Valsblaðið - 01.05.1991, Page 28

Valsblaðið - 01.05.1991, Page 28
„ALLS ekki AUKASPYRNU- SÉRFRÆÐINGUR44 Guðrún Sæmundsdóttir, lands- liðsmaður í knattspyrnu og aukaspyrnusérfræðingur!!! Texti: Lúðvík Örn Steinarsson Kvennaknattspyrna er ein þeirra íþróttagreina sem hefur átt undir högg að sækja. Hún hefur lengi reynst olnboga- barn íþróttafélaganna og hafa þau oft á tíðum freistast til þess að eyða peningum og starfskröftum hæfra stjórnenda og þjálfara í karlaknattspyrnuna en látið kvennaknattspymuna lönd og leið. Valur er eitt þeirra félaga sem reynt hefur eftir fremsta megni að komast hjá mismunun af þessu tagi — reynt að gera kvenfólkinu jafnhátt undir höfði og karl- mönnunum. Arangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Frá því að skipu- lögð deildarkeppni kvenna var sett á laggirnar árið 1972 hafa Valsmenn fjórum sinnum orðið íslandsmeistarar og sex sinnum bikarmeistarar. Ein af styrkustu stoðum Valsliðsins í kvennaknattspyrnunni er Guðrún Sæ- mundsdóttir. Guðrún er 23 ára háskóla- nemi, en hún leggur stund á lyfjafræði. Guðrún er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur og hefur að eigin sögn alltaf átt heima í Hlíðunum. Hún gekk fyrst í Hlíðaskólann en færði sig síðan í um set í Hlíðunum og settist á skólabekk í Menntaskólanum í Hamrahlíð, þar sem hún útskrifaðist árið 1988. Guðrún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1983, þá fimmtán ára gömul og hefur verið fastamaður í liðinu allar götur síðan. En er ekki erfitt að sameina háskólanám og íþróttaiðkun? „Nei, það hefur ekki reynst mér erfitt. Ég er náttúrlega í fótboltanum á sumrin en á veturna gefst varla tími til annars en að læra. Þetta rekst því frekar lítið á, allavega enn sem komið er.“ — Hvenær hófst íþróttaferill þinn? „Ætli ég hafi ekki verið tólf eða þrettán ára þegar ég byrjaði. Ég var lengi vel í þremur íþróttagreinum: fótboltanum, handbolta og badminton. Það er þó erfitt að sameina iðkun þriggja íþróttagreina Dúlluleg á yngri árum — með fiðring í tánum og þegar byrjuð að æfa sig í auka- spyrnum!! þannig að þær tvær síðarnefndu urðu að víkja.“ Guðrún hefur þrisvar sinnum orðið ís- landsmeistari í knattspyrnu með Val og sex sinnum hefur hún verið í sigurliði fé- lagsins í bikarkeppninni. „Ég vann einnig til einhverra verðlauna í badmintoninu en ég held að það sé ekkert sem orð er á gerandi." En þar með eru þó ekki upptaldar þær viðurkenningar og titlar sem Guðrún hef- ur unnið til. Tvisvar sinnum hefur hún verið útnefnd besti leikmaður 1. deildar kvenna af stöllum sínum í deildinni. — Hver er lykill þess að Valsstelpurn- ar standa eins framarlega í kvennafót- boltanum og raun ber vitni? „Ég tel ástæður velgengni okkar fyrst og fremst vera þær að haldið hefur verið vel utan um þann leikmannahóp sem hef- ur verið að leika fyrir Val. Það hafa verið litlar mannabreytingar á þeim árum sem ég hef verið að leika og ég held að miklar mannabreytingar kunni ekki góðri lukku að stýra. Af hverju höldum við svona vel sam- an? Við sitjum að mjög góðri aðstöðu að Hlíðarenda og ég held að það hafi mjög mikið að segja og mér sýnist að sú aðstaða sem Valur býður okkur upp á sé hátíð miðað við það sem gerist á mörgum stöð- um. Ég held að það sé því varla neitt sérstaklega freistandi að fara yfir í ein- hver önnur félög.“ — Gerir Valur kvennaknattspyrnunni nægilega hátt undir höfði? „Já, mér finnst forráðamenn félagsins hafa staðið sig ágætlega hvað okkur varð- ar — allavega kvörtum við ekki þegar við höfum heyrt um það sem gerist hjá mörg- 28

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.