Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 62

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 62
í MINNINGU LATINNA VALSMANNA MAGNÚS GUÐBRANDSSON f. 04.01.1896 d. 23.10.1991 Magnús Guðbrandsson, fyrrverandi fulltrúi, andaðist 23. október síðastlið- inn, 95 ára að aldri. Með Magnúsi er genginn einn af frumherjum Vals en hann var einn fjölmargra ungra drengja úr KFUM sem skipuðu sér í raðir Vals- manna eftir stofnun félagsins árið 1911. Magnús hóf knattspyrnuferil sinn með Hvati, sem var deild innan KFUM, en Hvatur sameinaðist Val skömmu eftir stofnun félagsins. Hann lék með ung- lingaliðum Vals næstu árin og var á árun- um 1914-1919 einn af bestu knattspyrnu- mönnum landsins. Árið 1919 var hann valinn í fyrsta úrvalslið íslenkra knatt- spyrnumanna og lék á móti danska liðinu ÁB. Pað var fyrsta erlenda knattspyrnul- iðið sem kom í heimsókn til Islands. Það þótti merkur viðburður að íslenska liðið fór með sigur af hólmi en dönsku leik- mennirnir afsökuðu sig og sögðu að ástæðan fyrir tapinu væri sú að þeim hefði verið boðið á hestbak daginn fyrir leik- inn, eins og frægt er orðið. Árið 1918 varð Magnús formaður Vals og gegndi því starfi í tvö ár. Jafnframt því að vera formaður þjálfaði hann annan aldursflokk með þeim árangri að flokkur- inn sigraði í knattspyrnumóti sumarsins 1919. Það var fyrsti sigur Vals í knatt- spyrnumóti og þar með var brotið blað í sögu félagsins. Skömmu eftir að Magnús hætti sem formaður fór hann að leika með öðru félagi í skamman tíma. Enda þótt leiðir hans og Vals skildu var hann ávallt Vals- maður í hjarta sínu. Það kom berlega í ljós eftir að hann var tilnefndur í fulltrúa- ráð Vals skömmu eftir stofnun þess. í fulltrúaráðinu var Magnús ávallt má- lefnalegur, tillögugóður og fylginn sér í niálum sem hann taldi að gætu orðið Val til framdráttar og stuðlað að sterkara og þróttmeira félagi. Þetta sýndi hann eftirminnilega í verki þegar hann færði Val veglega peningagjöf við vígslu nýja íþrótthússins árið 1987. Á þessu ári, þegar Valsmenn fagna 80 ára afmæli félagsins, ersagan gjarnan rifj- uð upp og þá einkum upphafsárin. Þar komu margir við sögu sem með störfum sínum, í þágu félagsins, mörkuðu tíma- mót sem ávallt verður minnst. Einn þeirra var Magnús Guðbrandsson. Blessuð sé minning hans. Þórður Þorkelsson VALGEIR HAUK- DAL ÁRSÆLSSON, SENDIHERRA f. 12.07.1929 d. 21.10.1991 KVEÐJA FRÁ VAL í hverju hádegi hittist hópur Vals- manna á veitingahúsinu Torfunni í mið- bæ Reykjavíkur. Nú á haustdögum barst hópnum sú frétt að Valgeir væri dáinn. Fyrr í sumar kom Valgeir á Torfuna og heilsaði upp á gamla hópinn, sem hann tilheyrði um árabil. Þá var eins og við hefðum hist í gær. Gamlar handboltasög- ur voru rifjaðar upp og undirritaður veitti því enn athygli hve sterkar taugar bundu Valgeir við félagið okkar. Það er eðlilegt að ungir Valsmenn þekki lítið til Valgeirs. Hans miklu störf fyrir félagið voru unnin á 6. og 7. tug þessarar aldar. Valgeir var virkur félagi í Val frá barnsaldri og lék um árabil með handknattleiksliðum félagsins — þjálfaði jafnt karla- og kvennalið. Síðast en ekki síst gaf Valgeir kost á sér f félagsstörf hjá Val og sat í aðalstjórn Vals á árunum 1957-1961. Hann sat í stjórn HKRR árið 1958. Valgeir var í forystusveit íslepsks handknattleiks, sem stjórnarmaður í HSÍ, allt til ársins 1972, þar af var hann formaður HSÍ síðustu tvö árin. Allan þennan tíma átti Valur verðugan fulltrúa, ráðgjafa og vin í Valgeiri. Við, keppnismenn félagsins á þessum árum, gátum alltaf leitað til Valgeirs þegar eitt- hvað bjátaði á. Valgeir var maðurinn sem átti ráð undir rifi hverju og stóð vörð um hagsmuni Vals, þó aldrei án þess að gæta hófs og heiðarleika. Það kom undirrituðum ekki á óvart þegar Valgeir réðst til starfa sem kröfðust þeirra hæfileika sem prýddu Valgeir í svo ríkum mæli. Hann varð, er tímar liðu, einn farsælasti sérfræðingur þjóðarinnar í aþjóðaviðskiptasamningum og dvaldi af þeim sökum langdvölum erlendis. At- vinna Valgeirs leiddi til þess að leiðir hans og Vals skildu miklu fyrr en Valur hafði kosið. Mér er þó kunnugt um að Valgeir fór aldrei svo langt í burtu að hann fylgdist ekki með hvernig Val vegn- aði, utan vallar sem innan. Undirritaður vill með þessum fátæk- legu orðum þakka Valgeiri, fyrir hönd Vals, fyrir hans óeigingjarna starf fyrir félagið um áratuga skeið. Jafnframt þakka ég Valgeiri fyrir persónuleg kynni sem aldrei bar skugga á. Valgeir var tví- mælalaust einn besti drengur sem ég hef kynnst. Valur vottar eiginkonu Valgeirs og börnum þeirra dýpstu samúð og þakkar innilega fyrir fórnfúst starf Valgeirs í gegnum öll árin. Bergur Guðnason 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.