Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 12

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 12
„VIÐ ERUM ALLS EKKI MONTNIR HELDUR EINFALD- LEGA BESTIR” FARIÐ ENN EITT ÁRIÐ Á HANDKNATT- LEIKSMÓTIÐ í TERAMO Síðastliðinn vetur ákváðum við í öðrum flokki Vals í handknattleik að skella okkur til Teramo, á Italíu. Við höfðum verið þar tvisvar áður og vorum því öllum hnútum kunnugir. Fjáröflunin gekk mjög vel, undir sterkri stjóm Spilafélagsins Þrastar, en hún dekkaði um helming ferðarinnar. Mótið stóðyfirdagana5.-l l.júlí.enviðákváðum að lengja ferðina um viku á Riccione og fjóra daga í London. Sumarið leið hægt og við vorum famir að hlakka til að fimmtudagurinn annar júlí rynni upp, svo við gætum notið sólar þar ytra í stað stöðugrar rigninga hér heima. Loks leit brottfarardagurinn dagsins ljós og aldrei þessu vant þurftum við ekki að vakna upp um miðja nótt, því það var mæting kl. 13:00 á Hótel Loftleiðum. Við kvöddum nú foreldrana, sem stóðu eftir klökkir þegar rútan rann af stað og héldunt á vit ævintýranna. Áður en við vissum, vorum við komnir til London og stóðum fyrir framan hið glæsilega hótel, Clifton Ford, í „typical” íslensku sumar-veðri. Hverog einn fékk sitt eigið herbergi sem voru vægast sagt glæsileg. Þau innihéldu m.a. sófasett, stórt rúm, skrifborð, sjónvarp og video, minibar, hárblásara, fatapressu, þrjá síma og var einn af þeim inn á baði. Þegar dagur var að kveldi kominn, fannst okkur ráð að snæða kvöldmat á Mc’Donalds, sem var þama út um allt. Blaðafulltrúinn, sjúkraþjálfarinn, nudd- arinn og liðsstjórinn frægi, Jóhann Birgisson leiddi hópinn um stórbrotnar götur Lundúna og ætlaði að sýna okkur það helsta í þorpinu. Jói sagðist rata betur í London en í eldhúsinu heima hjá sér. Við komumst svo að því að Jói eldar greinilega ekki mikið heima hjá sér. Haldið var snemma heim, því Clifton Ford heillaði meira en næturlíf London og daginn eftir átti að gera stórinnkaup. Við vorum svo vaktir snemma næsta dag af laglegri snót sem færði okkur morgunverð í rúmið. Svo var Oxford stræti tekið með stæl og var verslað grimmt — sumirþó meiraen aðrir og sáum við Þórarin og gullkortið hans lítið. Seinnaum daginn var lagt af stað til Mílanó og voru við komnir þangað um kvöldið. Þar beið okkar 12 tíma lestarferð i 1. farrými til Giulianova og þaðan rúta til Teramo. Ferðin leið hratt og var sofið í öllum klefum nema einum. í honum voru Stebbi, Fídel, V alur og Þórarinn að temja nýliðann Ara, auk þess sögðu Óli Stefáns slakar á við að hlusta á indverskan voga. strákamir brandara og kepptust við að slá mis fáranleg heims-met. Þar fór Stebbi á kostum og sló nokkur met sem ekki verða sett á prent. Snemma á laugardagsmorgni komum við á leiðarenda. Þá fyrst fór að reyna á ítölsku-kunnáttu „getrauna- seðilsins” en það er lausleg þýðing á gælunafni Þórarins, Toto. Hann hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.