Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 20

Valsblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 20
FÉLAGS- MÁLA- PUNKTAR Hið frábæra Valsband spilaði á hinu árlega Herrakvöldi. Valsbandið skipa: Einar Oskarsson trommur, Olafur Már Sigurðsson bassa, ÓttarFelix Hauksson gítar, Dýri Guðmundsson og Guðjón Guðmundsson söngur. ★ Félagslífið hefur verið mjög blómlegt á árinu sem er að líða. Allar samkomur, sem félagið hefur staðið fyrir, s.s. þrettándabrennan, þorrablótið, afmælis- fagnaðurinn og herrakvöldið, hafa tekist vel og verið vel sóttar. Það er komin hefð á þessa mannfagnaði og menn láta sig ekki vanta þar. ★ A laugardagsmorgnum er opið hús að Hlíðarenda. Þá er getraunanefnd félagsins að störfum. Hún býður upp á kaffi og meðlæti, menn tippa, skrafa, tefla, spila, horfa á sjónvarp eða elta bömin sín um sali og ganga. ★ Vert er að minna á hina mjög svo þokkalegu aðstöðu til þrekæfinga, sem komið hefur verið upp. Þama geta óbreyttir félagsmenn styrkt á sér kroppinn (ókeypis fram að þessu) um leið og þeir sinna sinni félagslegu þörf og skyldu, að mæta reglulega á Hlíðarenda. Opið allan daginn. ★ Nýbreytni í félagslífinu er kennsla í samkvæmisdönsum fyrir byrjendur, sem stofnað var til á haustmánuðum. Hugmyndin var sú að gefa mönnum kost á uppbyggjandi tómstundagamni og um leið að skapa samskiptavettvang fyrir félagsmenn og maka. Aðsókn var betri en menn áttu von á og er fyrirhugað að hafa framhaldsnámskeið eftir áramót og bjóða einnig aftur upp á byrjendanámskeið. ★ Ljóst er að húsnæðisaðstaðan, sem Valur hefur til ráðstöfunar, býður upp á marga möguleika og mætti hugsa sér alls kyns starfsemi s.s. myndlistarsýningar, tómstundaskóla, félagsmálanámskeið, eróbikk ofl, ofl. ★ Þá hefur þeirri hugmynd verið hreyft innan félagsins, að stofna til dagvistunar fyrir böm á forskólaaldri. Þannig yrðu tvær flugur slegnar í sama högginu. Við fáum nýtingu á húsnæðið okkar yfir hversdaginn og hins vegar ynnum við okkur inn prik hjáReykjavíkurborg vegna framlags til dagvistar-, æskulýðs- og íþróttamála. Þetta er róttæk hugmynd og margt sem þarf að athuga en hún er þess virði að skoðuð sé nánar. ★ Samkomusalurinn á efri hæð tengi- byggingarinnar (það vantar gott nafn á hann) hefur verið umgjörð um okkar félagsstarf undanfarin ár. Hann er ekki fullbúinn því þar vantar klæðningu í loft og efni á gólf. Ekki hafa menn þó látið það aftra sér frá þátttöku í félagsstarfinu. Við erum búin að þreyja þorrann hvað þetta varðar og nú er lag að snúa vöm í sókn og klára salinn. Fyrir hönd Félagsmálaráðs Dýri Guðmundsson. Félgasmálaráð næstum því í öllu sínu veldi ásamt mórölskum stuðningsmönnum. F.v. Óttar Felix Hauksson, sonur hans, Dýri Guðmundsson, Gunnar Svafarsson. Á myndina vantar Stefán Halldórsson 20 Valsblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.