Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 70

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 70
BYGGING IÞROTTAHUSS VALS AÐ HLÍÐARENDA Eftirfarandi er tekið upp úr fundagerðarbók aðalstjórnar Vals og einnig er vitnað til bókana á aðalfundum Vals. Á aðalfundi Knattspyrnufélagsins Vals sem haldinn var fimmtudaginn 29. janúar 1981 var kjörin ný aðalstjórn. í aðalstjórn voru þá kjörnir: Pétur Sveinbjarnarson formaður, Olafur Gústafsson varafor- maður, Elías Hergeirsson gjaldkeri, Jón H. Karlsson ritari. í lok aðalfundarins flutti nýkjörinn formaður ávarp og sagði m.a. að árið sem er 70 ára afmælisár Vals yrði að nota til að kynna og efla Val en sérstaklega vildi hann nefna þau megin- verkefni að fá frá borgaryfirvöldum end- anlegan úrskurð um skýr lóðarmörk fé- lagssvæðisins og byggingamál Vals. Þau kostuðu milljarða, talið £ gömlum krón- um. Mikilvægast væri að geta hafist handa við framkvæmdir á þessu ári. Á fundi er aðalstjórn Vals hélt 27. febr- úar 1981 var ítarlega fjallað um helstu framkvæmdamál félagsins. Fundur þessi var haldinn með stjórnum allra íþrótta- deilda. Á fundinum lýsti formaður Vals vilja aðalstjórnar til að hefjast handa um byggingu nýs íþróttahúss en minnti á að fara verði í málið eftir vandlega könnun um öflun styrkja og tilskilinna leyfa. Á þessunt fundi lýstu forráðamenn allra íþróttadeilda yfir áhuga á að formlega yrði tekin ákvörðun um byggingu nýs íþróttahúss sem fyrst. Á þriðja fundi aðalstjórnar, 3. mars 1981, var rætt um málefni íþróttahússins og þá ákveðið að halda fund með borgar- yfirvöldum í Reykjavík um væntanlega byggingu íþróttahúss. Á fjórða fundi aðalstjórnar, 7. aprfl 1981, tilkynnir formaður Vals að fengist hafi „grænt Ijós“ á töku grunns fyrir nýtt íþróttahús og fyrirhugað sé að hefja verk- ið á afmæli félagsins ef unnt reynist. For- maður lýsti því yfir að á öllum vígstöðum sé nú þrýst á viðkomandi aðila að ganga frá formlegum leyfum og afla fjárveiting- ar. Teikningar að nýju íþróttahúsi liggja nú inni hjá skipulagsnefnd til skoðunar. 10. maí 1981 er síðan tekin fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi og var það gert til þess að verkið væri ljóst öllum þeim sem að mættu í móttöku að Hlíðar- enda 11. maí á 70 ára afmæli Vals. Á sjötta fundi stjórnar Vals sem hald- inn var 28. júlí 1981 var lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu, þ.e. íþrótta- nefnd ríkisins, þar sem tilkynnt er að heimilað sé að fjárveiting til handknatt- leiksvallar á Hlíðarendi verði nýtt til ann- arrar vallargerðar á svæðinu. Formaður Vals skýrði frá því að umrædd upphæð væri 330 þúsund krónur. Á þessum sama fundi mætti Þorvaldur Mawþy, formaður byggingarnefndar, og gerði grein fyrir teikningum og framkvæmdaráætlun og voru á fundi þessum samþykktar teikn- ingar á nýju íþróttahúsi. Til skýringar þessari bókun skal tekið fram að umrædd upphæð 330 þúsund krónur var á fjárlögum ársins 1981 veitt til byggingar útihandknattleiksvallar. Var þessi upphæð notuð, fyrst og fremst, til þess að grafa fyrir grunni íþróttahússins og um leið að snúa við „garnla" malarvell- inum. í fyrstu byggingarnefnd nýs íþrótta- húss að Hlíðarenda voru: Þorvaldur Mawby formaður, Helgi Magnússon og Friðrik Sophusson. Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals var haldinn 16. febrúar 1982. í skýrslu formanns var greint frá helstu verkefnum félagsins á afmælisárinu. Fyrsta verkefn- ið var að halda með sem veglegustum hætti 70 ára afmæli Vals. Annað megin- verkefni fráfarandi aðalstjórnar var að tryggja framtíðaraðstöðu Vals að Hlíðar- enda með því að fá, borgaryfirvöld til þess að samþykkja stækkun Hlíðarendasvæð- isins. Þriðja meginverkefni aðalstjórnar var að hefja byggingu nýs íþróttahúss. Sagði formaður umræður um nýtt íþróttahús margsinnis hafa farið fram undanfarin ár á aðalfundum Vals. Eftir fund í byrjun ársins með stjórnum allra deilda (27. febrúar) var samþykkt að hefjast handa við byggingu nýs íþróttahús ' með þeim fyrirvara að framkvæmdahrað- inn kæmi ekki í veg fyrir og hann útilok- aði opinbera styrki. Notuð var fjárveiting af fjárlögum til að „snúa við malarvelli félagsins“ sem var í raun forsenda þess að í leiðinni var hægt að taka grunn að nýja íþróttahúsinu. Hétu þessar framkvæmdir opinberlega jarðvegsskipti vegna úti- handknattleiksvallar. Formaður kvað fé- lagið standa í mikilli þakkarskuld við Þor- vald Mawby formann byggingarnefndar, Svein Björnsson forseta ISÍ, Reyni G. Karlsson íþróttafulltrúa ríkisins og Friðr- ik Sophusson. Langri píslargöngu um pappírskerfið lauk með jákvæðri afstöðu yfirvalda. Formlegt samþykki til bygging- ar ljggur því fyrir. Á fundi stjórnar 17. desember 1982 kom fram að í tillögu til fjárlaga fyrir árið 1983 hefði Val verið úthlutað 150 þúsund krónum. Verður að telja þetta til gleðitíð- inda þar sem þetta er fyrsta alvöru fjár- veitingin til framkvæmda. Á fundi stjórnar Vals 13. desember 1983 er lagt fram yfirlit yfir byggingar- kostnað frá upphafi verks sem að þá var 3.705.000 krónur. Hefur byggingarreikn- ingur verið sendur öllum aðilum. Fram- lag ríkisins er mun hærra en framlag Reykjavíkurborgar. Á fjárlögum yfir- standandi árs eru 500.000 frá ríkissjóði. Á fundi stjórnar Vals 13. febrúar 1986 var skipuð ný byggingarnefnd fyrir íþróttahúsið. í nefndina voru kjörnir: Hrólfur Jónsson, Sveinn Úlfarsson og Jón Róbert Karlsson. Gleraugnaverslun þeirra sem vilja gæði og hagstætt verð 0PTIKs/f HAFNARSTRÆTI20, SIMAR 11880 -11828 „Valsmenn verslið við ykkar menn“ 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.