Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 30

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 30
knattíþróttafélag landsins (með þrjú lið í Evrópukeppni á þessum vetri), heldur einnig að vera besta áhangendafélagið. Hér eru nokkur dæmi um svið þar sem Valur ætti að reyna að gera gæðaátak fyrir áhangendur, gera enn betur en fyrr. Bætum aðstöðu áhorfenda, s.s. með sætum, skjóli fyrirroki ogregni, greiðu aðgengi og nægum bílastæðum. Bjóðum upp á betri og fj ölbrey ttari veitingar á leikjum og færum áhangendum veit- ingarnar þegar því verður við komið, s.s. heitt kaffi, kalt gos, ís, poppkom. Bjóðum upp á veitingaaðstöðu fyrir og eftir leiki, þar sem menn geta sest niður og rabbað saman og spáð í málin. Stuðlum að samskiptum áhangenda og leikmanna með skipulegum hætti, s.s. með því að hafa umræðu- og kynningar- fundi í félagsheimilinu nokkrum sinnum á leiktímabilinu. Eflum útgáfu leikskrár og annars efnis sem í senn fjallar um viðfangsefni líðandi stundar og hefur söfnunargildi vegna gæða. Efnum til leikja, keppna og alls kyns uppátækja þar sem áhangendur eru verðlaunaðirfyrir stuðning sinn við félagið. Látum áhangendur finna að Valur leggi sig fram um að gera þeim til hæfis. Ég hef verið áhangandi Vals síðan á unglingsárum, en aldrei starfað í félaginu. Núna get ég vonandi farið að endurgjalda ánægjustundimar sem Valur hefur veitt mér á liðnum áratugum. Ég vil gera það að sérstöku baráttumáli mínu að hjálpa félaginu að þjóna áhangendum sínum. Stefán Halldórsson. Höfundur var umsvifalaust settur til starfa í félagsmálaráð Vals, eftir að hann viðraði þessarhugmyndir. MINJASAFN VALS Áður en nýja íþróttahúsið reis var, við suðurenda gamla íþróttahússins, láreist viðbygging sem m.a. hýsti bikarasafn VALS í hansa-hillum en þær voru í þá daga til á öðru hverju heimili á íslandi. Við félagarnir úr Hlíðunum, sem á sjötta og sjöunda áratugnum áttum ófáar ferðimar á Hlíðarenda, löbbuðum alltaf með-fram þessari byggingu og oft kíktum við í gegnum gluggana og virtum fyrir okkur dýrðina. Það var ekki laust við að við værum stoltir yfir því að vera í félagi sem ætti svo marga og fallega bikara. Síðar fluttist hluti af bikarasafni VALS í gamla félagsheimilið. En þegar við- byggingin við íþróttahús var tekin í notkun áttu munir félagsins sér engan samastað. Fyrir rúmum tveimur árum var skipuð sérstök nefnd innan félagsins er skyldi koma munum og minjum félagsins í sómasamlegt hort'. í nefndinni hafa verið Guðmundur Ingimundarson, Gísli Sigurðsson, Þórður Þorkelsson og Jafet S. Ólafsson, sem jafnframt er fonnaður. Nefndin byrjaði á því að koma upp skápum fyrir bikara og muni félagsins. Alls eru þessir skápar nú orðnir um 12 metrar á lengd. Auk þess sem aðstaða var sköpuð í anddyri hússins. Allir munir félagsins hafa verið skráðir og eru þeir um 400 talsins. Flestir þeirra eru nú til sýnis þannig að ekki þarf lengur að gægjast á glugga. Þeir gripir, sem vinnast ekki til eignar , eru sýndir í anddyri og þar skipa bikarar unnir vegna sigurs í bikarkeppni í handbolta og fótbolta heiðursess. Bikarasafn VALS er glæsilegt og efa ég að nokkuit félag geti státað afjafn glæsilegu safni. Fyrr á árum voru flestir bikarar úr silfri en vegna þess að slíkir bikarar eru dýrir í dag er nær alveg hætt að veita þá. Saga Vals erað hluta til skráð í minjasafni félagsins og því mikilvægt að það sé í góðu lagi. Minjanefndin mun á næstu misserum leitast við að koma myndum í eigu Vals í gott horf. Settar verða upp myndir af öllutn íslandsmeisturum Vals bæði karla og kvenna. Minjanefnd hvetur alla Valsmenn til að færa félaginu muni eða myndir sem betur eiga heima á Hlíðarenda. Slíkum munum má koma til húsvarðar eða Jafets S. Ólafssonar. Sem dæmi um skemmtilegt skjal, sem kom í leitimar ekki alls fyrir löngu,- er hér úrdráttur úr söngtexta frá Árshátíð Vals haldin 5. febrúar 1953 og það dugði ekkert minna en að semja lag og texta í tilefni dagsins: KVEÐJA TIL VALSMANNA Á minningarkvöldum við sitjum í sátt með sigrana gleði í hjörtum, og ennþá sem forðum mun hugurinn hátt sig hefja mót tindunum bröttum. Við höldum á brattan með sólskin í sinni og samspil í hjörtunum inni. Lag: Sigfús Halldórsson Ljóð: Guðmundur Sigurðsson Fyrir hönd Minjanefndar Jafet S. Ólafsson Valsblaðið 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.