti tekið mið af því að um afmæl- isár er að ræða. Fjölmargt hefur verið gert til þess að minnast afmælisins og er óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til í öllum tilfellum. Helstu afmælisuppákom- urnar eru þessar: Á nýársdag mættu allar stjórnir félags- ins til móttöku að Hlíðarenda. Haldin var Þrettándabrenna á malarvellinum að undangenginni blysför frá Háteigskirkju. Þátttaka var með eindæmum góð og var þetta vel heppnaður dagur að mati stjórn- ar. Haldin voru sérstök afmælismót í þeim greinum sem stundaðar eru í Val. Voru þau í umsjón viðkomandi íþróttadeilda. Afmælisdagsins sjálfs, 11. maí, var minnst með nánast samfelldri dagskrá frá átta að morgni og fram á rauða nótt. Dag- urinn hófst með því að stjórnir félagsins, fjórar að tölu drógu fána að húni í fjórum fánaborgum sem hafði verið komið upp víðsvegar um Hlíðarendasvæðið. Að því loknu var minningarstund um séra Frið- rik og var lagður blómakrans við styttu hans. Um klukkan tíu var síðan haldinn hátíðarfundur allra stjórna, nefnda og fulltrúaráðs félagsins. Var á þeim fundi 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.