Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 25
íþróttakonu sem vonandi fær þá ósk sína uppfyllta að komið verði á fót meistara- flokki kvenna í körfunni. ✓ Olafur Haukur Gíslason Leikmaður mini-bolta í körfubolta Ólafur er 11 ára gamall og byrjaði að æfa mini-bolta með körfunni nú í haust og líkar honum það mjög vel. Hann var bú- settur í Borgamesi áður en hann flutti til Reykjavíkur 1988. Hann flutti í Hlíðar- hverfið og því lá beinast við að fara í Val. „Það voru nú félagar mínir í hverfinu sem tóku mig með sér á fótboltaæfingu 1988 og hef ég æft íþróttir með Val síðan. Núna stunda ég allar boltaíþróttimar, fótbolta, handbolta og körfubolta og mér finnst það ekkert of mikið. Ég er alla daga vikunnar nema föstudaga á æfingum á Hlíðarenda. Foreldmm mínum finnst bara gott að ég sé í íþróttum,” segir Ólafur þegar hann er spurður að því hvort foreldrum hans finnist hann ekkert of mikið niður á Hlíðarenda. En hvemig hefur gengið í körfunni? „Það hefur ekki gengið of vel satt best að segja í körfunni en ég tel að við séum með nægilega sterkt lið til að komast upp úr B- riðli í íslandsmótinu. Allavega er góður mórall til staðar og mér finnst margir vera nokkuð efnilegir. Ég fylgist mjög vel með körfubolta, eins og reyndar öllum íþrótta- greinum. Ég fer á alla leiki hjá Val í öllum greinum og svo horfir maður mikið á NBA í sjónvarpinu.” — Stefnirðu að spila í meistaraflokki einhvem tíma? „Já, það er engin spuming ég hugsa mikið til þess tíma þegar ég á möguleika að spila með meistaraflokki. Maður lætur sig líka drey ma um að spila með landsliðinu einhvem tíma og ég stefni hiklaust á það.” Við látum þetta verða lokaorð hjá þessurn öfluga strák sem æfir níu sinnurn í viku og er talinn af kunnugum einn af efnilegri íþróttamönnum Vals. Friðrik Eilert Jónsson Leikmaður með 2. flokki í knattspymu. „Ég var orðinn 11 ára þegar ég byrjaði og þrátt fyrir að ég ætti heima í Breið- holtinu kom ekki til greina að fara í annað félag en Val. Ég hafði verið Valsari alla mína tíð. Við vorum ekki að vinna neina stórkostlega titla í yngri flokkunum, það var kannski einn og einn Haustmótstitill sem vannst, en ekki mikið meira en það. Við vorum að spila nokkuð vel í 2. flokk- num í sumar. Við vomm í B-riðli í Is- landsmótinu en vorum alveg við það að komast upp, spiluðum úrslitaleik við Stjömuna en töpuðum 2-1. Flokkurinn var mjög ungur, flestir vom á yngsta ári þannig að 2. flokkur ætti að geta orðið nokkuð sterkur næsta sumar. Kristinn Bjömsson þjálfaði okkur í sumar annað árið í röð og vorum við mjög ánægðir með störf hans, hann veit svo sannarlega hvað hann er að gera” — Hvemig var andinn í hópnum? „Mórallinn var mjög góður, varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á sumarið. Strákarnir á yngsta ári eru flestir mjög góðir vinir utan vallar. Fara að skemmta sér saman og fleira í þeim dúr og þar sem þeir voru svo mikill meirihluti flokksins síaðist maður inn í þann hóp. Það varð því ekki sú skipting eftir aldri sem ég lenti í þegar ég var á yngsta ári í öðmm flokki, þar sem maður þorði varla að yrða á strákana á elsta ári.” — Hvernig líst þér á að fara að æfa með meistaraflokknum? „Mér líst mjög vel á það, mér hefur verið vel tekið af eldri strákunum. Það hefur einnig hjálpað til að við em svo margir úr öðrum flokki sem hafa verið að æfa með meistaraflokknum í haust.” Það er alltaf draumurinn að spila með meistaraflokknum, við emm ekki í vafa um að Friðrik eigi eftir að gera það. Það er aðeins spuming hvenær. Hver veit nema að það hafist í sumar. Friðrik er fæddur 1973 og spilaði því með 2. flokki í sumar og var fyrirliði þess. Hann gengur upp í meistaraflokk fyrir næsta keppnistímabil. Friðrik vonast eftir því að komast í 22 manna hóp og ef það tekst ætlar hann að stefna á 16 manna hópinn. En hvenær byrjaði hann að æfa knattspymu? Valsblaðið 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.