Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 50

Valsblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 50
ÁRSSKÝRSLA HANDKNATTLEIKSDEILDAR VALS 1991 Kæru Valsmenn! Það er ekki annað hægt að segja en að við handboltamenn séum ánægðir með lífið eftir síðasta keppnistímabil. Við er- um stoltir af því að vera þeir sem færðum Knattspyrnufélaginu Val bestu afmælis- gjöfina á 80 ára afmælinu — ÍSLANDS- MEISTARATITIL 1991. Starfsemi handknattleiksdeildarinnar síðastliðið ár var fjölbreytt, ánægjuleg, erfið en árangursrík í alla staði. Hvað yngri flokka félagsins varðar var árangur þeirra þolanlegur. Ef við byrjum á 2. FLOKKI karla, sem stóð sig vel á árinu, undir handleiðslu Tedda (Theodór Guðfinnsson „Tuð- ari“), varð flokkurinn Reykjavíkurmeist- ari og í 2. sæti á íslandsmótinu. Því miður urðu strákarnir, enn eitt árið, að horfa á eftir titlinum í Safamýrina. Teramo-mótið á Ítalíu tóku þeir hins vegar með stæl — lögðu bæði félagslið og landslið ýmissa þjóða að velli. Vegna dómarahneykslis endaði liðið í 2. sæti eft- ir ofurspennandi úrslitaleik. Einn liðs- manna gekk í það heilaga þarna úti með innfæddri snót og óskum við honum heilla í því hjónabandi. 2. flokks strák- arnir eru þó ekki á því að gefast upp því þeir ætla aftur til Italíu á næsta ári og flytja Teramo-bikarinn þangað sem hann á heima — að Hlíðarenda. Flokkurinn mætir sterkur til leiks í ár og lofar stjórn- inni þremur titlum. 3. FLOKKUR karla átti erfitt upp- dráttar síðastliðið ár og hættu margir leik- menn flokksins, m.a. vegna nýs þjálfara, sem lokaði á leikaraskap og hóf alvarleg- ar æfingar. Hann hafði það markmið að skila landsliðshæfum mönnum í meistara- flokk. Þó tókst að halda flokknum saman og átti Guðbjörg Petersen stóran þátt í Bjarni Ákason, formaður handknatt- leiksdeildar Vals. Stjórn handknattleiksdeildar Vals 1991-1992. Aftari röð frá vinstri: Óskar Thorberg, Kristján Theodórsson, Gunnar Þór Jóhannsson, Ómar Sigurðsson, Hilrnar Böðvarsson. Fremri röð frá vinstri: Valdimar Sigurðsson, Lúðvig Árni Sveinsson, Bjarni Ákason, formaður, Guðmundur Sigurgeirsson, Ari Guðmundsson. BESTA AFMÆLISGJÖFIN því. Handknattleiksdeild Vals þakkar henni af heilhug fyrir það. Flokkurinn varð þó B-íslandsmeistari og stóð sig vel í Partille-mótinu í Svíþjóð. Þar komust strákarnir alla leið í úrslitaleik þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Stjórnin hefur tröllatrú á 3. flokki og því starfi sem Michael Abkachev er að innleiða og von- ast eftir titlum í ár. 4. FLOKKUR karla, einnig undir leið- sögn Mikaels ásamt aðstoðarþjálfaranum Finni Jóhannssyni (hinum fljúgandi), náði ekki titli þetta árið. Leikmenn 4. flokks stóðu sig eins og hetjur á Partille- mótinu þar sem þeir börðust af eldmóði við sér ári eldri stráka — eldmóði sem býr í öllum Valsmönnum. 4. flokkurinn var að vísu svolítill ólátabelgjaflokkur því flestir strákarnir voru að breytast í kven- sama töffara og þeir rifu kjaft að auki. Undirritaður hefur bætt við sig fjölda grárra hára eftir Akureyrar- og Svíþjóð- arferðina með þessum flokki. 5. FLOKKUR karla — stutt og lag- gott: íslandsmeistari 1991 undir öruggri stjórn Valdimars Grímssonar (onesixty- four) og frænda hans hans Óskars Bj. Óskarssonar. 6. OG 7. FLOKKUR karla. Sigurður Sigurþórsson og Jón Halldórsson höfðu það vanþakkláta starf að vinna nýtt hrá- efni, ef hægt er að taka svo til orða. Handbolti hjá Val verður að halda áfram Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals og Iands- liðsins hampar íslandsbikarnum 1991. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.