Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 28

Valsblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 28
„ALLS ekki AUKASPYRNU- SÉRFRÆÐINGUR44 Guðrún Sæmundsdóttir, lands- liðsmaður í knattspyrnu og aukaspyrnusérfræðingur!!! Texti: Lúðvík Örn Steinarsson Kvennaknattspyrna er ein þeirra íþróttagreina sem hefur átt undir högg að sækja. Hún hefur lengi reynst olnboga- barn íþróttafélaganna og hafa þau oft á tíðum freistast til þess að eyða peningum og starfskröftum hæfra stjórnenda og þjálfara í karlaknattspyrnuna en látið kvennaknattspymuna lönd og leið. Valur er eitt þeirra félaga sem reynt hefur eftir fremsta megni að komast hjá mismunun af þessu tagi — reynt að gera kvenfólkinu jafnhátt undir höfði og karl- mönnunum. Arangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Frá því að skipu- lögð deildarkeppni kvenna var sett á laggirnar árið 1972 hafa Valsmenn fjórum sinnum orðið íslandsmeistarar og sex sinnum bikarmeistarar. Ein af styrkustu stoðum Valsliðsins í kvennaknattspyrnunni er Guðrún Sæ- mundsdóttir. Guðrún er 23 ára háskóla- nemi, en hún leggur stund á lyfjafræði. Guðrún er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur og hefur að eigin sögn alltaf átt heima í Hlíðunum. Hún gekk fyrst í Hlíðaskólann en færði sig síðan í um set í Hlíðunum og settist á skólabekk í Menntaskólanum í Hamrahlíð, þar sem hún útskrifaðist árið 1988. Guðrún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1983, þá fimmtán ára gömul og hefur verið fastamaður í liðinu allar götur síðan. En er ekki erfitt að sameina háskólanám og íþróttaiðkun? „Nei, það hefur ekki reynst mér erfitt. Ég er náttúrlega í fótboltanum á sumrin en á veturna gefst varla tími til annars en að læra. Þetta rekst því frekar lítið á, allavega enn sem komið er.“ — Hvenær hófst íþróttaferill þinn? „Ætli ég hafi ekki verið tólf eða þrettán ára þegar ég byrjaði. Ég var lengi vel í þremur íþróttagreinum: fótboltanum, handbolta og badminton. Það er þó erfitt að sameina iðkun þriggja íþróttagreina Dúlluleg á yngri árum — með fiðring í tánum og þegar byrjuð að æfa sig í auka- spyrnum!! þannig að þær tvær síðarnefndu urðu að víkja.“ Guðrún hefur þrisvar sinnum orðið ís- landsmeistari í knattspyrnu með Val og sex sinnum hefur hún verið í sigurliði fé- lagsins í bikarkeppninni. „Ég vann einnig til einhverra verðlauna í badmintoninu en ég held að það sé ekkert sem orð er á gerandi." En þar með eru þó ekki upptaldar þær viðurkenningar og titlar sem Guðrún hef- ur unnið til. Tvisvar sinnum hefur hún verið útnefnd besti leikmaður 1. deildar kvenna af stöllum sínum í deildinni. — Hver er lykill þess að Valsstelpurn- ar standa eins framarlega í kvennafót- boltanum og raun ber vitni? „Ég tel ástæður velgengni okkar fyrst og fremst vera þær að haldið hefur verið vel utan um þann leikmannahóp sem hef- ur verið að leika fyrir Val. Það hafa verið litlar mannabreytingar á þeim árum sem ég hef verið að leika og ég held að miklar mannabreytingar kunni ekki góðri lukku að stýra. Af hverju höldum við svona vel sam- an? Við sitjum að mjög góðri aðstöðu að Hlíðarenda og ég held að það hafi mjög mikið að segja og mér sýnist að sú aðstaða sem Valur býður okkur upp á sé hátíð miðað við það sem gerist á mörgum stöð- um. Ég held að það sé því varla neitt sérstaklega freistandi að fara yfir í ein- hver önnur félög.“ — Gerir Valur kvennaknattspyrnunni nægilega hátt undir höfði? „Já, mér finnst forráðamenn félagsins hafa staðið sig ágætlega hvað okkur varð- ar — allavega kvörtum við ekki þegar við höfum heyrt um það sem gerist hjá mörg- 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.