Valsblaðið - 01.05.1991, Side 5

Valsblaðið - 01.05.1991, Side 5
ÁRSSKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR VALS 1991 IMORG HORN AÐ LITA A AFMÆLISARI Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals 1991-1992 ásamt formönnum deilda. Aftari röð frá vinstri: Guðbjörg B. Petersen, Dýri Guðmundsson, gjaldkeri, Ragnar Ragnarsson,- ritari, Lárus Ögmundsson, Sigríður Yngvadóttir, framkvæmdastjóri Vals. Fremri röð frá vinstri: Lárus Blöndal, formaður körfuknattleiksdeildar, Guðmundur Kjartansson, formaður knattspyrnudeildar, Jón G. Zoéga, formaður Vals, Halldór Einarsson, vara- formaður, Bjarni Akason, formaður handknattleiksdeildar. Aðalfundur Vals var haldinn 21. mars 1991. A honum voru eftirtaldir kjörnir til stjórnarsetu fyrir stjórnarárið 1991-1992: Jón Gunnar Zoega, formaður, Halldór Einarsson, Ragnar Ragnarsson, Guð- björg B. Petersen, Lárus Ögmundsson og Dýri Guðmundsson. Þeir sem gengu úr stjórn voru Sigurður Lárus Hólm, Þor- steinn Haraldsson og Friðjón Friðjóns- son. Bókaðir fundir fráfarandi aðalstjórnar voru 34. Á fyrrgreindum fundi voru for- menn íþróttadeilda einnig kjörnir. Þeir eru Guðmundur Kjartansson fyrir knatt- spyrnuna, Bjarni Ákason fyrir handbolt- ann og Lárus Blöndal fyrir körfuboltann. Á fyrsta fundi nýkjörinnar aðalstjórnar var eftirfarandi verkaskipting ákveðin: Halldór Einarsson var kjörinn varafor- maður, Ragnar Ragnarsson, ritari og Dýri Guðmundsson, gjaldkeri. Á vegum stjórnarinnar starfa fjórar nefndir. Þær eru: VERKFRÆÐI- NEFND, sem hefur með fagmál á nýbyggingasviðinu að gera. Hana skipa: Guðmundur Þorbjörnsson, formaður, Kristján Ásgeirsson, Oddur Hjaltason og Nikulás Úlfar Másson. VALLARNEFND, sem hefur umsjón með viðhaldi vallarsvæða. í henni eiga sæti Sigtryggur Jónsson, formaður, Harry Sampsted. Gunnar Svavarsson og Sverrir Traustason. MINJANEFND, en á hennar borði er umsjón með munum og minjum félags- ins. Hana skipa Jafet S. Ólafsson, for- maður, Gísli Þ. Sigurðsson, Guðmundur Ingimundarson og Þórður Þorkelsson. AFMÆLISNEFND, sem skal hafa yfirumsjón með þeim uppákomum sem til er stofnað vegna 80 ára afmælis félags- ins á þessu ári. Afmælisnefndina skipa: Guðbjörg B. Petersen, formaður, Hákon B. Sigurjónsson, Lárus Valberg, Svan- björn Thoroddsen, Björn Zoega og Örn Ingólfsson. Félagið hefur nokkra starfsmenn á sín- um snærum. Fyrstan skal nefna fram- kvæmdastjóra félagsins, Sigríði Yngva- dóttur, en hún sér um daglegan rekstur og skrifstofuhald aðalstjórnar. Húsvörð- ur félagsins er Sverrir Traustason og bað- og klefaverðir eru Baldur Þ. Bjarnason, Elín Elísabet Baldursdóttir og Ása Karls- dóttir. AFMÆLISÁR Starf félagsins á þessu ári hefur að miklu leyti tekið mið af því að um afmæl- isár er að ræða. Fjölmargt hefur verið gert til þess að minnast afmælisins og er óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til í öllum tilfellum. Helstu afmælisuppákom- urnar eru þessar: Á nýársdag mættu allar stjórnir félags- ins til móttöku að Hlíðarenda. Haldin var Þrettándabrenna á malarvellinum að undangenginni blysför frá Háteigskirkju. Þátttaka var með eindæmum góð og var þetta vel heppnaður dagur að mati stjórn- ar. Haldin voru sérstök afmælismót í þeim greinum sem stundaðar eru í Val. Voru þau í umsjón viðkomandi íþróttadeilda. Afmælisdagsins sjálfs, 11. maí, var minnst með nánast samfelldri dagskrá frá átta að morgni og fram á rauða nótt. Dag- urinn hófst með því að stjórnir félagsins, fjórar að tölu drógu fána að húni í fjórum fánaborgum sem hafði verið komið upp víðsvegar um Hlíðarendasvæðið. Að því loknu var minningarstund um séra Frið- rik og var lagður blómakrans við styttu hans. Um klukkan tíu var síðan haldinn hátíðarfundur allra stjórna, nefnda og fulltrúaráðs félagsins. Var á þeim fundi 5

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.