Valsblaðið - 01.05.1991, Side 50

Valsblaðið - 01.05.1991, Side 50
ÁRSSKÝRSLA HANDKNATTLEIKSDEILDAR VALS 1991 Kæru Valsmenn! Það er ekki annað hægt að segja en að við handboltamenn séum ánægðir með lífið eftir síðasta keppnistímabil. Við er- um stoltir af því að vera þeir sem færðum Knattspyrnufélaginu Val bestu afmælis- gjöfina á 80 ára afmælinu — ÍSLANDS- MEISTARATITIL 1991. Starfsemi handknattleiksdeildarinnar síðastliðið ár var fjölbreytt, ánægjuleg, erfið en árangursrík í alla staði. Hvað yngri flokka félagsins varðar var árangur þeirra þolanlegur. Ef við byrjum á 2. FLOKKI karla, sem stóð sig vel á árinu, undir handleiðslu Tedda (Theodór Guðfinnsson „Tuð- ari“), varð flokkurinn Reykjavíkurmeist- ari og í 2. sæti á íslandsmótinu. Því miður urðu strákarnir, enn eitt árið, að horfa á eftir titlinum í Safamýrina. Teramo-mótið á Ítalíu tóku þeir hins vegar með stæl — lögðu bæði félagslið og landslið ýmissa þjóða að velli. Vegna dómarahneykslis endaði liðið í 2. sæti eft- ir ofurspennandi úrslitaleik. Einn liðs- manna gekk í það heilaga þarna úti með innfæddri snót og óskum við honum heilla í því hjónabandi. 2. flokks strák- arnir eru þó ekki á því að gefast upp því þeir ætla aftur til Italíu á næsta ári og flytja Teramo-bikarinn þangað sem hann á heima — að Hlíðarenda. Flokkurinn mætir sterkur til leiks í ár og lofar stjórn- inni þremur titlum. 3. FLOKKUR karla átti erfitt upp- dráttar síðastliðið ár og hættu margir leik- menn flokksins, m.a. vegna nýs þjálfara, sem lokaði á leikaraskap og hóf alvarleg- ar æfingar. Hann hafði það markmið að skila landsliðshæfum mönnum í meistara- flokk. Þó tókst að halda flokknum saman og átti Guðbjörg Petersen stóran þátt í Bjarni Ákason, formaður handknatt- leiksdeildar Vals. Stjórn handknattleiksdeildar Vals 1991-1992. Aftari röð frá vinstri: Óskar Thorberg, Kristján Theodórsson, Gunnar Þór Jóhannsson, Ómar Sigurðsson, Hilrnar Böðvarsson. Fremri röð frá vinstri: Valdimar Sigurðsson, Lúðvig Árni Sveinsson, Bjarni Ákason, formaður, Guðmundur Sigurgeirsson, Ari Guðmundsson. BESTA AFMÆLISGJÖFIN því. Handknattleiksdeild Vals þakkar henni af heilhug fyrir það. Flokkurinn varð þó B-íslandsmeistari og stóð sig vel í Partille-mótinu í Svíþjóð. Þar komust strákarnir alla leið í úrslitaleik þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. Stjórnin hefur tröllatrú á 3. flokki og því starfi sem Michael Abkachev er að innleiða og von- ast eftir titlum í ár. 4. FLOKKUR karla, einnig undir leið- sögn Mikaels ásamt aðstoðarþjálfaranum Finni Jóhannssyni (hinum fljúgandi), náði ekki titli þetta árið. Leikmenn 4. flokks stóðu sig eins og hetjur á Partille- mótinu þar sem þeir börðust af eldmóði við sér ári eldri stráka — eldmóði sem býr í öllum Valsmönnum. 4. flokkurinn var að vísu svolítill ólátabelgjaflokkur því flestir strákarnir voru að breytast í kven- sama töffara og þeir rifu kjaft að auki. Undirritaður hefur bætt við sig fjölda grárra hára eftir Akureyrar- og Svíþjóð- arferðina með þessum flokki. 5. FLOKKUR karla — stutt og lag- gott: íslandsmeistari 1991 undir öruggri stjórn Valdimars Grímssonar (onesixty- four) og frænda hans hans Óskars Bj. Óskarssonar. 6. OG 7. FLOKKUR karla. Sigurður Sigurþórsson og Jón Halldórsson höfðu það vanþakkláta starf að vinna nýtt hrá- efni, ef hægt er að taka svo til orða. Handbolti hjá Val verður að halda áfram Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals og Iands- liðsins hampar íslandsbikarnum 1991. 50

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.